Hafa samband Netspjall
📰

Fréttir

 • Frá opnun 50. hraðhleðslu ON við Geysi í Haukadal
  Mikilvægt skref fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

  Það var sannarlega bjart yfir hópnum sem var mættur að Geysi í Haukadal þegar nýjasta hlaða Orku náttúrunnar var tekin í notkun í dag. Þetta er 50. hlaðan sem ON hefur reist og er þessi búin tveimur hraðhleðslutengjum auk Type 2 hleðslutengis.

  Lesa meira
 • Eigum rafmögnuð jól saman
  Eigum rafmögnuð jól saman

  Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið og ríkir mikill spenningur á mörgum bæjum. Ljósin sem um ræðir á þessum árstíma eru flest, ef ekki öll, tengd við rafmagn og því er mikilvægt að vera vel vakandi og gæta fyllsta öryggis í þeim málum.

  Lesa meira
 • N1 og ON Mosfellsbæ
  Mosfellingar fá hraðhleðslu

  ON hefur í samstarfi við N1 tekið í notkun hraðhleðslu fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Það var rafbílaeigandinn og Mosfellingurinn Valgerður Fjóla Einarsdóttir sem hlóð fyrstu hleðsluna í dag, föstudaginn 14. desember.

  Lesa meira
 • Hlaða við Landspítalann í Fossvogi
  ON hleðslur við Landsspítalann í Fossvogi

  Landspítalinn leggur sitt af mörkum við orkuskipti með því að auðvelda starfsfólki aðgang að hleðslum fyrir rafbíla á nokkrum starfsstöðvum sínum. Verkefnið er hluti af umhverfistefnu og loftslagsmarkmiðum Landspítala, en mikilvægt er að hraða orkuskiptum í samgöngum með því að efla innviði s.s. gott net hleðslustöðva.

  Lesa meira
 • Hlaða ON á Dalvík
  ON-hlaða komin á Dalvík

  ON hefur komið upp hlöðu á Dalvík í samstarfi við N1 og stendur hún við sjálfsafgreiðslu fyrirtækisins og aðstöðu hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours við Hafnarbraut. Með þessu þéttist enn það net af hlöðum sem ON hefur komið upp á Norðurlandi. Fyrir eru hlöður við Staðarskál, á Blönduósi, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og við Mývatn.

  Lesa meira
 • Undirritun - ON og Etix
  ON og Etix Everywhere Borealis semja um rafmagnskaup

  ON og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hafa gert með sér samning um rafmagnsviðskipti vegna uppbyggingar á gagnaverum á Blönduósi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað gagnaverið sem Orka náttúrunnar semur við og með samningnum við ON hefur fyrirtækið tryggt sér yfir 10 megavött sem eru að losna úr langtímasamningum.

  Lesa meira
 • Staðarhaldarar
  ON hlaða á Vegamótum

  Talmeinafræðingur á Akranesi sem veitir líka Snæfellingum þjónustu var sá sem fyrst hlóð bílinn sinn í nýrri hlöðu á Vegamótum sem opnuð var í gær. Elmar Þórðarson hefur ekið á rafbíl í fimm ár og fer sinna leiða nú um stundir á fjórhjóladrifinni Teslu til að sinna skólabörnum vestast á Snæfellsnesi.

  Lesa meira
 • Aníta Sigurbjörg Emilsdóttir og Kristín Birna Fossadal
  Sveinn og rafvirkjameistari báðar konur

  Aníta Sigurbjörg Emilsdóttir fékk sveinsbréf í rafvirkjun nú á dögunum en meistarinn hennar var Kristín Birna Fossdal. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti hér á landi og trúlega víðar að hvorttveggja nemi og meistari í rafvirkjanámi eru konur. Báðar starfa þær hjá Orku náttúrunnar í Hellisheiðarvirkjun. Í viðtali við Anítu í Morgunblaðinu kemur fram að upphaf áhuga hennar á faginu megi rekja til þess þegar skjárinn á farsímanum hennar brotnaði og síðar hátalarinn í sama tæki. Hún tók sér fyrir hendur að gera við símann sjálf. Þegar hana rak í vörðurnar og leitaði á verkstæði var henni boðin vinna þar.

  Lesa meira
 • Andakíll
  Lífríki Andakílsár réttir úr kútnum

  Lífríki í Andakílsá er óðum að taka við sér eftir að mikill aur barst í ána við ástandsskoðun á inntaksstíflu Andakílsárvirkjunar í fyrrasumar. Samkvæmt áfanganiðurstöðum Hafrannsóknastofnunar er enn nokkurt set í farveginum, einkum þar sem straumur en minnstur, en búsvæði gróðurs og dýra endurheimtist tiltölulega hratt. Hrygning í fyrrasumar virðist hafa tekist vel og mikill fjöldi eins árs laxaseiða fannst í ánni í sumar.

