Hvað er ég að greiða fyrir?

Hér sérðu útskýringar á rafmagnsreikningnum sem þú færð frá Orku náttúrunnar.

ON framleiðir og selur rafmagn

Af hverju fæ ég reikninga frá tveimur fyrirtækjum?

Það er alveg eðlilegt að fá tvo reikninga fyrir rafmagninu. Þú greiðir til dreifiveitunnar fyrir flutning og dreifingu á rafmagni og svo greiðir þú til raforkusala sem innheimtir fyrir sjálfa rafmagnsnotkunina. Dreifing á rafmagni er háð sérleyfi og raforkan er seld á frjálsum markaði

Spurningar og svör

Hvernig breyti ég um greiðslumáta á rafmagnsreikningi?

Hvar finn ég reikninginn minn?

Þú getur skoðað og sótt afrit reikninga á mínum síðum á on.is Þar er einnig er hægt að sækja hreyfingaryfirlit.


Ertu ekki með aðgang að mínum síðum?

Sláðu inn kennitölu undir Nýtt lykilorð. Lykilorðið verður sent í netbankann þinn eða á skráð netfang

Hvað er Orkuvísir ON?

Orkuvísir er fyrsta skref Orku náttúrunnar í átt að því að opna á möguleika viðskiptavina að hafa áhrif á eigin rafmagnsreikning með ábyrgri eigin notkun. Taxtinn er byggður upp á markaðsverði raforku á hverjum klukkutíma og hentar heimilum sem geta stýrt raforkunotkun á ódýrari tíma, t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni

Hvernig tilkynni ég nýjan greiðanda á rafmagnsmælinn?

Þarft þú að skrá aðra kennitölu á rafmagnsmælinn?

Fyrst þarftu að tilkynna notendaskipti á mælinum hjá dreifiveitu á þínu svæði. Dreifiveiturnar á Íslandi eru:

Veitur, HS Veitur, Orkubú Vestfjarða, Norðurorka og RARIK


Ég er að skipta um greiðanda á rafmagnsmælinum, en vil áfram vera viðskiptavinur ON.


Hvað er dreifiveita?

Dreifiveita er fyrirtæki sem sér um dreifingu rafmagns út til heimila, fyrirtækja og annarra viðskiptavina. Dreifiveitan ábyrgist að rafmagnið sé flutt í gegnum raforkukerfi (raflínur, staurar, tengivirki) og til notenda


Hvað er dreifiveita?

Af hverju fæ ég reikning frá Orku náttúrunnar?

ON selur rafmagn til heimila og fyrirtækja og rekur hleðslustöðvar vítt og breitt um landið. Reikningar frá ON geta því verið vegna rafmagnsnotkunar á heimilinu þínu og/eða vegna hleðslu á rafmagnsbíl

Afrit reikninga vegna hleðslu má nálgast í ON appinu

Reikningar vegna hleðsluáskriftar ON er hægt að sjá á mínum síðum á on.is

Af hverju fæ ég reikninga frá tveimur fyrirtækjum?

Það er alveg eðlilegt að fá tvo reikninga fyrir rafmagninu. Þú greiðir til dreifiveitunnar fyrir flutning og dreifingu á rafmagni og svo greiðir þú til raforkusala sem innheimtir fyrir sjálfa rafmagnsnotkunina. Dreifing á rafmagni er háð sérleyfi og raforkan er seld á frjálsum markaði

Hvernig skrái ég mig í viðskipti hjá ON?

Þú getur skráð þig í viðskipti með rafrænum skilríkjum.


Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á on@on.is eða með því að hafa samband í gegnum netspjall

Hvað kostar rafmagn?

Þegar þú borgar fyrir rafmagn, ertu í raun að greiða fyrir kílóvattstundir (kWh) – það er sú orka sem þú notar.
Rafmagnsreikningurinn skiptist milli tveggja fyrirtækja: Dreifiveita sér um dreifinguna og raforkusali sér um notkunina


Á vefnum okkar eru upplýsingar um verðskrá, tilkynningar- og greiðslugjöld.


Af hverju er reikningurinn minn svona hár?

Þú ert að fá uppgjörsreikning fyrir notkun á rafmagni. Það þýðir að þú hefur notað meira rafmagn en hafði verið áætlað. Uppgjörsreikningur getur einnig komið til ef þú ert að flytja – þá er þetta lokareikningur eftir að þú laukst viðskiptum með rafmagnsmælinn hjá ON. Með tilkomu snjallmæla getur upphæðin verið breytileg þar sem notkun getur verið misjöfn. T.d getur notkun á veturna verið meiri en á sumrin

 

Hvað er að frétta?

Hvað er að frétta?

Hvað er að frétta?

Hvað er að frétta?

Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON