Fréttir
3. nóvember 2021

Orka náttúrunnar á COP26

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hófst í Glasgow á sunnudag og stendur til 12. nóvember. Fulltrúar frá Orku náttúrunnar verða á svæðinu og munu beita sér fyrir því að halda upplýstri umræðu um vandann sem þjóðir standa frammi fyrir sem og að mynda tengsl og taka þátt í viðburðum.

Ljóst er að auka þarf græna raforkuframleiðslu til að mæta markmiðum Íslands um að verða óháð jarðefnaeldsneyti á lofti, láði og legi fyrir árið 2050.

„Við erum stolt af því að vera þar í fararbroddi og vonum auðvitað að á ráðstefnunni takist að endurreisa traust á sameiginlegar alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Ráðstefnan snýst um að byggja upp samstöðu og aukinn metnað, sem og trú á ferlið sem framundan er,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON.

Stór skref í báráttunni gegn hamfarahlýnun

Orku náttúrunnar leggur sitt af mörkum þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og er fyrirmynd margra annarra orkufyrirtækja.

„Það er mikilvægt að deila þekkingu og segja frá lausnum því það er eina leiðin til þess að ná markmiðum okkar. Það er engin ein lausn við vandanum heldur eru þær margar og við þurfum á þeim öllum að halda. Það er því einlæg von mín að niðurstaðan eftir COP26 verði jákvæð og ríki heims verði nær hvert öðru þegar kemur að loftslagsvandanum. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að afdrifaríkustu ákvarðanirnar í loftslagsmálum eru teknar heima fyrir.“

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.