  Lesa meira
 • Berglind Rán
  Berglind Rán nýr framkvæmdastjóri ON

  Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON en ekki forstöðumaður tækniþróunar, eins og áður var tilkynnt.

  Lesa meira
 • Þórður Ásmundsson
  Framkvæmdastjóraskipti hjá ON

  Þórður Ásmundsson hefur verið ráðinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar til bráðabirgða eftir að stjórn fyrirtækisins ákvað á fundi um miðjan dag í gær að binda enda á ráðningu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Hann hefur látið af störfum. 

  Lesa meira
 • Fulltrúar ON, N1 og Þórdís Sif á Ísafirði
  Fyrsta hraðhleðsla ON á Vestfjörðum

  Það var rafbílseigandinn og bæjarritarinn Þórdís Sif Sigurðardóttir sem fékk sér í dag fyrstu hleðsluna úr hlöðu sem Orka náttúrunnar hefur reist á þjónustustöð N1 á Ísafirði. Hraðhleðslan í hlöðunni er sú fyrsta sem ON reisir á Vestfjörðum og fagnar Þórdís þessu skrefi í að styðja við fjölgun rafbíla í landinu og þar með nýtingu á hreinni orkugjafa í samgöngum.

  Lesa meira
 • ON-hlöður-uppfærðar
  Uppfærðar hlöður ON – betri þjónusta

  Við höfum nú uppfært tvær af eldri hlöðum okkar, á Akranesi og Fitjum í Reykjanesbæ. Á báða staði eru nú komnar nýjar hraðhleðslur. Þær eru með CCS og CHAdeMO hraðhleðslutengjum auk Type 2 tengis, sem nota má um leið og aðra hvora hraðhleðsluna. Nýju hleðslurnar eru af gerðinni ABB sem reynst hafa stöðugri og traustari í rekstri en eldri gerð.

  Lesa meira
 • Skýlið í Suðurfelli
  Skýli við hraðhleðslur ON

  Orka náttúrunnar hefur framleitt skýli í samvinnu við Merkingu sem sett verða upp á næstunni við hraðhleðslur ON hringinn í kringum landið. Markmiðið með skýlunum er að bæta aðstöðu viðskiptavina, verja þá og hleðsluna fyrir veðri og vindum sem og auðvelda starfsmönnum sem sinna hefðbundnu viðhaldi.

  Lesa meira
 • Inni í tilraunastöð Algaennovation við Hellisheiðarvirkjun
  Samið um smáþörungarækt í Jarðhitagarði ON

  ON hefur samið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta. Það voru Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, og Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation, sem undirrituðu samninginn í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Við undirskriftina voru einnig Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri Algaennovation Iceland, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Erna Björnsdóttir frá fjárfestingasviði Íslandsstofu.

  Lesa meira
 • Opnun Hlöðu á Húsavík
  Húsvíkingar fá hraðhleðslu

  ON hefur tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla á lóð Orkunnar á Húsavík. Það var Árni Sigurbjarnarson, einn af stofnendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, sem fyrstur hlóð rafbíl í nýju hlöðunni, forláta Teslu. Hraðhleðslan mun auðvelda Árna að hlaða í heimabyggð en næstu hlöður ON eru á Akureyri og Mývatni.

  Lesa meira
 • Hlöður teknar í notkun á Landakoti og Kleppi

  Settar hafa verið upp ON hleðslur fyrir rafbíla á tveimur starfsstöðvum Landspítala; á Landakoti og Kleppi. Um er að ræða tilraunaverkefni með Landspítala og er það hluti af umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum hans.

  Lesa meira
 • Undirritun - Sæmundur, Bjarni, Jóhann og Baldur
  Orka náttúrunnar og Deilir semja um viðhald stórra vélarhluta

