Frétt
·
Jul 11, 2025
Jarðvarmahlaup ON í hjarta Hengilsins var frábærlega vel heppnað
Jarðvarmahlaup ON í hjarta Hengilsins var frábærlega vel heppnað



Jarðvarmahlaup Orku náttúrunnar fór fram í gær við frábærar aðstæður í hjarta Hengilsins. Veðrið lék við þátttakendur sem nutu einstakrar náttúruupplifunar í þessu einstaka hlaupi sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
Ræst var við Hellisheiðarvirkjun og lá 13 km hlaupaleiðin inn í Sleggjubeinsdal, upp í Sleggjubeinsskarð og meðfram Skarðsmýrarfjalli. Hlauparar komu svo aftur niður að virkjuninni, þar sem gleði og mikilfenglegt útsýni tóku á móti þeim á leið í markið.
Hlaupið var öllum opið og þátttaka ókeypis, en takmörkuð við 500 manns. Fljótlega varð uppselt í hlaupið og stemningin var frábær, bæði á meðal hlaupara og áhorfenda.
Jarðvarmahlaup ON er nú komið á kortið hjá hlaupurum sem eitt eftirminnilegasta náttúruhlaup ársins en tilgangur hlaupsins var að vekja athygli fólks á þessu stórbrotna útivistarsvæði í bakgarði höfuðborgarinnar sem og að hvetja sem flest til að nýta svæðið til að hlaða orkuna í fallegri náttúrunni.
Þau sem vilja gera það geta kíkt á áhugaverðar gönguleiðir og kort hér.
Fyrstu keppendur í mark í hlaupinu voru:
Karlar: Tími:
1. Ingvar Hjartarson 00:56:06
2. Benedikt Óli Sævarsson 00:58:03
3. Gunnar Birnir Ólafsson 00:58:31

Konur: Tími:
1. Jóhanna Ólafs 01:03:22
2. Daría Jósefsdóttir 01:12:39
3. Elsa Hannesdóttir 01:14:24




Jarðvarmahlaup Orku náttúrunnar fór fram í gær við frábærar aðstæður í hjarta Hengilsins. Veðrið lék við þátttakendur sem nutu einstakrar náttúruupplifunar í þessu einstaka hlaupi sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
Ræst var við Hellisheiðarvirkjun og lá 13 km hlaupaleiðin inn í Sleggjubeinsdal, upp í Sleggjubeinsskarð og meðfram Skarðsmýrarfjalli. Hlauparar komu svo aftur niður að virkjuninni, þar sem gleði og mikilfenglegt útsýni tóku á móti þeim á leið í markið.
Hlaupið var öllum opið og þátttaka ókeypis, en takmörkuð við 500 manns. Fljótlega varð uppselt í hlaupið og stemningin var frábær, bæði á meðal hlaupara og áhorfenda.
Jarðvarmahlaup ON er nú komið á kortið hjá hlaupurum sem eitt eftirminnilegasta náttúruhlaup ársins en tilgangur hlaupsins var að vekja athygli fólks á þessu stórbrotna útivistarsvæði í bakgarði höfuðborgarinnar sem og að hvetja sem flest til að nýta svæðið til að hlaða orkuna í fallegri náttúrunni.
Þau sem vilja gera það geta kíkt á áhugaverðar gönguleiðir og kort hér.
Fyrstu keppendur í mark í hlaupinu voru:
Karlar: Tími:
1. Ingvar Hjartarson 00:56:06
2. Benedikt Óli Sævarsson 00:58:03
3. Gunnar Birnir Ólafsson 00:58:31

Konur: Tími:
1. Jóhanna Ólafs 01:03:22
2. Daría Jósefsdóttir 01:12:39
3. Elsa Hannesdóttir 01:14:24




Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!