Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Dec 3, 2024

Jarðvarmi til framtíðar - ON styrkir innviði og nýtir orku betur

Jarðvarmi til framtíðar - ON styrkir innviði og nýtir orku betur

Orka hefur lengi hefur verið talin sjálfsögð auðlind á Íslandi en er í dag talin dýrmætari en nokkru sinni fyrr. Orka náttúrunnar tekur þátt í að uppfylla grunnþarfir samfélagsins með framleiðslu á raforku og heitu vatni og ber fyrirtækið þannig mikla ábyrgð og sömuleiðis eru kröfurnar sem settar eru á það miklar. Því er mjög mikilvægt að ON sinni réttu verkefnunum á réttum tíma hverju sinni til að mæta auknum þörfum samfélagsins.

Á ráðstefnu sem ON hélt í síðustu viku undir yfirskriftinni „Forgangsröðun í orkuskorti – Hvernig tryggir jarðvarmi lífsgæði komandi kynslóða?“ flutti Kristín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Verkefnastofu, erindi þar sem hún greindi frá stórum verkefnum sem ON vinnur nú að.

Stækkun varmastöðva

Á Nesjavöllum er verið að setja upp nýjan varmaskipti til eftirhitunar á framleiðsluvatni. Með þessari framkvæmd, sem áætluð er að ljúka á þessu ári, mun uppsett varmaafl aukast um 40 MWth. Á Hellisheiði stendur fyrir dyrum umfangsmeiri stækkun varmastöðvar sem mun auka framleiðslugetu hennar úr 950 l/s í 1.550 l/s, sem jafngildir 125 MWth í viðbót við uppsett afl. Áætluð verklok eru árin 2025-2026.

Sameining hitaveitukerfa höfuðborgarsvæðisins

ON vinnur einnig að tilraunaverkefni í samstarfi við Veitur þar sem markmiðið er að sameina hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins í eitt kerfi en í dag er það rekið í tveimur aðskildum kerfum. Í einu kerfi verður hægt að auka framleiðslugetu bæði lághitasvæða og virkjana ON.
Væntur ávinningur af sameiningunni fyrir virkjanir Orku náttúrunnar er aukin varmaframleiðslugetu um 100-200 l/s og þar með eykst uppsett varmaafl um 20-40 MWth. Ávinningur Veitna verður aukin varmaframleiðslugetu lághitasvæða um 200-300 l/s og uppsett varmaafl um 40-60 MWth.

Styrking gufuframleiðslu og nýsköpun í orkuframleiðslu

Til að viðhalda framleiðslugetu jarðvarmavirkjana ON eru boranir á níu nýjum vinnsluholum í fullum gangi á Hengilssvæðinu, auk þess sem átta til viðbótar eru í undirbúningi. Þessum holum er ætlað að koma til móts við dvínun á svæðinu en það er eitthvað sem ekki er komist hjá í rekstri jarðvarmavirkjana.
Þá er ON að ljúka frumathugun á uppsetningu bakþrýstivélar í Hverahlíð. Hverahlíðin er rekin á hærri rekstrarþrýsting en Hellisheiði og til að leiða gufu frá Hverahlíð í gufuveitu Hellisheiðarvirkjunar þarf að lækka þrýstinginn. Við þetta tapast orka sem mætti nýta með bakþrýstihverfli og auka raforkuframleiðslu um 15 MWe.

Framtíðarsýn í endurnýjanlegri orku

Samhliða þessum verkefnum vinnur ON með Orkuveitunni að því að skoða fleiri kosti, svo sem rannsóknarboranir á nýjum svæðum, vatnsaflskosti og vindorku. Markmiðið með öllum þessum verkefnum er að tryggja að orkuauðlindir okkar nýtist á sjálfbæran og ábyrgan hátt til að viðhalda lífsgæðum núverandi og komandi kynslóða. Með þessum fjölbreyttu verkefnum sýnir ON að það er vel í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem fylgja ört stækkandi höfuðborgarsvæði og síaukinni eftirspurn eftir orku.