  Aukin þekking og sparnaður með viðgerðum innanlands Orka náttúrunnar hefur samið við Deili ehf. um viðhald á aflvélum jarðgufuvirkjana ON. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu en útboðið var afrakstur þróunarverkefnis sem hefur í senn lækkað kostnað ON vegna viðhaldsins og dregið úr áhættu sem fylgdi því að senda stóra vélarhluti til útlanda til viðhalds. Rammasamningur til fjögurra ára Útboðið var í tvennu lagi; viðhald á hverfilhjólum og leiðiskóflum í gufuaflvélum og svo vinna vélvirkja og fleiri að viðhaldi aflvélanna. Deilir átti hagstæðustu tilboð í báða þætti. Þar voru þeir Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON og Jóhann Jónasson stjórnarformaður Deilis sem undirrituðu samninginn í Hellisheiðarvirkjun að viðstöddu starfsfólki fyrirtækjanna. Samningurinn er til fjögurra ára og hann má framlengja. Þróunarverkefni eftir hrun Þegar kreppti að í rekstri eftir hrun, ákvað Orka náttúrunnar að kanna möguleika þess að flytja viðhald stórra vélarhluta í aflvélum Hellisheiðarvirkjunar og Nesjavallavirkjunar inn í landið. Þá hafði tíðkast um áratugaskeið að hverfilshjólin voru send úr landi til hefðbundins viðhalds. Viðhaldið felst einkum í að laga slit í hverfilshjólum og öðrum aflvélaghlutum. Þetta var kostnaðarsamt auk þess sem flutningur vélarhlutananna um langa vegu skapaði áhættu á hnjaski eða töfum í flutningum. Árið 2013 hófst í Hellisheiðarvirkjun þróunarverkefni að flytja þetta mikilvæga reglubundna viðhald til landsins. Keyptur var búnaður og byggð upp þekking. Tilraunin gaf góða raun. Kostnaður við viðhaldið dróst saman, ekki þurfti að greiða fyrir það með erlendum gjaldeyri og reynsla ON er sú að viðgerðir síðustu missera endast betur en þær fyrri. Ávinningurinn var því margþættur. Árangurinn nýtist jarðvarmageiranum í heild Þegar þessi góði árangur þróunarverkefnisins lá fyrir, var ákveðið að bjóða viðhaldsvinnuna út á nýjum forsendum. Samningur Deilis og ON er niðurstaða þess útboðs og ON gerir sér góðar vonir um að  með honum festist hagkvæmnin í sessi og þessi nýja þekking verði jarðvarmanýtingu hér á landi til framdráttar.

  Lesa meira
 • Frá skemmtidegi sumarstarfsfólks
  Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

  Hinn árlegi fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldinn í júní. Þar hittist sumarfólkið okkar og átti saman saman góða stund. Fyrir hádegi var dagskrá fræðsluerinda þar sem fólk fræddist um sögu Orkuveitusamstæðunnar, CarbFix verkefnið og bindingu koltvísýrings í jörðu, áherslur samstæðunnar til að fjölga iðn- og tæknimenntuðu fólki ásamt því að rætt var um þjónustustefnu samstæðunnar og hvaða leiðum er beitt við að ná til viðskiptavina okkar. Dagskránni lauk með áhugaverðu erindi um #metoo og aðgerðir OR samstæðunnar í kjölfar þess. Eftir hádegi lét sumarstarfsfólkið rigninguna ekki á sig fá heldur skundaði í Hljómskálagarðinn og lét reyna á samvinnuhæfni, lipurð og gleði undir styrkri stjórn skátanna.

  Lesa meira
 • hellisheidarvirkjun
  Góð niðurstaða sjálfbærnimats á rekstri Hellisheiðarvirkjunar

  „Hellisheiðarvirkjun hefur lítil neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag og mikilvæg jákvæð félagsleg og hagræn áhrif, einkum með vinnslu á hreinni og ódýrri raforku og heitu vatni til að mæta þörfinni á Höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta er ein meginniðurstaða úttektar á sjálfbærni í núverandi rekstri Hellisheiðarvirkjunar sem gerð var í upphafi ársins. Þó leiðir matið í ljós frávik frá fyrirmyndarframmistöðu sem Orka náttúrunnar er að ráða bót á.

  Lesa meira
 • Orkan og ON Vetnisstöd
  Þrjár Orkur taka höndum saman í orkuskiptunum

  Í dag opnaði Orkan tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar. Önnur stöðin er staðsett að Vesturlandsvegi, Reykjavík, og hin að Fitjum, Reykjanesbæ. Þriðja stöðin verður opnuð um næstu áramót. ON mun framleiða það vetni sem Orkan mun selja, við jarðvarmavirkjun sína á Hellisheiði.

  Lesa meira
 • Verðlaunafhending í hugmyndasamkeppni um varmaorku
  Lón á svörtum sandi fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

  Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson, fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Það voru Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu að hugmyndasamkeppninni. Úrslitin voru kunngerð nýlega við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi og kom það í hlut Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ráðherra atvinnu-, nýsköpunar- og ferðamála að afhenda verðlaunin.

  Lesa meira
 • Þröstur og Áslaug Thelma
  Fyrsta hlaðan á Snæfellsnesi opnuð

  Það var Sandarinn Þröstur Kristófersson sem fékk sér fyrstu hleðsluna úr nýrri hraðhleðslu ON í Ólafsvík. Hlaðan stendur við þjónustustöð Orkunnar og er fyrsta hlaða ON á Snæfellsnesi og fyrsta hraðhleðslan á Nesinu.

  Lesa meira
 • ON-og-N1-á-Króknum
  ON opnar 31. hlöðuna hjá N1 á Sauðárkróki

  ON og N1 hafa tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.

