Stjórn Orku náttúrunnar
Helga Jónsdóttir
Stjórnarformaður
Helga Jónsdóttir fyrrverandi starfsmaður eftirlitsstofnunar EFTA er formaður stjórnar ON. Helga hefur komið víða við á starfsferli sínum og var meðal annars bæjarstjóri í Fjarðabyggð frá árinu 2006-2010. Helga hefur einnig verið ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, auk þess sem hún var aðstoðarmaður ráðherra og borgarritari.
Birna Bragadóttir
Stjórn
Birna Bragadóttir er forstöðukona Frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar hjá Orkuveitunni, þar sem hún leiðir verkefni sem miða að því að vera aflvaki fyrir skapandi orku í samfélaginu í samstarfi við nýsköpunaraðila og samfélag.
Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr bæði opinberum og einkareknum fyrirtækjum, með sérstakri áherslu á nýsköpun, þjónustu, mannauð og vinnustaðamenningu.
Birna hefur á undanförnum árum leitt þróun og uppbyggingu Elliðaárstöðvar – áfangastaðar sem sameinar orku, náttúru og fræðslu. Áður gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Sandhotels og starfaði sem ráðgjafi á sviði mannauðs- og menningarmála hjá Capacent og Befirst. Þá var hún starfsþróunarstjóri Orkuveitunnar og sinnti stjórnun á sviði mannauðs-, fræðslu- og þjónustu hjá Icelandair í rúman áratug.
Hún er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið námi í Design Thinking frá MIT Sloan og er stjórnendamarkþjálfi frá Coach University.
Birna hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum. Hún hefur verið stjórnarformaður bæði Ljósleiðarans og Hönnunarsjóðs, og setið í stjórn KÍO – Konur í orkumálum. Í dag situr hún í stjórn Orkuklasans, í stjórn VOR – vísinda- og frumkvöðlasjóðs Orkuveitunnar, auk þess sem hún á sæti í stýrihópi Hringiðu – nýsköpunarhraðals fyrir grænar lausnir.
Heiða Aðalsteinsdóttir
Stjórn
Heiða Aðalsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu af því að leiða þverfagleg verkefni í stefnumótun, skipulagi og umhverfismati. Heiða hefur starfað í orkumálum í um áratug, nú síðast sem verkefnastjóri hjá Lögum, lendum og áhættu í Orkuveitunni. Þar áður leiddi Heiða skipulags- og umhverfismál og stefnuframkvæmd hjá Carbfix og starfaði á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni þar sem hún leiddi meðal annars vinnu við stefnumótun þvert á samstæðuna, skipulag, umhverfismat og samráð við hagaðila. Einnig hefur Heiða starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi í skipulagsmálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Heiða er löggiltur landslagsarkitekt frá University of Gloucestershire auk þess að hafa BA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School.
Tómas Ingason
Stjórn
Tómas Ingason hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskipta- og stafrænnar þróunar hjá Icelandair frá 2019, var framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air árið 2018 og gegndi stöðu forstöðumanns stafrænnar framtíðar hjá Arion Banka á árunum 2016 – 18. Hann útskrifaðist með BSc-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001, MSc. gráðu í verkfræði frá MIT Sloan School of Management í Boston árið 2006 og síðar MBA gráðu árið 2012 frá sama skóla.
Ómar Svavarsson
Stjórn
Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone og gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Ómar starfaði sem forstjóri Securitas frá 2017 til 2024.
Framkvæmdastjórn Orku náttúrunnar

Árni Hrannar Haraldsson
Framkvæmdastjóri
Árni Hrannar bjó og starfaði í Sviss frá 2011 til 2023 þar sem hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri og bar ábyrgð á aðfangakeðju MSPharma sem er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi víða um heim. Þá hefur Árni Hrannar einnig gegnt lykilhlutverkum hjá Xantis Pharma í Sviss, Actavis og 66° Norður. Árni Hrannar hefur mikla reynslu sem yfirmaður í markaðsleiðandi fyrirtækjum bæði innanlands og á alþjóðamarkaði. Hann hefur haft fjölþætt mannaforráð og borið ábyrgð á umfangsmiklum rekstri. t.d. innkaupum, framleiðslu og stýringu á flóknum aðfangakeðjum. Árni Hrannar hóf störf hjá ON 2023.
Birna starfaði hjá Norðuráli í 19 ár, lengst af í hinum ýmsu stjórnunarstörfum, svo sem deildarstjóri framleiðslustýringar, framkvæmdastjóri kerskála, skautsmiðju og boltasteypuskála auk þess að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Birna er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði og M.Sc gráðu í iðnaðarverkfræði. Birna hóf störf hjá ON 2025.

Hjálmar Helgi Rögnvaldsson
Viðskiptaþróun og orkumiðlun
Hjálmar Helgi og leiðir viðskiptaþróun og orkumiðlun. Hjálmar starfaði áður hjá Fluor Corporation í Hollandi og hjá Actavis á Íslandi. Hjálmar er með B.Sc. gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá TU Delft í Hollandi með sérhæfingu í sjálfbærri orkuvinnslu. Hjálmar Helgi hóf störf hjá ON 2014.

Óskar Friðrik Sigmarsson
Tækni og framkvæmdir
Óskar Friðrik starfaði áður m.a. sem deildarstjóri stefnumiðaðrar verkefnastofu hjá VÍS, ráðgjafi hjá Deloitte og sem forstöðumaður Stefnu og þróunar hjá Reiknistofu bankanna. Óskar Friðrik er með B.Sc. í rafmagnstæknifræði frá Syddansk Universitet ásamt MPM frá Háskóla Íslands og MBA frá HR. Óskar Friðrik hóf störf hjá ON 2019.

Tinna Jóhannsdóttir
Markaðsmál og sjálfbærni
Tinna stýrði uppbyggingu og gegndi starfi framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hún var forstöðumaður markaðsmála hjá Reginn hf. (Heimar) á árunum 2017-2022 þar sem hún stýrði markaðsmálum Regins, Smáralindar og Hafnartorgs en áður hafði hún m.a. gegnt hlutverki markaðsstjóra hjá Brimborg og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tinna er viðskiptafræðingur að mennt, hefur lokið MBA námi og er með diplóma í mannauðsstjórnun. Tinna hóf störf hjá ON 2023.
Jóhann Ingi starfaði um árabil sem sölustjóri hjá Heklu áður en hann gekk til liðs við ON. Fyrst gengdi hann hlutverki sölustjóra en tók svo við sem forstöðumaður sölu og þjónustu. Jóhann Ingi hefur lokið MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og býr yfir 20 ára reynslu í sölu-, þjónustu- og vörumerkjastýringu. Jóhann Ingi hóf störf hjá ON 2023.