Skilmálar leikja á vegum Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar lítur á meðhöndlun og varðveislu upplýsinga sem mikilvægan þátt í að styðja við ákvarðanatöku og framvindu ferla fyrirtækisins og nauðsynlegan þátt í virðiskeðju þess. Það er stefna ON í upplýsingaöryggi og persónuvernd að upplýsingar séu réttar, tiltækar og trúnaðar gætt þar sem við á. Öll meðferð ON á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.
Almennir skilmálar leikja á vegum Orku náttúrunnar
1. Með því að taka þátt í leik á vegum ON, samþykkir þátttakandi þessa skilmála. Þeir gilda á milli þátttakenda og ON, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
2. Almennt aldurstakmark leikja er 18 ár, nema annað sé tekið fram í skilmálum einstakra leikja. Hver þátttakandi getur aðeins skráð sig einu sinni í hverjum leik nema annað sé tekið fram í einstökum leikjum. Þátttakandi skal skrá réttar upplýsingar um sig. Starfsfólk ON og einstaklingar á heimilum þeirra eru undanskilin þátttöku.
3. Upplýsingar um þátttakendur eru nýttar til að koma á framfæri upplýsingar vegna leikja og til að tryggja að upplýsingar séu rétt skráðar. Með samþykki þátttakanda 18 ára og eldri mun ON nýta uppgefnar upplýsingar til að kynna fyrir þátttakendum vörur og þjónustu ON og starfsemi fyrirtækisins að öðru leyti.
Þátttakandi getur afturkallað samþykki sitt fyrir þátttöku í leik ON hvenær sem er með því að hafa samband við ON með þeim leiðum sem eru kynntar á vef fyrirtækisins. Vilji þátttakandi ekki fá kynningar um vörur og þjónustu ON sem þeim gæti borist í tölvupósti eftir að hafa samþykkt skilmála er hægt að smella á hlekk neðst í tölvupósti og afþakka þannig frekari tölvupósta.
4. Samskiptaupplýsingar þátttakana eru varðveittar með öruggum hætti og meðhöndlaðar samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
5. Gegn samþykki þátttakanda getur ON birt upplýsingar eða myndir af vinningshafa á miðlum ON þegar tilkynnt er um vinningshafa.
6. ON áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi og skilmálum leikja, svo sem vinningum eða ávinningi.
7. Um skilmála þessa gilda íslensk lög og er varnarþing í Reykjavík.