  Lesa meira
 • Bjarni Már Júlíusson
  Hlöður og snjallvæðingin

  Undanfarin fjögur ár hefur ON byggt upp hlöður á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið. Lærdómurinn af þessari vegferð hefur kennt okkur að hleðsla fyrir rafbíla snýst um miklu meira en rafmagn, þessu fylgir mikil snjallvæðing sem hjálpar til við að byggja upp hagkvæmt og notendavænt umhverfi til að taka vel á móti ört vaxandi fjölda rafbíla hér á landi.

  Lesa meira
 • Frá undirritun samnings ON og Landspítala
  ON og Landspítali semja um hlöður

  ON hefur gert samning við Landspítala um uppsetningu og rekstur á hlöðum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans; við Hringbraut, í Fossvogi, við Landakot og á Kleppi.

  Lesa meira
 • Undirritun ON og BÁ
  Samstarf um brunavarnir

  ON og Brunavarnir Árnessýslu hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um reglubundnar brunavarnaæfingar í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum. Mikilvægi samstarfsins sýndi sig vel þegar upp kom eldur í Hellisheiðarvirkjun í vetur og samningurinn eflir líka almennar brunavarnir í nærsamfélagi virkjananna.

  Lesa meira
 • Stefán Fannar Stefánsson
  Stefán Fannar til liðs við ON

  Stefán Fannar Stefánsson hefur tekið til starfa sem sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða ON. Fyrirtækjamarkaður ber ábyrgð á rafmagnssölu, þjónustu og ráðgjöf við þau fjölmörgu fyrirtæki um land allt sem eru í viðskiptum við ON.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Gasleki líkleg orsök elds í Hellisheiðarvirkjun í janúar

  Niðurstöður rannsóknar á upptökum elds sem upp kom í loftinntaksrými í Hellisheiðarvirkjun í vetur liggja nú fyrir. Líklegast er að kviknað hafi í út frá eldfimu jarðhitagasi sem lekið hafði úr gaslögn og neisti, mögulega vegna stöðurafmagns, komið brunanum af stað.

  Lesa meira
 • metoo
  #metoo vinnustofur

  Í apríl eru haldnar #metoo vinnustofur þar sem allt starfsfólk OR samstæðunnar hittist og ræðir opinskátt um viðfangsefnið; hvernig viljum við hafa þetta og hverju þurfum við að breyta?

  Lesa meira
 • Nýja hraðhleðslan á Bæjarhálsi afhjúpuð
  Aðgengi fatlaðra að hlöðum ON eflt

  Við vinnum að því að tryggja gott aðgengi hreyfihamlaðra að hlöðunum okkar, sem nú eru 31 talsins, hringinn í kringum landið. Í dag var tekin í notkun ný hraðhleðsla í hlöðunni við Bæjarháls 1, þar sem ON er til húsa. Þar reis fyrsta hlaða ON vorið 2014 og var hún ein þeirra þar sem aðgengi var ófullnægjandi.

  Lesa meira
 • Borhola við Hverahlíð
  Ný aflmikil borhola í Hverahlíð

  Borun á nýrri vinnsluholu í Hverahlíð er nú lokið og verið er að prófa hana. Holan lofar góðu og verður hún nýtt til rafmagnsvinnslu og heitavatnsframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun.

  Lesa meira
 • Frá opnun ON hlöðu við Mývatn
  Hringvegurinn opinn rafbílaeigendum

  Hátíðarstemning var í kalsaveðri við Mývatn í dag þegar ON tók þar í notkun hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla. Með þessu hefur ON varðað allan hringveginn hlöðum. Friðrik Jakobsson sem starfar við ferðaþjónustu í Mývatnssveit fékk sér fyrstu hleðsluna í dag að viðstöddum Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra og Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON.

  Lesa meira
 • ON hlaða í Nesjahverfi
  Hlaða komin í Hornafjörð

  Í gær tók ON í notkun hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Nesjum við Hornafjörð. Með þessu er enn eitt skrefið stigið til að opna hringveginn rafbílaeigendum. Það markmið mun nást fyrir páska og er Reykjahlíð við Mývatn næst á dagskrá. Hlaðan í Hornafirði er við Hótel Jökul í þéttbýliskjarnanum í Nesjum, sem stendur við hringveginn.

  Lesa meira
 • Hlaða í Þorlákshöfn
  Ný hlaða í Þorlákshöfn

  Orka náttúrunnar (ON) hefur reist hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Þorlákshöfn. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri í Ölfusi tók hana formlega í notkun í dag og hlóð rafbíl sem sveitarfélagið nýtir í þágu félagsþjónustunnar. Hlöður ON með hraðhleðslum eru orðnar 28 talsins og verður allur hringvegurinn opinn fyrir páska.

  Lesa meira
 • Undirritun-ADC-og-ON
  ON og Advania Data Centers semja um rafmagnskaup

  ON og Advania Data Centers hafa samið um sölu á 15 megavöttum vegna stækkunar gagnavers félagsins í Reykjanesbæ. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir samninginn vera mikilvægan fyrir ON þar sem fyrirtækið fái hærra verð fyrir raforkuna en áður og frá grænni starfsemi.

