Hafa samband Netspjall

Við höfum opnað hringinn

Pantaðu lykilinn að hringveginum

👍 Ánægðir viðskiptavinir um land allt

Við seljum rafmagn til allra landsmanna og leggjum metnað okkar í að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir og ánægðir með þjónustuna.

Á Mínum síðum ON getur þú nálgast helstu upplýsingar um orkunotkun heimilsins og borið hana saman við sambærileg heimili.

KOMDU Í HÓPINN

🔌

Ferðumst á orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar rekur alls 35 hlöður á Íslandi fyrir rafbíla.

Þú átt þína eigin umhverfisvænu orkustöð heima hjá þér þar sem þú lagar þitt kaffi og gerir þína uppáhalds samloku, já eða leggur þig á meðan bíllinn hleður sig með orku náttúrunnar. Nú getur þú einnig kíkt í hlöður ON og hlaðið rafbílinn á 20-30 mínútum. Einfalt og umhverfisvænt!

Kynntu þér málið

🍂

Hvað eru kolefnisspor?

Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.

📰

Fréttir

 • Hlöður teknar í notkun á Landakoti og Kleppi

  Settar hafa verið upp ON hleðslur fyrir rafbíla á tveimur starfsstöðvum Landspítala; á Landakoti og Kleppi. Um er að ræða tilraunaverkefni með Landspítala og er það hluti af umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum hans.

  Lesa meira
 • Undirritun - Sæmundur, Bjarni, Jóhann og Baldur
  Orka náttúrunnar og Deilir semja um viðhald stórra vélarhluta

  Aukin þekking og sparnaður með viðgerðum innanlands Orka náttúrunnar hefur samið við Deili ehf. um viðhald á aflvélum jarðgufuvirkjana ON. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu en útboðið var afrakstur þróunarverkefnis sem hefur í senn lækkað kostnað ON vegna viðhaldsins og dregið úr áhættu sem fylgdi því að senda stóra vélarhluti til útlanda til viðhalds. Rammasamningur til fjögurra ára Útboðið var í tvennu lagi; viðhald á hverfilhjólum og leiðiskóflum í gufuaflvélum og svo vinna vélvirkja og fleiri að viðhaldi aflvélanna. Deilir átti hagstæðustu tilboð í báða þætti. Þar voru þeir Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON og Jóhann Jónasson stjórnarformaður Deilis sem undirrituðu samninginn í Hellisheiðarvirkjun að viðstöddu starfsfólki fyrirtækjanna. Samningurinn er til fjögurra ára og hann má framlengja. Þróunarverkefni eftir hrun Þegar kreppti að í rekstri eftir hrun, ákvað Orka náttúrunnar að kanna möguleika þess að flytja viðhald stórra vélarhluta í aflvélum Hellisheiðarvirkjunar og Nesjavallavirkjunar inn í landið. Þá hafði tíðkast um áratugaskeið að hverfilshjólin voru send úr landi til hefðbundins viðhalds. Viðhaldið felst einkum í að laga slit í hverfilshjólum og öðrum aflvélaghlutum. Þetta var kostnaðarsamt auk þess sem flutningur vélarhlutananna um langa vegu skapaði áhættu á hnjaski eða töfum í flutningum. Árið 2013 hófst í Hellisheiðarvirkjun þróunarverkefni að flytja þetta mikilvæga reglubundna viðhald til landsins. Keyptur var búnaður og byggð upp þekking. Tilraunin gaf góða raun. Kostnaður við viðhaldið dróst saman, ekki þurfti að greiða fyrir það með erlendum gjaldeyri og reynsla ON er sú að viðgerðir síðustu missera endast betur en þær fyrri. Ávinningurinn var því margþættur. Árangurinn nýtist jarðvarmageiranum í heild Þegar þessi góði árangur þróunarverkefnisins lá fyrir, var ákveðið að bjóða viðhaldsvinnuna út á nýjum forsendum. Samningur Deilis og ON er niðurstaða þess útboðs og ON gerir sér góðar vonir um að  með honum festist hagkvæmnin í sessi og þessi nýja þekking verði jarðvarmanýtingu hér á landi til framdráttar.

  Lesa meira
 • Frá skemmtidegi sumarstarfsfólks
  Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

  Hinn árlegi fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldinn í júní. Þar hittist sumarfólkið okkar og átti saman saman góða stund. Fyrir hádegi var dagskrá fræðsluerinda þar sem fólk fræddist um sögu Orkuveitusamstæðunnar, CarbFix verkefnið og bindingu koltvísýrings í jörðu, áherslur samstæðunnar til að fjölga iðn- og tæknimenntuðu fólki ásamt því að rætt var um þjónustustefnu samstæðunnar og hvaða leiðum er beitt við að ná til viðskiptavina okkar. Dagskránni lauk með áhugaverðu erindi um #metoo og aðgerðir OR samstæðunnar í kjölfar þess. Eftir hádegi lét sumarstarfsfólkið rigninguna ekki á sig fá heldur skundaði í Hljómskálagarðinn og lét reyna á samvinnuhæfni, lipurð og gleði undir styrkri stjórn skátanna.

  Lesa meira