Frétt
·
Jan 19, 2026
Sterkir innviðir forsenda verðmætasköpunar í orkugeiranum
Sterkir innviðir forsenda verðmætasköpunar í orkugeiranum



Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, tók þátt í pallborðsumræðum á árlegum nýársfundi Orkuklasans sem haldinn var í síðustu viku í Hörpu. Fundurinn var vel sóttur og fjallaði um stöðu orkugeirans, framtíðarsýn og þau tækifæri sem felast í aukinni samvinnu, nýsköpun og verðmætasköpun.
Pallborðsumræðurnar fóru fram undir yfirskriftinni Aukin samvinna – Aukin verðmæti – Aukinn ávinningur. Þar kom skýrt fram að fjárfestingar og uppbygging í orkugeiranum þurfi að byggja á heildstæðu mati og að horfa þurfi sérstaklega til áfallaþols orkukerfisins og stöðu innviða til lengri tíma auk markaðs- og tækniforsenda.
Árni Hrannar lagði áherslu á að fyrirtæki í greininni stígi enn sterkar inn í rannsóknir og nýsköpun, það sé forsenda framfara. „Til að nýta auðlindir okkar betur og tryggja sjálfbæra þróun til framtíðar þurfum við að byggja ákvarðanir á traustri þekkingu, sterkum innviðum og góðu áfallaþoli. Þar spilar nýsköpun og rannsóknarstarf lykilhlutverk,“ sagði Árni Hrannar.
Vannýtt tækifæri til að skapa útflutningstekjur
Þá kom fram að Ísland hefði einstaka stöðu þegar kemur að þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, en að tækifæri væru vannýtt þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti úr þeirri þekkingu. Með markvissum stuðningi við rannsóknir, þróun nýrra lausna og aukinni skráningu einkaleyfa mætti styrkja samkeppnishæfni greinarinnar og nýta íslenska jarðhitaþekkingu á erlendum mörkuðum.
Auk Árna Hrannars sátu í pallborðinu Signý Sif Sigurðardóttir frá Íslandssjóðum, María S. Guðjónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík og Sigurður Atli Jónsson frá Arctic Europe. Stjórnandi umræðnanna var dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG.
Fram kom í máli Maríu í pallborðsumræðunum að fjárfestingar í grunnrannsóknum væru lykilatriði til að finna nýjar lausnir við þeim áskorunum sem orkugeirinn stendur frammi fyrir, jafnvel þótt ekki allar lausnir leiði strax til söluhæfra afurða. Það er einmitt það sem unnið er að hjá ON með fyrirhuguðu nýsköpunarmiðstöðina Glóð en fyrsta verkefnið þangað inn verður rannsóknaraðstaðan Geolab sem er samstarfsverkefni ON, Maríu Sigríðar, HR og HÍ.
Sameining í orkumálum
Á fundi Orkuklasans kom einnig fram að ákveðið hafi verið að sameina Orkuklasann og Georg, rannsóknarklasa í jarðhita. Mun Árni Hrannar sitja í nýrri stjórn en þessi nýi sameiginlegi vettvangur tekur til starfa undir nýju nafni á vormánuðum. Einnig er til umræðu að Íslensk NýOrka sameinist þessum nýja vettvangi.

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, tók þátt í pallborðsumræðum á árlegum nýársfundi Orkuklasans sem haldinn var í síðustu viku í Hörpu. Fundurinn var vel sóttur og fjallaði um stöðu orkugeirans, framtíðarsýn og þau tækifæri sem felast í aukinni samvinnu, nýsköpun og verðmætasköpun.
Pallborðsumræðurnar fóru fram undir yfirskriftinni Aukin samvinna – Aukin verðmæti – Aukinn ávinningur. Þar kom skýrt fram að fjárfestingar og uppbygging í orkugeiranum þurfi að byggja á heildstæðu mati og að horfa þurfi sérstaklega til áfallaþols orkukerfisins og stöðu innviða til lengri tíma auk markaðs- og tækniforsenda.
Árni Hrannar lagði áherslu á að fyrirtæki í greininni stígi enn sterkar inn í rannsóknir og nýsköpun, það sé forsenda framfara. „Til að nýta auðlindir okkar betur og tryggja sjálfbæra þróun til framtíðar þurfum við að byggja ákvarðanir á traustri þekkingu, sterkum innviðum og góðu áfallaþoli. Þar spilar nýsköpun og rannsóknarstarf lykilhlutverk,“ sagði Árni Hrannar.
Vannýtt tækifæri til að skapa útflutningstekjur
Þá kom fram að Ísland hefði einstaka stöðu þegar kemur að þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, en að tækifæri væru vannýtt þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti úr þeirri þekkingu. Með markvissum stuðningi við rannsóknir, þróun nýrra lausna og aukinni skráningu einkaleyfa mætti styrkja samkeppnishæfni greinarinnar og nýta íslenska jarðhitaþekkingu á erlendum mörkuðum.
Auk Árna Hrannars sátu í pallborðinu Signý Sif Sigurðardóttir frá Íslandssjóðum, María S. Guðjónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík og Sigurður Atli Jónsson frá Arctic Europe. Stjórnandi umræðnanna var dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG.
Fram kom í máli Maríu í pallborðsumræðunum að fjárfestingar í grunnrannsóknum væru lykilatriði til að finna nýjar lausnir við þeim áskorunum sem orkugeirinn stendur frammi fyrir, jafnvel þótt ekki allar lausnir leiði strax til söluhæfra afurða. Það er einmitt það sem unnið er að hjá ON með fyrirhuguðu nýsköpunarmiðstöðina Glóð en fyrsta verkefnið þangað inn verður rannsóknaraðstaðan Geolab sem er samstarfsverkefni ON, Maríu Sigríðar, HR og HÍ.
Sameining í orkumálum
Á fundi Orkuklasans kom einnig fram að ákveðið hafi verið að sameina Orkuklasann og Georg, rannsóknarklasa í jarðhita. Mun Árni Hrannar sitja í nýrri stjórn en þessi nýi sameiginlegi vettvangur tekur til starfa undir nýju nafni á vormánuðum. Einnig er til umræðu að Íslensk NýOrka sameinist þessum nýja vettvangi.

Fréttir

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