  Lesa meira
 • Framadagar
  Framtíðin á Framadögum

  Á Framadögum 2018, sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík á dögunum, gafst háskólanemum tækifæri á að kynna sér framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Við hjá ON vorum á staðnum, ásamt öðrum fyrirtækjum OR samstæðunnar, og sýndum áhugasömum nemum vinnustaðinn okkar í sýndarveruleika.

  Lesa meira
 • Minni-Borg
  ON í uppsveitir Suðurlands og appið endurbætt

  Tuttugasta og sjöunda hlaða Orku náttúrunnar fyrir rafbílaeigendur er komin í gagnið. Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps hlóð fyrsta rafbílinn í nýrri hlöðu við Minni-Borg nú í vikunni. Smáforrit ON – ON Hleðsla – hefur verið uppfært og þjónar rafbílaeigendum nú enn betur en áður.

  Lesa meira
 • ON-lykillinn
  Sala á þjónustu í hlöðum ON hefst á morgun

  Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan seld frá morgundeginum. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.

  Lesa meira
 • Stöðvarfjörður
  Hlöðum fjölgar á Austurlandi

  Stöðvarfjörður hefur nú bæst í hóp staða á landinu þar sem hraðhleðslu fyrir rafbílaeigendur er að finna. Þá eru hlöður okkar orðnar 26 talsins. Axel Rúnar Eyþórsson, starfsmaður Orku náttúrunnar og Stefán Sigurðsson, rafbílaeigandi opnuðu hlöðuna.

  Lesa meira
 • Kynbundinn launamunur

  Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR og dótturfélögunum mælist nú 0,29% konum í hag. Mælingin, sem byggð er á launagreiðslum fyrir desembermánuð, er önnur mælingin sem sýnir muninn á þennan veg. Í nóvember var munurinn í fyrsta sinn konum í vil og mældist þá 0,20%.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Lítið tjón á stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar

  Tjón vegna elds sem upp kom í Hellisheiðarvirkjun á föstudag er að mestu bundið við inntaksrými loftræsibúnaðar. Öflug brunahólfun kom í veg fyrir að eldur bærist í loftræsibúnaðinn sjálfan í aðliggjandi rými. Inntaksrýmið er gróft og fátt búnaðar þar inni.  Þannig er gólf rýmisins hellulagt. Beðið verður eftir betri tíð með viðgerð á þaki rýmisins, hugsanlega fram á vor. Þá þarf að kanna hvort eldurinn hefur haft áhrif á burð þakbita.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Slökkvistarfi lokið á Hellisheiði

  Betur fór en á horfðist eftir að eldur kom upp í loftræsibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Slökkvistarfi er lokið en Brunavarnir Árnessýslu verða með vakt í nótt. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og að sá búnaður sem sló út eða slökkt var á í dag skili fullum afköstum um eða eftir helgi. Jarðhitasýning Orku náttúrunnar, sem starfrækt er í virkjuninni, verður þó lokuð fram á mánudag, að minnsta kosti.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Eldur í Hellisheiðarvirkjun - Uppfært kl. 14:50

  Búið er að slökkva eld sem kviknaði í loftræsibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi. Reykkafarar eru að leita að glóðum sem kunna að leynast milli þilja. Tjón á framleiðslubúnaði virkjunarinnar virðist ekki verulegt en verið er kanna ástand húsnæðisins. Engan sakaði og virðast reglulegar æfingar starfsfólks með Brunavörnum Árnessýslu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa skilað sér í markvissum viðbrögðum.

  Lesa meira
 • Hveragerði
  Ný hlaða í Hveragerði

  Orka náttúrunnar tók í dag í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.

  Lesa meira
 • Hlaða ON á Egilsstöðum
  Austurland opnast rafbílaeigendum

  Í dag tók Orka náttúrunnar í notkun tvær hlöður fyrir rafbílaeigendur, á Egilsstöðum og í Freysnesi í Öræfum. Hlaðan á Egilsstöðum er við þjónustustöð N1, sem er miðsvæðis í bænum og liggur vel við samgöngum í landshlutanum. Báðar hlöðurnar eru búnar hraðhleðslum sem geta þjónað flestum gerðum rafbíla auk hefðbundinna hleðsla.

  Lesa meira
 • Steinunn og Sigurður
  Orka náttúrunnar opnar hlöðu við Jökulsárlón

  Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Aðstandendur verkefnisins segja það mikils virði að geta opnað á þessum stað, í þessari fallegu náttúru svo fólk geti keyrt um á orku náttúrunnar og þannig stuðlað að orkuskiptum í samgöngum.

