Þvottur
Að þvo þvott var einu sinni erfitt, tímafrekt og jafnvel hættulegt verk. Þvotturinn var þveginn í jarðhitalaugum þar sem veðrið, sjóðandi vatn og fjarlægð frá heimilinu gat valdið miklum erfiðleikum og skapað beinlínis lífshættulegar aðstæður.
Sundlaugamenning
Íslensk sundlaugamenning er menningarfræðilegt fyrirbæri út af fyrir sig. Í byrjun árs 2023 var sundlaugamenningin til dæmis tilnefnd til opinberrar skráningar á UNESCO lista yfir óáþreifanlega menningararfleið.
Gróðurhús
Saga gróðurhúsa á Íslandi er tiltölulega stutt en engu að síður merkileg. Fyrsta gróðurhúsið sem hitað var með jarðhita var tekið í notkun árið 1924. Í dag má finna mörg gróðurhús, sér í lagi á Suðurlandi, þar sem ræktað er grænmeti, blóm og ber á stórum skala.
Nýting jarðhita á Íslandi
Jarðhitasvæði voru mikilvæg á landnámsöld og bera mörg staðarheiti um land allt þess vitni hvernig jarðhitinn setti svip sinn á landslagið við landnám. Reykjavík er gott dæmi um slíkt heiti.
Um sýninguna
Sýningin Jarðhitamenning hefur það að markmiði að sýna okkur hvernig jarðhiti og nýting hans fléttast inn í menningu okkar. Stóran hluta lífsgæða á Íslandi má svo sannarlega rekja til náttúruauðlinda landsins og hvernig okkur hefur tekist að nýta þær.