Frétt
·
Nov 10, 2023
Útflutningsbanni aflétt
Útflutningsbanni aflétt



Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum hefur nú verið aflétt. Orka náttúrunnar hefur nýtt tekjur af upprunaábyrgðum í umhverfisvæn verkefni sem hafa haft það markmið að draga úr losun CO2 í andrúmsloftið
Nú hefur Stjórn evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða, AIB (Association of Issuing Bodies), úrskurðað að Ísland uppfylli allar kröfur upprunaábyrgðarkerfis þess og aflétt útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum sem staðfesta að raforka sé unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Óvissu um sölu íslenskra upprunaábyrgða er því aflétt án fyrirvara en AIB stöðvaði í lok apríl á þessu ári sölu á íslenskum upprunaábyrgðum vegna gruns um tvítalningu (double counting) þeirra hér á landi. Banninu var aflétt skömmu síðar á meðan frekari gagna var aflað. Niðurstaða þeirra skoðunar er að Ísland uppfylli allar kröfur og er málinu því lokið.
Hvað eru upprunaábyrgðir?
Upprunaábyrgðir eru staðfesting á því að rafmagn hafi verið framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru stundum nefndar græn skírteini og með kaupum á þeim fá raforkunotendur staðfestingu á því að það rafmagn sem þeir nýta sé framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Fylgi upprunaábyrgð ekki, er rafmagnið talið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu þar sem margir, ólíkir og misumhverfisvænir orkugjafar eru notaðir til að framleiða rafmagnið. Þótt raforka hérlendis sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum telst hún ekki 100% endurnýjanleg sé hún án upprunaábyrgða.
Þurfa að óska eftir því að kaupa upprunavottað rafmagn
Viðskiptavinir ON, einstaklingar og fyrirtæki, þurfa að óska sérstaklega eftir því að kaupa upprunavottað rafmagn. Tekjur Orku náttúrunnar af upprunaábyrgðum eru nýttar til verkefna sem eru bæði samfélagi og náttúru til góðs. ON hefur nýtt tekjur af sölu upprunaábyrgða í umhverfisvæn verkefni sem hafa haft það markmið að draga úr losun CO2 í andrúmsloftið. Á fyrstu starfsárum ON voru tekjurnar nýttar í verkefni sem styðja við orkuskipti í samgöngum. Í framhaldi af því var ákveðið að tekjurnar færu í það að gera rekstur Orku náttúrunnar kolefnishlutlausan með tilkomu lofthreinsistöðvarinnar Steingerðar og mögulega munu framtíðarverkefni tengjast aukinni grænni orkuframleiðslu.
Orka náttúrunnar fagnar þessari niðurstöðu og getur þar með haldið áfram að nýta tekjur af upprunaábyrgðum til góðra verka.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum hefur nú verið aflétt. Orka náttúrunnar hefur nýtt tekjur af upprunaábyrgðum í umhverfisvæn verkefni sem hafa haft það markmið að draga úr losun CO2 í andrúmsloftið
Nú hefur Stjórn evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða, AIB (Association of Issuing Bodies), úrskurðað að Ísland uppfylli allar kröfur upprunaábyrgðarkerfis þess og aflétt útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum sem staðfesta að raforka sé unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Óvissu um sölu íslenskra upprunaábyrgða er því aflétt án fyrirvara en AIB stöðvaði í lok apríl á þessu ári sölu á íslenskum upprunaábyrgðum vegna gruns um tvítalningu (double counting) þeirra hér á landi. Banninu var aflétt skömmu síðar á meðan frekari gagna var aflað. Niðurstaða þeirra skoðunar er að Ísland uppfylli allar kröfur og er málinu því lokið.
Hvað eru upprunaábyrgðir?
Upprunaábyrgðir eru staðfesting á því að rafmagn hafi verið framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru stundum nefndar græn skírteini og með kaupum á þeim fá raforkunotendur staðfestingu á því að það rafmagn sem þeir nýta sé framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Fylgi upprunaábyrgð ekki, er rafmagnið talið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu þar sem margir, ólíkir og misumhverfisvænir orkugjafar eru notaðir til að framleiða rafmagnið. Þótt raforka hérlendis sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum telst hún ekki 100% endurnýjanleg sé hún án upprunaábyrgða.
Þurfa að óska eftir því að kaupa upprunavottað rafmagn
Viðskiptavinir ON, einstaklingar og fyrirtæki, þurfa að óska sérstaklega eftir því að kaupa upprunavottað rafmagn. Tekjur Orku náttúrunnar af upprunaábyrgðum eru nýttar til verkefna sem eru bæði samfélagi og náttúru til góðs. ON hefur nýtt tekjur af sölu upprunaábyrgða í umhverfisvæn verkefni sem hafa haft það markmið að draga úr losun CO2 í andrúmsloftið. Á fyrstu starfsárum ON voru tekjurnar nýttar í verkefni sem styðja við orkuskipti í samgöngum. Í framhaldi af því var ákveðið að tekjurnar færu í það að gera rekstur Orku náttúrunnar kolefnishlutlausan með tilkomu lofthreinsistöðvarinnar Steingerðar og mögulega munu framtíðarverkefni tengjast aukinni grænni orkuframleiðslu.
Orka náttúrunnar fagnar þessari niðurstöðu og getur þar með haldið áfram að nýta tekjur af upprunaábyrgðum til góðra verka.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!