  Lesa meira
 • Djúpivogur
  Fyrsta hleðslan á Djúpavogi

  Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi hlóð bílinn sinn á Djúpavogi miðvikudaginn 13. desember þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun. Hlaðan er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundinni hleðslu. Fyrir jól mun ON bæta við hlöðum sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum.

  Lesa meira
 • Hleðslustöðvar kort - web.jpg
  Fjórar nýjar hlöður, sala hefst 1. febrúar

  Á næstu dögum opnar Orka náttúrunnar (ON) fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Ákveðið hefur verið að verðið fyrir hraðhleðslu verði 39 krónur á mínútuna. Það þýðir að algeng not af hraðhleðslu kostar fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018.

  Lesa meira
 • Borholuhús
  Vetrarstillur juku styrk brennisteinsvetnis í byggð

  Föstudaginn 8. desember fór sólarhringsmeðaltal brennisteinsvetnis yfir umhverfismörk í Hveragerði. Mörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra að jafnaði í sólarhring. Mælt er meðaltal undangenginna 24 klukkustunda og var það gildi yfir 50 míkrógrömmum í 16 klukkustundir. Hæsta 24-stunda meðaltalið var 59,3 míkrógrömm í rúmmetra.

  Lesa meira
 • Ný hraðhleðsla í Borgarnesi
  Ný hraðhleðsla í Borgarnesi

  Búið er bæta við hraðhleðslu í Borgarnesi og þannig fjölgað hleðslumöguleikum rafbílaeiganda á þessum fjölfarna stað. Nýja hraðhleðslan er við þjóðveginn á planinu hjá N1.

  Lesa meira
 • Jarðhitasýning
  Fjör á jarðhitasýningu ON

  Það var fjör á kraftmiklum fjölskyldudegi á laugardaginn þegar Sirkus Íslands mætti á jarhitasýninguna á Hellisheiði. Gestir og gangandi og ekki síst börnin skemmtu sér konunglega. 

  Lesa meira
 • Zipcar
  ON í samstarf við Zipcar

  Deilibílaþjónustan Zipcar er komin til landsins og hefur samið við ON til að stuðla að því að rafbílar verði nýttir í þjónustuna.

  Lesa meira
 • Opnun Hlöðu á Hvolsvelli
  ON og N1 opna hlöðu fyrir rafbíla á Hvolsvelli

  Föstudaginn 15. september opnaði Orka náttúrunnar hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Næstu hlöður ON verða á þjónustustöðvum N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Frá því ON tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast.

  Lesa meira
 • Hellisheiðarvirkjun
  Sundkútar teknir úr notkun

  Teknir verða úr notkun sundkútar sem Orka náttúrunnar (ON) gaf sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ábendingar sem fyrirtækinu barst í morgun um að kútur hefði rifnað við notkun.

  Lesa meira
 • hellisheidarvirkjun
  Upprunavottað rafmagn frá Orku náttúrunnar

  Orka náttúrunnar hefur ákveðið að upprunaábyrgðir fylgi allri raforkusölu fyrirtækisins á almennum markaði frá síðustu áramótum. Jafnframt mun fyrirtækið verja öllum tekjum af sölu upprunaábyrgða vegna raforkusölu til stórnotenda til verkefna fyrirtækisins sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofts.

  Lesa meira
 • Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON og Sigurður Sigurðsson forstjóri Jarðborana
  Boranir með rafmagni spara meira en milljón lítra af olíu

  ON og Jarðboranir hafa samið um borun sjö holna á Hengilssvæðinu á næstu árum. Gert ráð fyrir að allt að þrjár holur geti bæst við. Rafmagn frá virkjunum ON verður nýtt til borananna og við það sparast brennsla á meira milljón lítrum af olíu miðað við hefðbundnar aðferðir. Það voru þeir Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON og Sigurður Sigurðsson forstjóri Jarðborana sem skrifuðu undir verksamninginn í Hellisheiðarvirkjun. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu nú í vetur og áttu Jarðboranir lægsta tilboð í holurnar sjö eða 2,6 milljarða króna. Fyrsta borunin sem samningurinn nær til verður í sumar.

  Lesa meira
 • Andakílsárvirkjun
  Viðmið í rekstri Andakílsárvirkjunar

  Orka náttúrunnar rekur Andakílsársvirkjun samkvæmt áætlunum sem unnar voru í samstarfi við heimafólk í Andakíl og Skorradal. Þær miða að því að draga úr umhverfisáhrifum virkjanarekstursins og leita jafnvægis milli hagsmuna fólks við vatnið, veiðiréttarhafa í ánni og virkjunarrekstursins. Skýrslur um það hvernig hefur tekist til við að halda hæð Skorradalsvatns innan marka samkomulagsins við hagsmunaaðilana eru opinberar og öllum aðgengilegar á netinu.

