Hafa samband Netspjall

Lykillinn að léttari samgöngum

Pantaðu ON-lykilinn strax í dag

👍 Ánægðir viðskiptavinir um land allt

Við seljum rafmagn til allra landsmanna og leggjum metnað okkar í að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir og ánægðir með þjónustuna.

Á Mínum síðum ON getur þú nálgast helstu upplýsingar um orkunotkun heimilsins og borið hana saman við sambærileg heimili.

KOMDU Í HÓPINN

🔌

Ferðumst á orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar rekur alls 31 hlöðu á Íslandi fyrir rafbíla.

Þú átt þína eigin umhverfisvænu orkustöð heima hjá þér þar sem þú lagar þitt kaffi og gerir þína uppáhalds samloku, já eða leggur þig á meðan bíllinn hleður sig með orku náttúrunnar. Nú getur þú einnig kíkt í hlöður ON og hlaðið rafbílinn á 20-30 mínútum. Einfalt og umhverfisvænt!

Kynntu þér málið

🍂

Hvað eru kolefnisspor?

Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.

📰

Fréttir

 • Undirritun ON og BÁ
  Samstarf um brunavarnir

  ON og Brunavarnir Árnessýslu hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um reglubundnar brunavarnaæfingar í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum. Mikilvægi samstarfsins sýndi sig vel þegar upp kom eldur í Hellisheiðarvirkjun í vetur og samningurinn eflir líka almennar brunavarnir í nærsamfélagi virkjananna.

  Lesa meira
 • Stefán Fannar Stefánsson
  Stefán Fannar til liðs við ON

  Stefán Fannar Stefánsson hefur tekið til starfa sem sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða ON. Fyrirtækjamarkaður ber ábyrgð á rafmagnssölu, þjónustu og ráðgjöf við þau fjölmörgu fyrirtæki um land allt sem eru í viðskiptum við ON.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Gasleki líkleg orsök elds í Hellisheiðarvirkjun í janúar

  Niðurstöður rannsóknar á upptökum elds sem upp kom í loftinntaksrými í Hellisheiðarvirkjun í vetur liggja nú fyrir. Líklegast er að kviknað hafi í út frá eldfimu jarðhitagasi sem lekið hafði úr gaslögn og neisti, mögulega vegna stöðurafmagns, komið brunanum af stað.

  Lesa meira