Frétt
·
Oct 2, 2025
Orka náttúrunnar í mikilli uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi
Orka náttúrunnar í mikilli uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi



Orka náttúrunnar hefur frá stofnun verið leiðandi í uppbyggingu á hleðsluinnviðum fyrir rafbíla. Undanfarið höfum við beint sjónum okkar sérstaklega að Norðurlandi þar sem mikil uppbygging er hafin og verður haldið áfram næstu misseri.
Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu hjá ON, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar, handsöluðu á dögunum samstarf um nokkur spennandi verkefni í Skagafirði.
Í Varmahlíð nýta mörg, bæði ferðalangar og íbúar á svæðinu, tækifærið til að hlaða rafbílinn. Þar mun verða enn skemmtilegra að stoppa þegar nýr Hleðslugarður ON hefur risið þar sem 16 rafbílar munu geta hlaðið á sama tíma. Eins og á öðrum Hleðslugörðum ON verður mikið lagt upp úr því að skapa ánægjulega upplifun fyrir viðskiptavini á meðan verið er að hlaða rafbíllinn þar sem bæði börn og fullorðnir geta nýtt tímann til að sinna erindum, leika sér eða njóta gönguferða.
Auk þessa verða settar upp tvær stöðvar fyrir fjóra rafbíla bæði á Sauðárkróki, við sundlaugina, og Hofsósi, við Túngötu 1.
Til viðbótar á norðurleiðinni er ON að fjölga tengjum og auka afl í Víðigerði sem hefur verið afar vinsæl staðsetning við hringveginn meðal rafbílaeigenda til þess að stoppa og hlaða. Í dag geta átta bílar hlaðið þar samtímis og með stækkun geta 16 bílar hlaðið á allt að 400 kW. Einnig verður settur upp rafhlöðubanki í Víðigerði til að tryggja meiri hleðsluhraða. Svæðið hefur ekki annað eftirspurn til þessa og ætlum við að bæta heldur betur úr því núna.
Betra aðgengi, styttri biðtími og öflugri þjónusta
„Við sjáum mikla aukningu í notkun rafbíla um land allt og það er mikilvægt að hleðsluinnviðir fylgi þeirri þróun. Með þessari uppbyggingu á Norðurlandi tryggjum við betra aðgengi, styttri biðtíma og öflugri þjónustu fyrir rafbílaeigendur,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar, tekur undir það. „Þessi uppbygging er mikilvæg fyrir samfélagið hér í Skagafirði. Hún styður við orkuskipti og eykur bæði þægindi og traust ferðamanna sem ferðast um svæðið,“ segir Sigfús Ingi.
Uppbygging ON á Norðurlandi er liður í stærra átaki fyrirtækisins til að efla hleðsluinnviði á landsvísu. Markmiðið er að styðja við orkuskipti, auka sjálfbærni í samgöngum og tryggja að rafbílaeigendur geti ferðast um allt land með einfaldari og skilvirkari hætti.
Varmahlíð: Nýr Hleðslugarður ON rís og geta þar 16 bílar hlaðið á sama tíma á allt að 400 kW.
Víðigerði: Eftir uppfærslu geta 16 bílar hlaðið á sama tíma í stað 8 í núverandi mynd á allt að 400 kW.
Sauðárkrókur, við sundlaugina: Þar verða tengi fyrir 8 rafbíla.
Hofsós, Túngata 1: Þar verða tengi fyrir 8 bíla.

Teikning af Hleðslugarði ON í Varmahlíð

Teikning af hleðslustöðvum við Víðigerði
Orka náttúrunnar hefur frá stofnun verið leiðandi í uppbyggingu á hleðsluinnviðum fyrir rafbíla. Undanfarið höfum við beint sjónum okkar sérstaklega að Norðurlandi þar sem mikil uppbygging er hafin og verður haldið áfram næstu misseri.
Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu hjá ON, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar, handsöluðu á dögunum samstarf um nokkur spennandi verkefni í Skagafirði.
Í Varmahlíð nýta mörg, bæði ferðalangar og íbúar á svæðinu, tækifærið til að hlaða rafbílinn. Þar mun verða enn skemmtilegra að stoppa þegar nýr Hleðslugarður ON hefur risið þar sem 16 rafbílar munu geta hlaðið á sama tíma. Eins og á öðrum Hleðslugörðum ON verður mikið lagt upp úr því að skapa ánægjulega upplifun fyrir viðskiptavini á meðan verið er að hlaða rafbíllinn þar sem bæði börn og fullorðnir geta nýtt tímann til að sinna erindum, leika sér eða njóta gönguferða.
Auk þessa verða settar upp tvær stöðvar fyrir fjóra rafbíla bæði á Sauðárkróki, við sundlaugina, og Hofsósi, við Túngötu 1.
Til viðbótar á norðurleiðinni er ON að fjölga tengjum og auka afl í Víðigerði sem hefur verið afar vinsæl staðsetning við hringveginn meðal rafbílaeigenda til þess að stoppa og hlaða. Í dag geta átta bílar hlaðið þar samtímis og með stækkun geta 16 bílar hlaðið á allt að 400 kW. Einnig verður settur upp rafhlöðubanki í Víðigerði til að tryggja meiri hleðsluhraða. Svæðið hefur ekki annað eftirspurn til þessa og ætlum við að bæta heldur betur úr því núna.
Betra aðgengi, styttri biðtími og öflugri þjónusta
„Við sjáum mikla aukningu í notkun rafbíla um land allt og það er mikilvægt að hleðsluinnviðir fylgi þeirri þróun. Með þessari uppbyggingu á Norðurlandi tryggjum við betra aðgengi, styttri biðtíma og öflugri þjónustu fyrir rafbílaeigendur,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar, tekur undir það. „Þessi uppbygging er mikilvæg fyrir samfélagið hér í Skagafirði. Hún styður við orkuskipti og eykur bæði þægindi og traust ferðamanna sem ferðast um svæðið,“ segir Sigfús Ingi.
Uppbygging ON á Norðurlandi er liður í stærra átaki fyrirtækisins til að efla hleðsluinnviði á landsvísu. Markmiðið er að styðja við orkuskipti, auka sjálfbærni í samgöngum og tryggja að rafbílaeigendur geti ferðast um allt land með einfaldari og skilvirkari hætti.
Varmahlíð: Nýr Hleðslugarður ON rís og geta þar 16 bílar hlaðið á sama tíma á allt að 400 kW.
Víðigerði: Eftir uppfærslu geta 16 bílar hlaðið á sama tíma í stað 8 í núverandi mynd á allt að 400 kW.
Sauðárkrókur, við sundlaugina: Þar verða tengi fyrir 8 rafbíla.
Hofsós, Túngata 1: Þar verða tengi fyrir 8 bíla.

Teikning af Hleðslugarði ON í Varmahlíð

Teikning af hleðslustöðvum við Víðigerði
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!