  Lesa meira
 • Andakíll
  Ráðlagt að skola seti úr farvegi Andakílsár

  Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar í veiðimálum telja ráðlegt að reyna að hreinsa eða skola set úr farvegi Andakílsár til að draga úr alvarlegum áhrifum þess þegar mikill aur barst úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar niður í farveg árinnar. Þau mistök voru gerð að vakta ekki rennsli úr inntakslóni eftir að botnrás í stíflu var opnuð í síðustu viku. Áhrif þessa á lífríki árinnar eru veruleg.

  Lesa meira
 • Andakíll
  Rannsóknir í Andakílsá

  Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar í veiðimálum eru nú staddir við Andakílsá til að meta hvort set sem barst í ána úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar hafi haft áhrif á lífríkið í ánni. Niðurstöðu þeirra er að vænta á næstu dögum og ráðlegginga um skynsamleg viðbrögð við aurburðinum.

  Lesa meira
 • Trausti
  Trausti tekur við virkjanarekstri ON

  Trausti Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs ON. Trausti kemur með 10 ára reynslu úr danska orkufyrirtækinu Dong Energy sem meðal annars er brautryðjandi innan vindorkubransans á alþjóðavettvangi.

  Lesa meira
 • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, Magnea Magnúsdóttir Umhverfis- og landgræðslustjóri ON og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir verkefnastjóri hjá umhverfis- og landgræðslumálum ON
  Magnea hjá ON fær umhverfisverðlaun Ölfuss 2017

  Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fær Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendaverkefni við uppgræðslu á Hellisheiði. Hún tók við verðlaununum á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, úr hendi Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra.

  Lesa meira
 • Hlaða-ON-web.jpg
  ON og N1 reisa hlöður við hringveginn

  Orka náttúrunnar og N1 ætla í sameiningu að reisa hlöður fyrir rafbíla meðfram helstu þjóðvegum landsins. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa skrifað undir samkomulag um að hlöður ON rísi á afgreiðslustöðvum N1 víðsvegar um land.

  Lesa meira
 • ON lokar hringnum

  ON hyggst meira en tvöfalda fjölda hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla og velja nýjum stöðvum stað þannig að hringnum um Ísland verði lokað og hægt verði að fara allan hringveginn á rafmagnsbíl. ON mun líka setja upp hefðbundnar hleðslustöðvar meðal annars þar sem hraðhleðslustöðvar eru fyrir. Fyrirtækið fékk hæsta styrk sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitti til verkefna af þessu tagi nú laust fyrir áramót.

  Lesa meira
 • Norðurljós-web.jpg
  Auglýst eftir framkvæmdastjóra

  Orka náttúrunnar hefur auglýst eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Leitað er að reyndum stjórnanda og leiðtoga sem hefur eldmóð og áhuga á að leiða spennandi fyrirtæki inn í nýja tíma.

  Lesa meira
 • Hildigunnur mynd 2015-2.jpg
  Framkvæmdastjóraskipti hjá ON

  Hildigunnur H. Thorsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir að Páll Erland sagði starfi sínu lausu. Páll verður fyrirtækinu innan handar næstu mánuði.

  Lesa meira
 • Vegna skjálftahrinu við Húsmúla - uppfært 20. september

  Yfirferð jarðvísindafólks Veðurstofu Íslands á gögnum um skjálftahrinuna við Húsmúla síðustu daga gefur til kynna að hún tengist niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun. Þótt niðurdæling sé stöðug og jöfn þá kunni spennubreytingar sem orðið hafi í jarðskorpunni á svæðinu að hafa breytt áhrifum niðurdælingarinnar.

  Lesa meira
 • Tilraunin gengið vel

  Tveggja ára tilraunaverkefni Orku náttúrunnar í rekstri hraðhleðslustöðva fer að ljúka. Verkefnið hefur gengið vel og hefur verið ákveðið að halda áfram að bjóða upp á þessa þjónustu. Á tilraunatímanum hefur ekki verið rukkað fyrir þjónustuna en það breytist á næsta ári.

  Lesa meira
 • mosi-web-4.jpg
  Mosinn tekinn úr frysti

  Þegar framkvæmdir hófust við Hverahlíðarlögn haustið 2014 fengum við duglegt fólk úr björgunarsveitum til að hjálpa okkur að safna mosanum ofan af lagnarstæðinu.

  Lesa meira
 • Pálmar
  Samspil heitavatns- og raforkuframleiðslu

  Á dögunum varði Pálmar Sigurðsson mastersverkefni sitt við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið, sem ber heitið „Exploiting Seasonal Surplus Energy from Geothermal utilization for elelctrical power production“, fjallar um samspil milli heitavatnsframleiðslu og raforkuframleiðslu og möguleika til bættrar orkunýtingar umframvarma í jarðhitavirkjunum.

