Fréttir
2. apríl 2020

Stafræn þjónusta fyrir þig

Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið færi að á tímum sem þessum ef ekki væri fyrir alnetið og stafræna þjónustu.

Við hvetjum viðskiptavini okkar að nýta sér vefinn okkar og þá stafrænu þjónustu sem er í boði:

Á mínum síðum er hægt að skoða rafmagnsreikninga, fylgjast með rafmagnsnotkun heimilisins og hér má fá góð ráð um hvernig megi lækka rafmagnsreikninginn.

Netspjallið okkar er opið 08:00-16:30  alla virka daga en það er líka hægt  að senda okkur fyrirspurn á on@on.is hvenær sem er sólarhringsins og við svörum hratt og örugglega.

Við bendum líka á að hægt er að hafa samband við okkur á Facebook síðu Orku náttúrunnar og að sjálfsögðu í síma 591 2700.

Hraður vefur þvert á tæki

Við erum þakklát og stolt yfir að vefurinn okkar hefur hlotið Íslensku vefverðlaunin. Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að „vefurinn sé hraður og virkar þvert á öll tæki“. Verðlaunin hvetja okkur áfram í vegferð okkar að veita viðskiptavinum okkar góða þjónusta og ráðgjöf.