Fréttir
2. september 2021

Afmælisdagur götuljósanna 2. september

Þann 2. september árið 1878 voru fyrstu götuljósin sett upp í Reykjavík, sjö olíuljósker. Þessi ljósker voru við helstu umferðargötur bæjarins, en það allra fyrsta hjá Bakarabrúnni við Bankastræti og á því var kveikt 2. september sama ár.

Það var Hafnarsjóður sem veitti bæjarsjóði 200 kr. lán til að standa straum af kostnaði við að lýsa upp bæinn og voru „sérstakir menn“ fengnir til að sjá um kveikja á þeim, setja olíu á þau, hreinsa og slökkva á þeim á miðnætti. Í dag er öldin önnur og nú eru 32.353 þúsund götuljós sem lýsa upp borgina okkar. Af þeim eru tæplega 9000 LED ljós sem við köllum gáfnaljós. Þau eru tilbúin til tengingar við snjallkerfi framtíðarinnar. Langflest þessara ljósa eru búin sjálfvirkri ljósdeyfingu sem m.a. lækkar ljósmagnið um helming yfir hánóttina þegar fæstir eru á ferli.

„Helsta verkefnið okkar núna með LED ljósunum er að útrýma kvikasilfursperunni sem ekki má nota lengur vegna umhverfissjónarmiða Evrópusambandsins og er það vel. Ef við horfum á Reykjavíka þá erum við um það bil hálfnuð við að endurnýja þann ljósbúnað sem innihalda þennan ljósgjafa“,  segir Svanborg Hilmarsdóttir, tæknistjóri götuljósa ON.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.