Frétt
·
Jul 11, 2019
Yfirlýsing ON vegna ráðgjafastöðu í hlöðuverkefni
Yfirlýsing ON vegna ráðgjafastöðu í hlöðuverkefni



Í Fréttablaðinu í dag, 11. júlí, er frétt þar sem látið er að því að liggja að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað við ráðningu ráðgjafa í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar.
Hleðslunet Orku náttúrunnar er það viðamesta á landinu og er afrakstur áralangrar vinnu við uppbyggingu innviða um land allt. Í gegnum þessa vinnu hefur ON tekið að sér lykilhlutverk í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.
ON ræður til sín ráðgjafa, eins og alþekkt er meðal fyrirtækja, til að sinna tímabundnum verkefnum sem snúa að þeirra sérþekkingu. Þau verkefni sem unnin eru í tæknilegu viðhaldi innan fyrirtækisins eru flókin og krefjast sérþekkingar.
Í febrúar á þessu ári stóð ON frammi fyrir því að tæknistjóri, sem hefur umsjón með daglegum rekstri á hleðsluneti fyrirtækisins, fór í snemmbúið fæðingarorlof. Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini.
Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf. Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað og hér fyrir neðan má sjá lista yfir öll kaup á vörum frá Hleðslu ehf. frá ágúst 2018.
ON pantaði eina hleðslustöð af Hleðslu ehf. í febrúar á þessu ári. Hún var afhent í sama mánuði.
Einnig pantaði fyrirtækið hleðslu- og hraðhleðslustöðvar af fyrirtækinu á árinu 2018 sem afhentar voru í janúar 2019. Sjá töflu.
Vara | Pöntunardagsetning | Afhending 2018 | Afhending 2019 |
Hraðhleðslustöðvar | 24.08.2018 | 3 stk | 3 stk. janúar |
Hleðslustöðvar | 05.11.2018 | 22 stk. janúar |
Í ágúst stendur til að auglýsa eftir starfsmanni í tækni- og rekstrarverkefni tengd hlöðum.
ON mun áfram leggja metnað í að byggja undir árangur í orkuskiptum í samgöngum Íslandi og vinna með þeim sem best til þekkja til að tryggja þann árangur.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Í Fréttablaðinu í dag, 11. júlí, er frétt þar sem látið er að því að liggja að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað við ráðningu ráðgjafa í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar.
Hleðslunet Orku náttúrunnar er það viðamesta á landinu og er afrakstur áralangrar vinnu við uppbyggingu innviða um land allt. Í gegnum þessa vinnu hefur ON tekið að sér lykilhlutverk í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.
ON ræður til sín ráðgjafa, eins og alþekkt er meðal fyrirtækja, til að sinna tímabundnum verkefnum sem snúa að þeirra sérþekkingu. Þau verkefni sem unnin eru í tæknilegu viðhaldi innan fyrirtækisins eru flókin og krefjast sérþekkingar.
Í febrúar á þessu ári stóð ON frammi fyrir því að tæknistjóri, sem hefur umsjón með daglegum rekstri á hleðsluneti fyrirtækisins, fór í snemmbúið fæðingarorlof. Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini.
Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf. Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað og hér fyrir neðan má sjá lista yfir öll kaup á vörum frá Hleðslu ehf. frá ágúst 2018.
ON pantaði eina hleðslustöð af Hleðslu ehf. í febrúar á þessu ári. Hún var afhent í sama mánuði.
Einnig pantaði fyrirtækið hleðslu- og hraðhleðslustöðvar af fyrirtækinu á árinu 2018 sem afhentar voru í janúar 2019. Sjá töflu.
Vara | Pöntunardagsetning | Afhending 2018 | Afhending 2019 |
Hraðhleðslustöðvar | 24.08.2018 | 3 stk | 3 stk. janúar |
Hleðslustöðvar | 05.11.2018 | 22 stk. janúar |
Í ágúst stendur til að auglýsa eftir starfsmanni í tækni- og rekstrarverkefni tengd hlöðum.
ON mun áfram leggja metnað í að byggja undir árangur í orkuskiptum í samgöngum Íslandi og vinna með þeim sem best til þekkja til að tryggja þann árangur.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!