Hafa samband Netspjall

Það er náttúran

sem færir okkur notaleg jól.

Landið er að opnast

Fleiri hraðhleðslur, fleiri möguleikar.

👍 Ánægðustu viðskiptavinirnir

Skv. Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir ON ánægðustu rafmagnskaupendur á Íslandi.

Markmið Íslensku ánægjuvogarinnar er að gera samræmdar og óháðar mælingar á ánægju viðskiptavina og gera niðurstöðurnar opinberar. Mælingar eru einnig gerðar á nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á ánægjuna, svo sem ímynd, mati viðskiptavina á gæðum og tryggð viðskiptavina við viðkomandi fyrirtæki.

KOMDU Í HÓPINN

🔌

Ferðumst á orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar rekur alls 19 hlöður á Íslandi fyrir rafbíla.

Þú átt þína eigin umhverfisvænu orkustöð heima hjá þér þar sem þú lagar þitt kaffi og gerir þína uppáhalds samloku, já eða leggur þig á meðan bíllinn hleður sig með orku náttúrunnar. Nú getur þú einnig kíkt í hlöður ON og hlaðið rafbílinn á 20-30 mínútum. Einfalt og umhverfisvænt!

Kynntu þér málið

🍂

Berum virðingu fyrir náttúrunni

Umhverfismál og náttúran skipta okkur gríðarlega miklu máli og markmið okkar er að vera til fyrirmyndar og leiðandi í skynsamlegri notkun auðlinda okkar Íslendinga til langs tíma. Meðal mikilvægra verkefna er að draga úr losun jarðhitalofttegunda sem valda umhverfisáhrifum. Við leggjum mikla áherslu á rannsóknir og þróun til þess að geta nýtt bestu mögulegu lausnir í þeim tilgangi.

📰

Fréttir

 • Hleðslustöðvar kort - web.jpg
  Fjórar nýjar hlöður, sala hefst 1. febrúar

  Á næstu dögum opnar Orka náttúrunnar (ON) fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Ákveðið hefur verið að verðið fyrir hraðhleðslu verði 39 krónur á mínútuna. Það þýðir að algeng not af hraðhleðslu kostar fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018.

  Lesa meira
 • Borholuhús
  Vetrarstillur juku styrk brennisteinsvetnis í byggð

  Föstudaginn 8. desember fór sólarhringsmeðaltal brennisteinsvetnis yfir umhverfismörk í Hveragerði. Mörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra að jafnaði í sólarhring. Mælt er meðaltal undangenginna 24 klukkustunda og var það gildi yfir 50 míkrógrömmum í 16 klukkustundir. Hæsta 24-stunda meðaltalið var 59,3 míkrógrömm í rúmmetra.

  Lesa meira