  Lesa meira
 • Hraðhleðsla opnuð á Akureyri
  ON opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri

  Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar frá ON hafa nú verið teknar í notkun á Akureyri. Hraðhleðslustöðvar eru nú orðnar tólf talsins og eru víða um land. Vistorka er samstarfsaðili ON í verkefninu og að því koma einnig verslunarmiðstöðin Glerártorg, Akureyrarbær og Menningarfélagið Hof.

  Lesa meira
 • Hjól náttúrunnar
  Starfsfólk ON fær rafmagnshjól til afnota

  Starfsmenn Orku náttúrunnar (ON) geta nú fengið lánuð rafknúið reiðhjól til eigin nota. Tíu rafmagnshjól verða í boði í sumar fyrir starfsmenn sem geta bókað þau í eina viku í senn án endurgjalds. Fyrirtækið mun festa kaup á fimm rafmagnshjólum í kjölfarið.

  Lesa meira
 • Jeppi í snjó á Hellisheiði
  Hnitaskrá af gufulögnum á Hellisheiði

  ON hefur nú gefið út hnitaskrá fyrir GPS-tæki af öllum gufu- og heitavatnslögnum á Hengilssvæðinu. Þetta er gert til að efla öryggi útivistarfólks, einkum þeirra sem ferðast um heiðina á vélsleðum eða jeppum að vetrarlagi. Hægt er sækja skrána hér að neðan.

  Lesa meira
 • geislun-i-daglegu-lifi
  Niðurstöður geislamælinga liggja fyrir

  Eins og fram hefur komið hafa Geislavarnir ríkisins unnið að mati á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi, meðal annars á Nesjavöllum og Hellisheiði.

  Lesa meira
 • Vindmyllur Biokraft í Þykkvabæ
  Rokið reynist vel

  Nú hafa vindmyllur Biokraft í Þykkvabæ snúist í heilt ár með frábærum árangri. Á tímabilinu október 2014 - september 2015 framleiddu vindmyllurnar 4.425 MWh. af rafmagni. Meðalnýtingin er 42,1% en til samanburðar er meðalnýting á heimsvísu á bilinu 28-30%.

  Lesa meira
 • Undirskrift Silicor
  Hærra raforkuverð og dregið úr áhættu

  Fulltrúar ON og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans.

  Lesa meira
 • Royale kynnir sér íslensku umskiptin

  Nokkrum dögum eftir að hafa fengið nýja orkustefnu samþykkta í franska þinginu, kynnti Ségolène Royale, orku- og umhverfisráðherra Frakka, sér umskiptin sem orðið hafa í orkumálum hér á landi.

  Lesa meira
 • Ari Grétar Björnsson og Lilja Petra Líndal Aradóttir opna stöðina formlega fyrir okkur
  Tíunda hraðhleðslustöðin opnuð á Akranesi

  „Það er snilld að eiga rafmagnsbíl“ segir Jóhanna Líndal Jónsdóttir um rafbílinn sinn en hún og Ari Grétar Björnsson maðurinn hennar voru fyrst til að sækja sér hleðslu í nýja hraðhleðslustöð sem ON hefur sett upp í samstarfi við Akraneskaupstað og Krónuna við Dalbraut 1 á Akranesi. Stöðin er sú tíunda sem ON setur upp.

  Lesa meira
 • Orka kvenna
  Orka kvenna

  ON, Orkuveita Reyjavíkur og Gagnaveita Reykjavíkur blása til ljósmyndasamkeppni á Instagram fyrir ungt fólk til að heiðra 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

  Lesa meira
 • Bjarni Már heldur erindi á jarðhitaráðstefnu
  Brennisteinsvetni veitt niður í jarðlög

  Bjarni Már Júlíusson, forstöðumaður tækniþróunar ON, hélt í dag erindi á World Geothermal Congress ráðstefnunni þar sem hann fór yfir árangurinn sem náðst hefur í glímunni við útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun.

  Lesa meira
 • Ný stjórn ON

  Á aðalfundi Orku náttúrunnar, sem haldinn var í dag, var kjörin ný stjórn fyrir félagið og tók Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, við stjórnarformennsku.

  Lesa meira
 • Ljósin í myrkrinu

  Hér er stutt og laggott myndband sem við tókum upp á Vetrarhátíð og sýnir m.a. Reykjavík í skammdeginu og upplýsta Hallgrímskirkju að kvöldlagi.

  Lesa meira
 • Viltu vera ON í sumar?

  Laus eru til umsóknar sumarstörf í landgræðslu við Hellisheiðarvirkjun ásamt sérverkefni fyrir háskólanema á viðskipta- og tæknisviðum.

  Lesa meira
 • ON leitar að sérfræðing í orkumiðlun

  Orka náttúrunnar óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í fjölbreytt og krefjandi starf við orkumiðlun. Leitað er að einstaklingi sem hefur góða greiningarhæfni, er talnaglöggur, nákvæmur og skipulagður í störfum sínum.

  Lesa meira