Ef þú velur Orkuvísi, sem er nýr taxti með breytilegu verði, getur þú haft áhrif á það hvað rafmagnið kostar hjá þér.
Með snjallmæli sem mælir nákvæmlega hvenær þú notar rafmagnið og þar sem dreifiveitan er farin að skila inn gögnum, borgar þú bara fyrir það sem þú notar á hverjum tíma dagsins.
Verðið breytist eftir því hvenær þú notar rafmagnið – oft er það ódýrara á ákveðnum tímum. Ef þú notar meira rafmagn þegar verðið er lágt, getur þú lækkað rafmagnsreikninginn þinn, einfaldlega með því að hugsa um hvenær þú kveikir á tækinu, hleður rafbílinn þin og svo framvegis.
Breytilegur taxti, Orkuvísir, er fyrsta skref ON í átt að því að opna á möguleika viðskiptavina að hafa áhrif á eigin rafmagnsreikning með ábyrgri eigin notkun. Taxtinn er byggður upp á markaðsverði raforku á hverjum klukkutíma og hentar heimilum sem geta stýrt raforkunotkun á ódýrari tíma, t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni.