Frétt
·
Dec 22, 2020
Breytingar á hleðsluneti ON
Breytingar á hleðsluneti ON



Orka náttúrunnar hóf að byggja upp hraðhleðslunet fyrir rafbíla hringinn í kringum landið árið 2014. Síðan þá hefur hleðsluhegðun rafbílaeigenda og afkastageta hraðhleðslna og rafbíla breyst mikið samhliða fjölgun þeirra. Verðskrá hleðslunets ON hefur að sama skapi verið óbreytt frá opnun. Ný verðskrá sem tekur gildi 1. janúar n.k. mun taka mið af breyttri hleðsluhegðun íslenskra rafbílaeigenda og aukinni afkastagetu hleðslustöðva rafbíla. Til þessa hefur verðskrá ON verið óhagstæðari fyrir eldri bíla sem þurft hafa lengri tíma til að hlaða.
Ekkert mínútugjald á hraðhleðslustöðvum
Hætt verður að innheimta mínútugjald á 50kW og 150 kW hraðhleðslustöðvum ON og aðeins verður greitt fyrir kílóvattstundir. Síðar á árinu 2021 verður sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22 kW hleðslum, eða 0,5 kr á mín.
Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON:
,,Við höfum ekki hækkað verð né breytt verðum frá því að við hófum þessa vegferð. Nú eru breyttir tímar, hleðslustöðvar eru orðnar mun öflugri og rafbílar fleiri og hleðsluhraði þeirra misjafn. Af þeim sökum verðum við að breyta verðskrá en ætlum að sama skapi að gera vel við viðskiptavini okkar. ON ætlar að halda áfram uppbyggingu hleðslunets með nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva þar sem þörfin er mest.“
Afsláttarkjörum til viðskiptavina breytt
40% afsláttur af hleðsluneti ON sem fyrirtækið hefur boðið viðskiptavinum sem kaupa jafnframt rafmagn til heimilisins verður lækkaður í 20%. Á móti kemur að viðskiptavinum ON sem nýta hleðslunet félagsins verður einnig veittur 10% afsláttur af notkun heimilisrafmagns.
Verðskrá fyrirtækisins verður því eftirfarandi frá 1. janúar:
50kW DC: 50 kr. kWs Viðskiptavinir ON greiða: 40 kr.
150 kW DC: 65 kr. kWs Viðskiptavinir ON greiða: 52 kr.
Verð á AC hleðslustöðvar verður:
22 kW AC 25 kr. kWs og 0,5 kr. gjald á mínútu.
Viðskiptavinir ON greiða því 251 kr. að meðaltali fyrir hleðsluna með afslættinum.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Orka náttúrunnar hóf að byggja upp hraðhleðslunet fyrir rafbíla hringinn í kringum landið árið 2014. Síðan þá hefur hleðsluhegðun rafbílaeigenda og afkastageta hraðhleðslna og rafbíla breyst mikið samhliða fjölgun þeirra. Verðskrá hleðslunets ON hefur að sama skapi verið óbreytt frá opnun. Ný verðskrá sem tekur gildi 1. janúar n.k. mun taka mið af breyttri hleðsluhegðun íslenskra rafbílaeigenda og aukinni afkastagetu hleðslustöðva rafbíla. Til þessa hefur verðskrá ON verið óhagstæðari fyrir eldri bíla sem þurft hafa lengri tíma til að hlaða.
Ekkert mínútugjald á hraðhleðslustöðvum
Hætt verður að innheimta mínútugjald á 50kW og 150 kW hraðhleðslustöðvum ON og aðeins verður greitt fyrir kílóvattstundir. Síðar á árinu 2021 verður sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22 kW hleðslum, eða 0,5 kr á mín.
Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON:
,,Við höfum ekki hækkað verð né breytt verðum frá því að við hófum þessa vegferð. Nú eru breyttir tímar, hleðslustöðvar eru orðnar mun öflugri og rafbílar fleiri og hleðsluhraði þeirra misjafn. Af þeim sökum verðum við að breyta verðskrá en ætlum að sama skapi að gera vel við viðskiptavini okkar. ON ætlar að halda áfram uppbyggingu hleðslunets með nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva þar sem þörfin er mest.“
Afsláttarkjörum til viðskiptavina breytt
40% afsláttur af hleðsluneti ON sem fyrirtækið hefur boðið viðskiptavinum sem kaupa jafnframt rafmagn til heimilisins verður lækkaður í 20%. Á móti kemur að viðskiptavinum ON sem nýta hleðslunet félagsins verður einnig veittur 10% afsláttur af notkun heimilisrafmagns.
Verðskrá fyrirtækisins verður því eftirfarandi frá 1. janúar:
50kW DC: 50 kr. kWs Viðskiptavinir ON greiða: 40 kr.
150 kW DC: 65 kr. kWs Viðskiptavinir ON greiða: 52 kr.
Verð á AC hleðslustöðvar verður:
22 kW AC 25 kr. kWs og 0,5 kr. gjald á mínútu.
Viðskiptavinir ON greiða því 251 kr. að meðaltali fyrir hleðsluna með afslættinum.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!