Fréttir
29. janúar 2021

Okkar er ánægjan!

Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir af viðskiptavinum allra raforkusala á Íslandi samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 sem voru kynntar af Stjórnvísi í dag. Þetta er í þriðja sinn, og annað árið í röð, sem ON kemur best út úr þessari mælingu á ánægju viðskiptavina.

„Við starfsfólkið erum sjálf að springa úr ánægju yfir að hafa ánægðustu viðskiptavinina annað árið í röð. Það getur verið flókið og krefjandi að halda viðskiptavinum ánægðum og það skiptir fólk sífellt meira máli að eiga viðskipti við fyrirtæki sem það tengir við. Við höfum lagt áherslu á að sýna í verki fyrir hvað við stöndum, bæði í umhverfismálunum og loftlagsmálum. ON stefnir að kolefnishlutleysi árið 2030 og við viljum líka gera viðskiptavinum okkar kleift að vera hluti af lausninni við loftlagsvandanum. Það gerum við með því að byggja upp innviði fyrir rafbíla og vera fyrst á Íslandi til þess að framleiða vetni fyrir samgöngur, svo eitthvað sé nefnt“, sagði Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON.

Markmið Íslensku ánægjuvogarinnar er að veita fyrirtækjum aðgang að samræmdum mælingum á ánægju viðskiptavina og líka þeim þáttum hafa áhrif á hana. Þar á meðal eru ímynd fyrirtækjanna, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.

„Takk, kæru viðskiptavinir, fyrir þessa ánægjulegu viðurkenningu, okkar er ánægjan!“ bætir Berglind við.

Viltu bætast í hóp ánægðustu raforkunotenda landsins?