Lærdómur við skrifborðLærdómur við skrifborð

Reikningar fyrir rafmagnsnotkun

Þú getur losnað við tilkynningar- og greiðslugjald með því að velja að greiða rafmagnsreikninginn þinn með greiðslukorti. Á mínum síðum getur þú skoðað reikningana og breytt greiðslumáta.

Algengar spurningar og svör

Af hverju fæ ég reikning frá Orku náttúrunnar?

Orka náttúrunnar gefur út reikning fyrir rafmagnsnotkun.

Það koma alltaf tveir reikningar fyrir rafmagni. Annar reikningurinn er fyrir rafmagnsnotkun frá söluaðila rafmagns (líkt og ON). Hinn er fyrir rafmagnsdreifingu frá dreifiveitu rafmagns.

Orka náttúrunnar framleiðir og selur umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og faratæki.

Af hverju er greitt fyrir rafmagnsnotkun annars vegar og dreifingu hins vegar?

Frá árinu 2006 var öllum frjálst að velja sér raforkusala fyrir rafmagnsnotkun. Hins vegar er dreifing raforku á sérleyfi sem þýðir að notendur eru í viðskiptum við þá dreifiveitu sem tilheyrir þeirra sveitarfélagi.

Það koma alltaf tveir reikningar fyrir rafmagni, annar reikningurinn er fyrir rafmagnsnotkun frá söluaðila rafmagns og hinn er fyrir rafmagnsdreifingu frá dreifiveitu rafmagns.

Hver er mín dreifiveita?

Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

Hvar get ég séð reikninginn minn?

Einfalt er að nálgast reikningana á mínum síðum.

Hvernig losna ég við tilkynningar- og greiðslugjald?

Á mínum síðum getur þú valið greiðslukort sem greiðslumáta og þar með afþakkað allan pappír – þannig sparar þú, fyrir þig og umhverfið.

Við mælum með að skrá greiðslukort sem greiðslumáta því þá er tilkynningar- og greiðslugjaldið 0 kr. Ef þú greiðir reikninginn í heimabanka greiðir þú 85 kr. en fyrir útprentaðan reikning er gjaldið 305 kr.

Hvað gerist ef reikningurinn er greiddur of seint eða ég get ekki borgað reikningana frá ON?

Við viljum endilega heyra í þér ef þú ert í erfiðleikum með að greiða reikninga og saman finnum við lausn. Best er að hafa samband strax en ekki bíða með það, því eftir því sem lengra líður verður erfiðara að greiða úr málum. Hringdu í síma 591 2700 eða hafðu samband á on@on.is og við finnum lausn sem hentar öllum.