Ábending, kvörtun eða jafnvel hrós
Viðskiptavinir ON hafa verið sérlega ánægðir undanfarin sex ár samkvæmt í
Íslensku ánægjuvoginni. Viðskiptavinir okkar skipta okkur hjartans máli og á hverjum degi vinnum við að því að bæta upplifun þeirra og ánægju. Fyrir þær sakir viljum við gjarnan fá að heyra af því ef það er eitthvað sem við getum bætt og gert betur, en líka það sem við gerum vel og er til fyrirmyndar. Hér fyrir neðan getur þú komið því sem þér liggur á hjarta, á framfæri til okkar.