Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Jan 7, 2026

Tryggjum áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu

Tryggjum áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu

Orka náttúrunnar hefur nú lokið borun á holu við Nesjavelli sem kölluð er NJ-34, en hún er  fyrsta borhola af sextán sem samningur er um að bora á næstu tveimur árum. Þar með er hafin umfangsmikil áætlun sem miðar að því að tryggja áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu og bregðast við náttúrulegri dvínun í jarðhitakerfinu.

Borunin á NJ-34 reyndist krefjandi og þurfti teymi jarðfræðinga, verkfræðinga, verkefnastjóra og verktaka að vinna náið saman að úrlausnum á ýmsum áskorunum sem upp komu. Nú þegar borun er formlega lokið hefjast rannsóknir á því hversu mikið afl holan getur gefið, auk þess sem hún þarf tíma til að hitna og ná eðlilegum þrýstingi áður en unnt er að leggja mat á afköstin. Borinn sem notaður var við NJ-34 hefur nú verið fluttur yfir á Hellisheiði þar sem borun á næsta holu í áætluninni er hafin.

Ný hola tengd

Á vormánuðum lauk ON borun á NJ-37 sem er einnig á Nesjavöllum. Sú hola hefur nú verið tengd og mælingar benda til að hún muni gefa 7–10 MW inn á kerfið, sem er mikilvægt framlag til að halda uppi framleiðslugetu virkjunarinnar.

Af hverju þarf að bora nýjar holur?

Jarðhitakerfi eru endurnýjanleg en ekki óþrjótandi. Þegar heitt vatn og rafmagn er framleitt úr jarðhita er tekið meira úr jarðhitakerfinu en nær að endurnýja sig á hverjum tíma. Þessi ójöfnun leiðir með tímanum, til lækkunar á þrýstingi í kerfinu og minna rennslis jarðhitavökva og þar með minni orku til raforkuframleiðslu. Til að bregðast við þessu þarf að bora nýjar holur.

Borholuáætlun næstu tveggja ára er ein stærsta framkvæmdaáætlun ON á undanförnum árum. Eins og áður segir hefur verið samið um borun allt að sextán hola, sem boraðar verða næstu tvö árin, til að afla orku til að viðhalda fullri framleiðslugetu virkjana.

Fyrstu skrefin í aukinni orkuöflun

Öflug verkefnastofa ON heldur utan um þetta umfangsmikla verkefni og hefur komið upp verkefnastofni fyrir borholuáætlunina alla til að ná að halda heildaryfirsýn yfir framkvæmdirnar. Áætlunin tengir saman alla lykilaðila, tryggir samræmdan undirbúning, eykur skilvirkni og gerir kleift að bregðast hratt og markvisst við þegar áskoranir koma upp.

​​Með þessu er ON að stíga fyrstu skrefin í aukinni orkuöflun. ON heldur áfram að fylgjast náið með þróun jarðhitakerfisins og vinna markvisst að því að tryggja sjálfbæra orkuöflun fyrir viðskiptavini og samfélagið allt.

Orka náttúrunnar hefur nú lokið borun á holu við Nesjavelli sem kölluð er NJ-34, en hún er  fyrsta borhola af sextán sem samningur er um að bora á næstu tveimur árum. Þar með er hafin umfangsmikil áætlun sem miðar að því að tryggja áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu og bregðast við náttúrulegri dvínun í jarðhitakerfinu.

Borunin á NJ-34 reyndist krefjandi og þurfti teymi jarðfræðinga, verkfræðinga, verkefnastjóra og verktaka að vinna náið saman að úrlausnum á ýmsum áskorunum sem upp komu. Nú þegar borun er formlega lokið hefjast rannsóknir á því hversu mikið afl holan getur gefið, auk þess sem hún þarf tíma til að hitna og ná eðlilegum þrýstingi áður en unnt er að leggja mat á afköstin. Borinn sem notaður var við NJ-34 hefur nú verið fluttur yfir á Hellisheiði þar sem borun á næsta holu í áætluninni er hafin.

Ný hola tengd

Á vormánuðum lauk ON borun á NJ-37 sem er einnig á Nesjavöllum. Sú hola hefur nú verið tengd og mælingar benda til að hún muni gefa 7–10 MW inn á kerfið, sem er mikilvægt framlag til að halda uppi framleiðslugetu virkjunarinnar.

Af hverju þarf að bora nýjar holur?

Jarðhitakerfi eru endurnýjanleg en ekki óþrjótandi. Þegar heitt vatn og rafmagn er framleitt úr jarðhita er tekið meira úr jarðhitakerfinu en nær að endurnýja sig á hverjum tíma. Þessi ójöfnun leiðir með tímanum, til lækkunar á þrýstingi í kerfinu og minna rennslis jarðhitavökva og þar með minni orku til raforkuframleiðslu. Til að bregðast við þessu þarf að bora nýjar holur.

Borholuáætlun næstu tveggja ára er ein stærsta framkvæmdaáætlun ON á undanförnum árum. Eins og áður segir hefur verið samið um borun allt að sextán hola, sem boraðar verða næstu tvö árin, til að afla orku til að viðhalda fullri framleiðslugetu virkjana.

Fyrstu skrefin í aukinni orkuöflun

Öflug verkefnastofa ON heldur utan um þetta umfangsmikla verkefni og hefur komið upp verkefnastofni fyrir borholuáætlunina alla til að ná að halda heildaryfirsýn yfir framkvæmdirnar. Áætlunin tengir saman alla lykilaðila, tryggir samræmdan undirbúning, eykur skilvirkni og gerir kleift að bregðast hratt og markvisst við þegar áskoranir koma upp.

​​Með þessu er ON að stíga fyrstu skrefin í aukinni orkuöflun. ON heldur áfram að fylgjast náið með þróun jarðhitakerfisins og vinna markvisst að því að tryggja sjálfbæra orkuöflun fyrir viðskiptavini og samfélagið allt.

Viltu fá fréttir frá okkur?

Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?

Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?

Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?

Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?

Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!