Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Oct 7, 2024

Ræðismenn Íslands fræddust um Hellisheiðarvirkjun

Ræðismenn Íslands fræddust um Hellisheiðarvirkjun

Um 140 kjörræðismenn Íslands frá 71 landi komu í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í síðustu viku. Ræðismennirnir voru komnir hingað til lands til að taka þátt í tveggja daga Ræðismannaráðstefna Íslands en hún fer fram á fimm ára fresti og er nú haldin í níunda skiptið.

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir ræðismönnunum, fór stuttlega yfir hvernig framleiðsluferlið í virkjunum er, sagði frá Steingerði, Jarðhitagarði og fleiru. Þau fengu einnig að heyra um systurfyrirtæki ON, Carbfix, og starfsemi þess. Auk þess fóru þau út að niðurdælingarholu þar sem CO2 er dælt niður, Carbfix-tækninni, í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar.

Net ræðismanna Íslands er ansi víðfemt, en þeir telja 213 í 102 löndum í dag, og gera stjórnvöldum kleift að veita Íslendingum erlendis sambærilega borgaraþjónustu og stærri ríki. Auk þess að gæta hagsmuna íslenskra stjórnvalda, íslenskra fyrirtækja og Íslendinga í umdæmum sínum, gefa þeir út neyðarvegabréf og annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur, en eitt helsta hlutverk þeirra er að vera til staðar fyrir Íslendinga erlendis þegar á bjátar.

Á ráðstefnunni fengu kjörræðismennirnir fræðslu um helstu áherslur utanríkisstefnu Íslands og viðskiptatengd málefni, með gestafyrirlesurum úr atvinnulífinu auk kynninga frá Íslandsstofu. Þá heimsótti hópurinn forseta Íslands á Bessastöðum og Vinaskóg Skógræktar Íslands við Þingvelli auk Hellisheiðarvirkjunar.

Um 140 kjörræðismenn Íslands frá 71 landi komu í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í síðustu viku. Ræðismennirnir voru komnir hingað til lands til að taka þátt í tveggja daga Ræðismannaráðstefna Íslands en hún fer fram á fimm ára fresti og er nú haldin í níunda skiptið.

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir ræðismönnunum, fór stuttlega yfir hvernig framleiðsluferlið í virkjunum er, sagði frá Steingerði, Jarðhitagarði og fleiru. Þau fengu einnig að heyra um systurfyrirtæki ON, Carbfix, og starfsemi þess. Auk þess fóru þau út að niðurdælingarholu þar sem CO2 er dælt niður, Carbfix-tækninni, í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar.

Net ræðismanna Íslands er ansi víðfemt, en þeir telja 213 í 102 löndum í dag, og gera stjórnvöldum kleift að veita Íslendingum erlendis sambærilega borgaraþjónustu og stærri ríki. Auk þess að gæta hagsmuna íslenskra stjórnvalda, íslenskra fyrirtækja og Íslendinga í umdæmum sínum, gefa þeir út neyðarvegabréf og annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur, en eitt helsta hlutverk þeirra er að vera til staðar fyrir Íslendinga erlendis þegar á bjátar.

Á ráðstefnunni fengu kjörræðismennirnir fræðslu um helstu áherslur utanríkisstefnu Íslands og viðskiptatengd málefni, með gestafyrirlesurum úr atvinnulífinu auk kynninga frá Íslandsstofu. Þá heimsótti hópurinn forseta Íslands á Bessastöðum og Vinaskóg Skógræktar Íslands við Þingvelli auk Hellisheiðarvirkjunar.

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!