Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Fyrirvari vegna notkunar spjallmennis og netspjalls Orku Náttúrunnar 

Með því að nota spjallmenni Orku náttúrunnar samþykkir notandi eftirfarandi skilmála:  

Spjallmenni Orku Náttúrunnar er sjálfvirkt netspjall ætlað til aðstoðar og upplýsingagjafar fyrir viðskiptavini. Spjallinu er ekki stjórnað af starfsmanni heldur er um að ræða hugbúnað, sk. stafrænan ráðgjafa, sem hefur verið þjálfaður í að veita svör við algengum spurningum viðskiptavina. Spjallmennið er matað af gagnagreiningum og nýtir gervigreindartækni í þeim tilgangi að halda uppi eðlilegu samtali og svara fyrirspurnum. Þar sem þessi tækni er í sífelldri þróun geta gæði svara verið misjöfn.

Notendur skulu ekki gefa upp viðkvæmar persónuupplýsingar eða upplýsingar viðkvæms eðlis, s.s. lykilorð, greiðsluupplýsingar eða kortanúmer. Notandi getur ekki fengið slíkar upplýsingar uppgefnar í gegnum spjallmennið nema að hann hafi verið auðkenndur fyrst með rafrænum skilríkjum.


Notanda er bent á að senda ekki persónu- og fjárhagsupplýsingar, svo sem kortaupplýsingar eða leyninúmer, í gegnum spjallmennið hafi hann ekki verið auðkenndur í netspjallinu. Óski notandi hins vegar eftir því á ytri vef að þjónustuver Orku náttúrunnar hafi samband við hann verður hann beðinn um að veita upplýsingar um nafn og netfang eða eftir atvikum kennitölu fyrirtækis. Sé notandi auðkenndur í netspjalli eru upplýsingar um nafn, kennitölu, netfang og símanúmer notanda sendar áfram til þjónustuvers. Notandi skuldbindur sig til að fara ekki frá opnu netspjalli.


Öll samskipti við notanda í spjallmenni eru vistuð, jafnvel þótt notanda sé bent á að senda ekki ákveðnar upplýsingar hafi hann ekki verið auðkenndur í netspjallinu. Er þá átt við viðkvæmar persónuupplýsingar eða upplýsingar viðkvæms eðlis, s.s. lykilorð, greiðsluupplýsingar, kortanúmer.


Öll misnotkun notanda á spjallmenni varðar við lög. Allar aðgerðir í spjallinu eru á ábyrgð notenda þess. Orka Náttúrunnar ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má, beint eða óbeint, til notkunar spjallmennisins, hvorki vegna rangra eða villandi upplýsinga né þess að spjallið sé óaðgengilegt um lengri eða skemmri tíma. Svör spjallmennisins eru almenns eðlis, ekki einstaklingsmiðuð og hafa ekki réttaráhrif gagnvart notanda.


Orka náttúrunnar vinnur persónuupplýsingar sem safnast í spjallmenni, svo sem um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang notanda, auk efni samskipta, í þeim tilgangi að veita betri þjónustu, tryggja rekjanleika erinda, auka öryggi og til að þróa og bæta spjallmennið. Í þeim tilgangi að veita, bæta og þróa spjallmennið er bankanum nauðsynlegt að miðla upplýsingum, þ.m.t. persónuupplýsingum, til Boost ai, vinnsluaðila Orku náttúrunnar. Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarskilmálum sem eru aðgengilegir á vef Orku náttúrunnar. www.on.is


Spjallmennið er keyrt á lausn frá Boost.ai, með aðkomu Advania sem vinnsluaðila, þar sem gögn eru hýst í öruggu Azure-umhverfi. Samskiptum er ekki miðlað til OpenAI og eru þau ekki nýtt til að þróa eða þjálfa líkön OpenAI. Aðeins þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru miðlað til vinnsluaðila og er gætt að strangar kröfur um öryggi séu ávallt uppfylltar.