Orka hefur lengi hefur verið talin sjálfsögð auðlind á Íslandi en er í dag talin dýrmætari en nokkru sinni fyrr. Orka náttúrunnar tekur þátt í að uppfylla grunnþarfir samfélagsins með framleiðslu á raforku og heitu vatni og ber fyrirtækið þannig mikla ábyrgð og sömuleiðis eru kröfurnar sem settar eru á það miklar. Því er mjög mikilvægt að ON sinni réttu verkefnunum á réttum tíma hverju sinni til að mæta auknum þörfum samfélagsins.

Á ráðstefnu sem ON hélt í síðustu viku undir yfirskriftinni „Forgangsröðun í orkuskorti – Hvernig tryggir jarðvarmi lífsgæði komandi kynslóða?“ flutti Kristín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Verkefnastofu, erindi þar sem hún greindi frá stórum verkefnum sem ON vinnur nú að.

Stækkun varmastöðva

Á Nesjavöllum er verið að setja upp nýjan varmaskipti til eftirhitunar á framleiðsluvatni. Með þessari framkvæmd, sem áætluð er að ljúka á þessu ári, mun uppsett varmaafl aukast um 40 MWth. Á Hellisheiði stendur fyrir dyrum umfangsmeiri stækkun varmastöðvar sem mun auka framleiðslugetu hennar úr 950 l/s í 1.550 l/s, sem jafngildir 125 MWth í viðbót við uppsett afl. Áætluð verklok eru árin 2025-2026.

Sameining hitaveitukerfa höfuðborgarsvæðisins

ON vinnur einnig að tilraunaverkefni í samstarfi við Veitur þar sem markmiðið er að sameina hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins í eitt kerfi en í dag er það rekið í tveimur aðskildum kerfum. Í einu kerfi verður hægt að auka framleiðslugetu bæði lághitasvæða og virkjana ON.
Væntur ávinningur af sameiningunni fyrir virkjanir Orku náttúrunnar er aukin varmaframleiðslugetu um 100-200 l/s og þar með eykst uppsett varmaafl um 20-40 MWth. Ávinningur Veitna verður aukin varmaframleiðslugetu lághitasvæða um 200-300 l/s og uppsett varmaafl um 40-60 MWth.

Styrking gufuframleiðslu og nýsköpun í orkuframleiðslu

Til að viðhalda framleiðslugetu jarðvarmavirkjana ON eru boranir á níu nýjum vinnsluholum í fullum gangi á Hengilssvæðinu, auk þess sem átta til viðbótar eru í undirbúningi. Þessum holum er ætlað að koma til móts við dvínun á svæðinu en það er eitthvað sem ekki er komist hjá í rekstri jarðvarmavirkjana.
Þá er ON að ljúka frumathugun á uppsetningu bakþrýstivélar í Hverahlíð. Hverahlíðin er rekin á hærri rekstrarþrýsting en Hellisheiði og til að leiða gufu frá Hverahlíð í gufuveitu Hellisheiðarvirkjunar þarf að lækka þrýstinginn. Við þetta tapast orka sem mætti nýta með bakþrýstihverfli og auka raforkuframleiðslu um 15 MWe.

Framtíðarsýn í endurnýjanlegri orku

Samhliða þessum verkefnum vinnur ON með Orkuveitunni að því að skoða fleiri kosti, svo sem rannsóknarboranir á nýjum svæðum, vatnsaflskosti og vindorku. Markmiðið með öllum þessum verkefnum er að tryggja að orkuauðlindir okkar nýtist á sjálfbæran og ábyrgan hátt til að viðhalda lífsgæðum núverandi og komandi kynslóða. Með þessum fjölbreyttu verkefnum sýnir ON að það er vel í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem fylgja ört stækkandi höfuðborgarsvæði og síaukinni eftirspurn eftir orku.

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!