Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Dec 9, 2025

Upphleyping og hola í blæstri

Upphleyping og hola í blæstri

Upphleyping á nýjustu vinnsluholu Orku náttúrunnar á Nesjavöllum, NJ-37, var framkvæmd í haust en upphleyping er mikilvægt skref í því ferli að taka nýja holu í notkun.

Eftir að borun lýkur þarf holan tíma til að hita sig upp vegna þess að miklu köldu vatni er dælt ofan í hana í borun. Þegar hún er orðin nógu heit hefur þrýstingur aukist á holutoppi og holan er opnuð, þetta heitir að hleypa holunni upp. Þá skýst vökvinn upp úr holunni með tilheyrandi hávaða. Það kallast að hafa holu í blæstri. Þegar hola er í blæstri kemur ýmislegt upp sem eftir var í holunni við borun, s.s. litlir bergmolar og drulla.

Holan er í blæstri í 2-4 vikur. Það er mikilvægt hún hreinsist vel svo engir steinar eða drulla verði eftir, því slíkt gæti annars borist inn í safnæðar virkjunarinnar. Áður en holan er tengd við virkjun þarf hún einnig að ná stöðugum þrýstingi í blæstri. Á þessum tíma eru gerðar mælingar á holunni til þess að meta afköst hennar. Ef hola nær ekki að blása við ákveðinn þrýsting sem er hærri en þrýstingurinn í safnæðunum þá er hún ekki nægilega öflug og nýtist því illa.

Á meðan hola er í blæstri má sjá gufu og vökva koma upp úr henni en þegar hún er komin í fulla nýtingu er ekkert slíkt sjáanlegt. Þá fer öll gufa og vatn beint inn í virkjun þar sem rafmagn og heitt vatn er framleitt fyrir heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Í meðfylgjandi myndbandi útskýrir Ásdís Benediktsdóttir, auðlindaleiðtogi ON, ferlið og mikilvægi þess.

Upphleyping á nýjustu vinnsluholu Orku náttúrunnar á Nesjavöllum, NJ-37, var framkvæmd í haust en upphleyping er mikilvægt skref í því ferli að taka nýja holu í notkun.

Eftir að borun lýkur þarf holan tíma til að hita sig upp vegna þess að miklu köldu vatni er dælt ofan í hana í borun. Þegar hún er orðin nógu heit hefur þrýstingur aukist á holutoppi og holan er opnuð, þetta heitir að hleypa holunni upp. Þá skýst vökvinn upp úr holunni með tilheyrandi hávaða. Það kallast að hafa holu í blæstri. Þegar hola er í blæstri kemur ýmislegt upp sem eftir var í holunni við borun, s.s. litlir bergmolar og drulla.

Holan er í blæstri í 2-4 vikur. Það er mikilvægt hún hreinsist vel svo engir steinar eða drulla verði eftir, því slíkt gæti annars borist inn í safnæðar virkjunarinnar. Áður en holan er tengd við virkjun þarf hún einnig að ná stöðugum þrýstingi í blæstri. Á þessum tíma eru gerðar mælingar á holunni til þess að meta afköst hennar. Ef hola nær ekki að blása við ákveðinn þrýsting sem er hærri en þrýstingurinn í safnæðunum þá er hún ekki nægilega öflug og nýtist því illa.

Á meðan hola er í blæstri má sjá gufu og vökva koma upp úr henni en þegar hún er komin í fulla nýtingu er ekkert slíkt sjáanlegt. Þá fer öll gufa og vatn beint inn í virkjun þar sem rafmagn og heitt vatn er framleitt fyrir heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Í meðfylgjandi myndbandi útskýrir Ásdís Benediktsdóttir, auðlindaleiðtogi ON, ferlið og mikilvægi þess.

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!