Jarðhitasýningin er opin alla daga:
1. apríl – 31. okt kl 09.00 – 17.00
1. nóv – 31. mars kl. 09:00-16:00
Contact us
Velkomin á heimili Orku náttúrunnar
Það eru margar ástæður til að staldra við á Jarðhitasýningunni til að fræðast um sjálfbæra orku, starfsemi virkjunarinnar og tengda starfsemi. Gestir geta notið fallegs landslags í heimsókn sinni með kaffibolla í hönd og spjallað við þekkingarmikla vísindamiðlara okkar. Gefðu þér tíma til að slaka á í Agndofa, fjölskynjunar upplifunarrými sem virkjar skynfærin með innblæstri frá náttúru Hengilssvæðisins. Í minjagripaverslun okkar bjóðum við upp á gott úrval af staðbundnum vörum og íslenskri hönnun. Fylltu á vatnsflöskuna, bættu hleðslu á bílinn þinn eða kíktu við á leiðinni á fjölbreyttar gönguleiðir á Hengilssvæðinu.
Fyrir hópabókanir vinsamlega hafið samband á syning@on.is
Fyrir framan Jarðhitasýninguna er ON Hraðhleðsla. Í minjagripaverslun okkar bjóðum við upp á gott úrval af vörum sem eru framleiddar í nágrenninu auk úrvals af íslenskri hönnun
Hvort sem þú ert að fara í göngu um Hengilssvæðið eða á sýninguna þá er tilvalið að kíkja í kaffi á opnunartímum. Í kaffihorninu okkar getur þú fengið kaffi, te og kalda drykki.
Við búum yfir fjölbreyttri reynslu á að skipuleggja fjölbreytta fundi, viðburði og móttökur. Gerðu viðburðinn þinn eftirminnilegan í umhverfi sem veitir innblástur.
Við getum stillt upp fyrir þig flottum viðburði með veitingum úr nágrenninu, erindi um græna orkuvinnslu og nýsköpun á svæðinu, móttöku, fundum eða vinnustofum. Við sníðum viðburðinn að þínum þörfum. Hafðu samband á netfangið syning@on.is fyrir fyrirspurnir og bókanir vegna funda og sérviðburða.
Jarðhitasýningin býður upp á leiðsögn fyrir hópa (10 eða fleiri). Einnig bjóðum við upp á skólaheimsóknir. Ef hópur hefur séróskir um áherslu eða þema biðjum við um að hafa samband áður en komið er í heimsókn.
Fyrir frekari upplýsingar og verð sendu okkur póst á syning@on.is
Við bjóðum upp á fjölbreytta möguleika fyrir hópinn þinn:
VARMI: Leiðsögn í 20-30 mín um Jarðhitasýninguna með einum af vísindamiðlara okkar. Áherslan í leiðsögninni er meðal annars jarðfræði Íslands, nýting jarðvarmans í orkuvinnslu, kolefnisföngun þar sem Carbfix aðferðin er kynnt, starfsemi Jarðhitagarðs ON og aðrar upplýsingar um starfsemina á svæðinu. Eftir leiðsögnina fá gestir að ganga um sýninguna.
CARBFIX: Leiðsögn í 60-90 mín um Jarðhitasýninguna þar sem endað er með að fara út að einni af niðurdælingarholum Carbfix með einum af vísindamiðlara okkar. Lengri og ýtarlegri leiðsögn. Áður en farið er út þurfa gestir að horfa á öryggismyndband. Viðeigandi öryggisbúnaður er á staðnum, gestir þurfa að vera í góðum lokuðum skóm og klætt samkvæmt veðri. Eftir leiðsögnina fá gestir að ganga um sýninguna. ATH: aldurstakmark til að fara út að niðurdælingarholu er 16 ára.
Skólaleiðsagnir:
ORKA: Leiðsögn í 20-30 mín um Jarðhitasýninguna með einum af vísindamiðlara okkar, sérstaklega aðlöguð að nemendum. Hægt er að aðlaga leiðsögninni eftir aldri, bakgrunni og áhugasviði hópsins, mikilvægt er að koma þeim óskum til okkar við bókun. Áherslan í leiðsögninni er meðal annars jarðfræði Íslands, nýting jarðvarmans í orkuvinnslu, kolefnisföngun þar sem Carbfix aðferðin er kynnt, starfsemi Jarðhitagarðs ON og aðrar upplýsingar um starfsemina á svæðinu. Eftir leiðsögnina horfa nemendur á fræðslumyndbönd og tími er til að spjalla við vísindamiðlaran. Nemendur fá að ganga um sýninguna.
CARBFIX leiðsögn: Leiðsögn í 60-90 mín um Jarðhitasýninguna þar sem endað er með að fara út að einni af niðurdælingarholum Carbfix með einum af vísindamiðlara okkar. Lengri og ýtarlegri leiðsögn, hægt að aðlaga að sérstökum áherslum. Áður en farið er út þurfa gestir að horfa á öryggismyndband. Viðeigandi öryggisbúnaður er á staðnum, gestir þurfa að vera í góðum lokuðum skóm og klætt samkvæmt veðri. Eftir leiðsögnina fá gestir að ganga um sýninguna.
ATH: aldurstakmark til að fara út að niðurdælingarholu er 16 ára.
Nýting jarðhitaauðlindarinnar á sér langa sögu á Íslandi og er fléttuð djúpt inn í menningu okkar. Jafnvel þannig að við tökum nýtingu jarðhitaauðlindarinnar oft sem sjálfsagðan hlut í okkar daglega lífi, sögu og lífsgæðum.
Spurningar og svör
Heimilisrafmagn ON
Einfalt að færa þig til okkar
Þú færð betri kjör af hleðslu rafbílsins ef þú ert með Heimilisrafmagn ON
Efst raforkusala í íslensku ánægjuvoginni - sex ár í röð
Heimahleðsla ON
Betri kjör með heimilisrafmagni
Mánaðarleg leiga
Þjónusta innifalin 24/7