Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Dec 2, 2024

Raforkusamningar - horft til framtíðar

Raforkusamningar - horft til framtíðar

Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá ON, flutti erindi um raforkusamninga og framtíðarsýn fyrirtækisins á ráðstefnu Orku náttúrunnar, „Forgangsröðun í orkuskorti – Hvernig tryggir jarðvarmi lífsgæði komandi kynslóða?“, sem haldin var í Hörpu í síðustu viku.

Orka náttúrunnar sinnir því mikilvæga hlutverki að framleiða bæði heitt vatn og rafmagn úr jarðhitaauðlindum Hengilsins, sem eru einstakar á heimsvísu. Veitur kaupa heita vatnið, að mestu leyti, sem nýtist til húshitunar og getum við Íslendingar talið okkur heppin að eiga jarðvarmann, því mörg lönd nota um 40-50% af sinni raforkuframleiðslu til húshitunar en við getum notað hana til að búa til bætt lífskjör.

Raforkan sem ON framleiðir er seld annars vegar inn á almenna markaðinn, þar sem heimili og lítil fyrirtæki njóta góðs af, og hins vegar í tvíhliða samninga við stærri kaupendur. Í dag sér ON fyrir 27% af raforkuþörf almenns markaðar , sem er vel umfram núverandi framleiðsluhlutdeild fyrirtækisins sem er 17%.

Markaðsverð skiptir máli

Næstu ár verða mikilvæg fyrir ON þar sem stórir raforkusamningar renna út og nýir verða gerðir. Á undanförnum misserum hefur ON unnið að áhugakönnun sem birt var á alþjóðlegum vettvangi, þar sem lýst var eftir áhugasömum kaupendum að raforku. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að eftirspurn eftir raforku er miklu meiri en framboð og að markaðsverð er hærra en núverandi samningar segja til um.

„Orkan okkar er takmörkuð auðlind, og það er ábyrgð okkar gagnvart eigendum fyrirtækisins og samfélaginu að tryggja að hver megavattstund skili sanngjörnu verði,“ sagði Margrét Lilja í erindi sínu. Hún benti jafnframt á að sala undir markaðsverði væri í andstöðu við ríkisaðstoðarreglur og gæti haft neikvæð áhrif á samkeppni.

Samfélagslegur ávinningur af raforkusamningum

Eitt skýrasta dæmið um mikilvægi markaðsverðs í raforkusamningum er áhrif þess á samfélagið. Fyrir hverja krónu sem bætist við verð á megavattstund geta sveitarfélögin sem eiga Orku náttúrunnar – að stærstum hluta Reykjavíkurborg – fjármagnað samfélagsverkefni eins og fjölgun leikskólaplássa. Nýir samningar gætu þannig skilað hundruðum leikskólaplássa árlega eða auknum fjárfestingum í frekari orkuöflun.

„Það er einstakt tækifæri fyrir okkur sem vinnum í Viðskiptaþróun hjá ON að hitta öll þessi stórhuga fyrirtæki og sjá hvernig þau vilja byggja upp verkefnin sín,“ sagði Margrét Lilja. „Þetta eru fyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbærni, skapa störf, útflutningstekjur og efla íslenskt hagkerfi.“

Framtíðin í raforkumálum

ON, ásamt móðurfélaginu Orkuveitunni, vinnur nú að umfangsmiklum borunum til að auka orkuöflun og tryggja þannig að hægt verði að mæta eftirspurn til framtíðar. Það er ljóst að vel ígrunduð stefna í gerð raforkusamninga hefur áhrif langt út fyrir starfsemi fyrirtækisins – hún snertir lífskjör komandi kynslóða.
„Framtíðin í raforkumálum er spennandi og full af tækifærum,“ sagði Margrét Lilja. „Við hjá ON erum staðráðin í að nýta hana landi og þjóð til heilla.“



Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá ON, flutti erindi um raforkusamninga og framtíðarsýn fyrirtækisins á ráðstefnu Orku náttúrunnar, „Forgangsröðun í orkuskorti – Hvernig tryggir jarðvarmi lífsgæði komandi kynslóða?“, sem haldin var í Hörpu í síðustu viku.

Orka náttúrunnar sinnir því mikilvæga hlutverki að framleiða bæði heitt vatn og rafmagn úr jarðhitaauðlindum Hengilsins, sem eru einstakar á heimsvísu. Veitur kaupa heita vatnið, að mestu leyti, sem nýtist til húshitunar og getum við Íslendingar talið okkur heppin að eiga jarðvarmann, því mörg lönd nota um 40-50% af sinni raforkuframleiðslu til húshitunar en við getum notað hana til að búa til bætt lífskjör.

Raforkan sem ON framleiðir er seld annars vegar inn á almenna markaðinn, þar sem heimili og lítil fyrirtæki njóta góðs af, og hins vegar í tvíhliða samninga við stærri kaupendur. Í dag sér ON fyrir 27% af raforkuþörf almenns markaðar , sem er vel umfram núverandi framleiðsluhlutdeild fyrirtækisins sem er 17%.

Markaðsverð skiptir máli

Næstu ár verða mikilvæg fyrir ON þar sem stórir raforkusamningar renna út og nýir verða gerðir. Á undanförnum misserum hefur ON unnið að áhugakönnun sem birt var á alþjóðlegum vettvangi, þar sem lýst var eftir áhugasömum kaupendum að raforku. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að eftirspurn eftir raforku er miklu meiri en framboð og að markaðsverð er hærra en núverandi samningar segja til um.

„Orkan okkar er takmörkuð auðlind, og það er ábyrgð okkar gagnvart eigendum fyrirtækisins og samfélaginu að tryggja að hver megavattstund skili sanngjörnu verði,“ sagði Margrét Lilja í erindi sínu. Hún benti jafnframt á að sala undir markaðsverði væri í andstöðu við ríkisaðstoðarreglur og gæti haft neikvæð áhrif á samkeppni.

Samfélagslegur ávinningur af raforkusamningum

Eitt skýrasta dæmið um mikilvægi markaðsverðs í raforkusamningum er áhrif þess á samfélagið. Fyrir hverja krónu sem bætist við verð á megavattstund geta sveitarfélögin sem eiga Orku náttúrunnar – að stærstum hluta Reykjavíkurborg – fjármagnað samfélagsverkefni eins og fjölgun leikskólaplássa. Nýir samningar gætu þannig skilað hundruðum leikskólaplássa árlega eða auknum fjárfestingum í frekari orkuöflun.

„Það er einstakt tækifæri fyrir okkur sem vinnum í Viðskiptaþróun hjá ON að hitta öll þessi stórhuga fyrirtæki og sjá hvernig þau vilja byggja upp verkefnin sín,“ sagði Margrét Lilja. „Þetta eru fyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbærni, skapa störf, útflutningstekjur og efla íslenskt hagkerfi.“

Framtíðin í raforkumálum

ON, ásamt móðurfélaginu Orkuveitunni, vinnur nú að umfangsmiklum borunum til að auka orkuöflun og tryggja þannig að hægt verði að mæta eftirspurn til framtíðar. Það er ljóst að vel ígrunduð stefna í gerð raforkusamninga hefur áhrif langt út fyrir starfsemi fyrirtækisins – hún snertir lífskjör komandi kynslóða.
„Framtíðin í raforkumálum er spennandi og full af tækifærum,“ sagði Margrét Lilja. „Við hjá ON erum staðráðin í að nýta hana landi og þjóð til heilla.“



Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!