Um ON

Brauðrist

359 kr. á ári

Blandari

129 kr. á ári

Notar þú meiri orku en aðrir?

Berðu þína rafmagnsnotkun saman við aðra í reiknivél Orku náttúrunnar.

Græn heimili

Frá árinu 2012 hefur íslenskum heimilum sem eru í viðskiptum við ON staðið til boða að fá upprunavottorð rafmagns, öðru nafni Græn skírteini, án endurgjalds. Öll raforka sem framleidd er á Íslandi er græn og endurnýjanleg.

Græn skírteini eru notuð til þess að hvetja til fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu með því að skapa fjárhagslegan hvata fyrir erlend orkufyrirtæki til að vinna meiri orku á endurnýjanlegan hátt og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

🔌 Ferðumst á orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar hefur nú opnað alls tólf hraðhleðslustöðvar á Íslandi fyrir rafbíla.

Þú átt þína eigin umhverfisvænu orkustöð heima hjá þér þar sem þú lagar þitt kaffi og gerir þína uppáhalds samloku, já eða leggur þig á meðan bíllinn hleður sig með orku náttúrunnar. Nú getur þú einnig kíkt á hraðhleðslustöð ON og hlaðið rafbílinn á 20-30 mínútum. Einfalt og umhverfisvænt!

Kynntu þér málið

🍂

Berum virðingu fyrir náttúrunni

Umhverfismál og náttúran skipta okkur gríðarlega miklu máli og markmið okkar er að vera til fyrirmyndar og leiðandi í skynsamlegri notkun auðlinda okkar Íslendinga til langs tíma. Meðal mikilvægra verkefna er að draga úr losun jarðhitalofttegunda sem valda umhverfisáhrifum. Við leggjum mikla áherslu á rannsóknir og þróun til þess að geta nýtt bestu mögulegu lausnir í þeim tilgangi.

Náttúrumolinn

Þvoum ekki við hærri hita en nauðsynlegt er. Að þvo við 60° í stað 90° minnkar rafmagnsnotkun um helming. 

📰

Fréttir