Fréttir
8. apríl 2020

Velkomin í hópinn og takk fyrir að bæta andrúmsloftið!

Það er ánægjulegt að hópur rafbílaeigenda stækkar stöðugt hér á landi. Nýskráning hreinna rafbíla frá áramótum telur nú 918 rafbíla og 541 tengiltvinnbíl. Við bjóðum nýja rafbílaeigendur velkomna í hópinn.

Hleðslunetið okkar nær hringinn í kringum landið og er í stöðugri uppbyggingu í takt við þessa fjölgun rafbíla. Í sumar er stefnan tekin á að setja upp enn öflugri hraðhleðslur en við vonum að Covid-19 hafi ekki mikil áhrif á þau plön.

Þar sem orkuskipti í samgöngum er okkar hjartans mál fá ON-lyklahafar, með heimili eða fyrirtæki í viðskiptum, 40% afslátt í öllum hraðhleðslum okkar.

Við hvetjum þó alla til að leggja bílunum í bili og ferðast innandyra yfir hátíðarnar og nýta e.t.v tímann til að panta ON-lykil, hlaða niður ON-appinu og skipuleggja ferðalög sumarsins.