Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Greinargerð til viðskiptavina vegna vinnslu upplýsinga á grundvelli samþykkis

Greinargerð til viðskiptavina vegna vinnslu upplýsinga á grundvelli samþykkis





Þessu til viðbótar vinnum við sérstakar persónuupplýsingar um viðskiptavini í hlöðum ON sem veita okkur sérstakt samþykki sitt til slíkrar vinnslu. Það er gert til að ON geti þjónað viðskiptavinum sínum vel og af öryggi og til að hafa sem gleggsta mynd af þróun rafbílavæðingar. Um þá vinnslu er fjallað í kafla 2.

Persónuupplýsingarnar um viðskiptavin verða ekki notaðar í öðrum tilgangi en þeim sem afmarkaður er hér nema með vitneskju og eða samþykki viðskiptavinar.

  1. Hvaða persónuupplýsingar vinnur ON um alla viðskiptavini sína í Hlöðum ON og í hvaða tilgangi?

Til þess að geta selt viðskiptavinum rafmagn í hlöðum ON þarf ON að safna og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar um alla viðskiptavini sína:


  • Nafn (ef skráð)

  • Kennitala (ef skráð)

  • Heimilisfang, sveitarfélag og póstnúmer (ef skráð)

  • Farsími (ef skráð)

  • Netfang

  • Viðskiptayfirlit (notkun og kostnaður)

  • Símanúmer (ef uppgefið)

  • Greiðslukortaupplýsingar (dulkóðaðar)

  1. Hvaða persónuupplýsingar eru einnig unnar um viðskiptavini hafi þeir veitt samþykki sitt og hvert er virði í vinnslu slíkra upplýsinga. 

Tegund viðbótarupplýsinga sem greindar eru og unnar er hjá ON:


  • Notkun eftir fjölda kWh (orka og afl)


  • Notkun eftir staðsetningu hraðhleðsla / hleðsla

    •    Eftir póstnúmerum


  • Notkun eftir tímasetningu

    •    Hvenær dags

    •    Hversu lengi


  • Notkun eftir hleðslutegund

    •    Hraðhleðsla / Hleðsla

    •    Tegund tengils


Ætlunin er að nota framangreindar upplýsingar í rannsóknar- og þróunarskyni og mun ON á engan hátt nýta þau í markaðsskyni.


ON hefur sett sér það markmið að vera leiðandi aðili á markaði að því er varðar orkuskipti í samgöngum og hefur verið í fararbroddi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla með uppsetningu hleðsla og innleiðingu viðskiptakerfis.  Stöðugt er unnið að vöruþróun, endurbótum og tækninýjungum sem munu koma viðskiptavinum til góða í þessu spennandi og ört vaxandi umhverfi.


ON hefur einnig sett sér það markmið að þjónusta viðskiptavini sína vel og geta veitt þeim góðar og öruggar upplýsingar á skjótan hátt ef á þarf að halda í gegnum heimasíðu, mínar síður, hleðslu appið, eða í gegnum þjónustuvakt sem er opin allan sólarhringinn.


Til að ON geti þjónað viðskiptavinum sínum vel og af öryggi er nauðsynlegt að hafa sem allra gleggsta mynd af þróun rafbílavæðingarinnar á Íslandi, því þurfa viðskiptavinir að samþykkja viðbótarvinnslu upplýsinga með því að gefa upplýst samþykki. Samþykkið er veitt með því að haka við á umsóknareyðublaði

  1. Lagagrundvöllur

Eins og áður segir byggir vinnsla persónuupplýsinga um viðskiptavini á því að ON sé kleift að uppfylla samning sinn við viðskiptavin um veitingu umsaminnar vöru  á samþykki viðskiptavinar.


Að auki byggir viðbótar vinnsla persónuupplýsinga á samþykki viðskiptavinar sbr. kafla 2 hér að framan. Samþykkið veitir hann þegar hann sækir um ON hlöðulykil með því að haka við þar til gerðan reit. Viðskiptavinur hefur val um það hvort hann veitir samþykki fyrir vinnslu umbeðinna upplýsinga og kjósi hann að veita það ekki hefur það ekki áhrif á möguleika hans að kaupa rafmagn af ON með hlöðulykli. Veiti hann samþykki sitt er honum frjálst að afturkalla samþykki sitt hvenær sem er sbr. kafli 7.

  1. Viðtakendur upplýsinganna

Upplýsingar um viðskiptavini ON eru vistaðar hjá ON eða á vegum fyrirtækisins á Íslandi eða hjá samstarfsaðila fyrirtækisins innan EES-svæðisins þar sem reglur um meðferð persónuupplýsinga eru þær sömu og á Íslandi. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema á grundvelli laga­heim­ildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, vinnslusamnings eða samþykkis við­skiptavinar.

  1. Hversu lengi eru upplýsingarnar geymdar?

ON vistar persónuupplýsingar um í þann tíma sem lög gera ráð fyrir og nauðsynlegt er m.v. tilgang vinnslunnar. Þar sem OR, móðurfélag ON, er í eigu opinberra aðila lýtur ON lögum um opinber skjalasöfn og ber því varðveislu- og skilaskyldu samkvæmt þeim. Eru fyrirtækinu því ákveðnar hömlur settar hvað eyðingu gagna varðar. Þeim gögnum sem heimild stendur til að eytt verði skv. sérstöku leyfi Borgarskjalasafns verður eytt í samræmi við veitta heimild hverju sinni.

  1. Réttur viðskiptavinar

Viðskiptavinur hefur rétt til að andmæla söfnun ON á persónuupplýsingum telji hann að hún samræmist ekki tilgangi hennar, meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að ná megi sama tilgangi með vægari hætti.


Viðskiptavinur getur óskað eftir því að fá upplýsingar um þá vinnslu sem á sér stað hjá ON um hann enda standi hagsmunir annarra ekki í vegi fyrir því. Beiðni  þar um skal afgreidd eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan mánaðar frá móttöku beiðni viðskiptavinar þar um.


Viðskiptavinur kann að eiga rétt á að krefjast þess að röngum, villandi eða ófullkomnum persónu­upplýsingum um sig verði leiðréttar og eða þeim eytt.

  1. Viðskiptavinur getur afturkallað samþykki sitt

Viðskiptavinur getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu upplýsinga. Það getur hann til dæmis gert á Mínum síðum með því að haka í þar til gerðan kassa, eða með afturköllun símleiðis eða skriflega með tilkynningu á netfangið on@on.is

  1. Réttur til að leggja fram kvörtun

Vilji viðskiptavinur koma kvörtun eða athugasemdum á framfæri vegna vinnslu persónu­upp­lýsinga, skal henni beint að on@on.is . ON mun bregðast við erindi viðkomandi svo fljótt sem auðið er.

Að öðru leyti en kveðið er á um hér að framan fer um meðferð ON á persónuupplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og ráðstöfunum sem innleiddar eru á grundvelli hennar.


Persónuverndarstefna ON er aðgengileg á vefsvæði fyrirtækisins  www.on.is/personuverndarstefna.  Persónuverndarfulltrúi OR samstæðunnar, þ.m.t. ON, er Hörður Helgi Helgason, lögmaður á Landslögum, Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sími 520-2900, personuverndarfulltrui@or.is