Hafa samband Netspjall

Við höfum opnað hringinn

Pantaðu lykilinn að hringveginum

👍 Ánægðir viðskiptavinir um land allt

Við seljum rafmagn til allra landsmanna og leggjum metnað okkar í að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir og ánægðir með þjónustuna.

Á Mínum síðum ON getur þú nálgast helstu upplýsingar um orkunotkun heimilsins og borið hana saman við sambærileg heimili.

KOMDU Í HÓPINN

🔌

Ferðumst á orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar rekur alls 35 hlöður á Íslandi fyrir rafbíla.

Þú átt þína eigin umhverfisvænu orkustöð heima hjá þér þar sem þú lagar þitt kaffi og gerir þína uppáhalds samloku, já eða leggur þig á meðan bíllinn hleður sig með orku náttúrunnar. Nú getur þú einnig kíkt í hlöður ON og hlaðið rafbílinn á 20-30 mínútum. Einfalt og umhverfisvænt!

Kynntu þér málið

🍂

Hvað eru kolefnisspor?

Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.

📰

Fréttir

 • Verðlaunafhending í hugmyndasamkeppni um varmaorku
  Lón á svörtum sandi fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

  Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson, fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Það voru Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu að hugmyndasamkeppninni. Úrslitin voru kunngerð nýlega við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi og kom það í hlut Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ráðherra atvinnu-, nýsköpunar- og ferðamála að afhenda verðlaunin.

  Lesa meira
 • Þröstur og Áslaug Thelma
  Fyrsta hlaðan á Snæfellsnesi opnuð

  Það var Sandarinn Þröstur Kristófersson sem fékk sér fyrstu hleðsluna úr nýrri hraðhleðslu ON í Ólafsvík. Hlaðan stendur við þjónustustöð Orkunnar og er fyrsta hlaða ON á Snæfellsnesi og fyrsta hraðhleðslan á Nesinu.

  Lesa meira