Frétt
·
Nov 19, 2024
Orka náttúrunnar á COP29 í Baku
Orka náttúrunnar á COP29 í Baku



Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar, tóku þátt í COP29 loftslagsráðstefnunni í Baku í síðustu viku. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á nauðsyn þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að fjármagna nýjar lausnir til að draga úr losun, s.s. notkun skipa sem nota raf- eða lífeldsneyti.
Þýðingarmikið framlag til loftslagsmála
Orka náttúrunnar hefur lagt mikla áherslu á loftslagsmál og baráttuna gegn loftslagsvánni með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið er nú að vinna að innleiðingu mælikvarða Science Based Targets initiative (SBTi), sem mun tryggja að markmið ON í loftslagsmálum standist vísindalegar forsendur um að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C.
Þá er Jarðhitagarður Orku náttúrunnar heimili Carbfix og Climeworks, tveggja fyrirtækja sem hafa vakið athygli alþjóðasamfélagsins fyrir lausnir í kolefnisförgun. Uppruna Carbfix má rekja til samstarfs við ON sem enn stendur og meðal samstarfsverkefna fyrirtækjanna er Silfurbergsverkefnið. Hreinsistöðin Steingerður er hluti af því verkefni en markmiðið með hreinsistöðinni er að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar sem er síðan dælt niður í basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þegar Steingerður verður komin í rekstur markar það stórt skref í átt að því að gera Hellisheiðarvirkjun nær sporlausa og gæti hún því orðið fyrirmynd að því hvernig jarðvarmavirkjanir um allan heim geta dregið úr kolefnislosun sinni.
Vettvangur fyrir nýjar lausnir
„COP29 er mikilvægur vettvangur fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar til þess að efla samstarf á alþjóðavísu og miðla okkar þekkingu,“ segir Árni Hrannar Haraldsson. „Við erum stolt af því að geta sagt frá okkar verkefnum, eins og Steingerði, og taka þannig þátt í að móta þá stefnu og framtíðarsýn sem verður til á svona ráðstefnum.
Orka náttúrunnar mun áfram leggja sitt af mörkum til að þróa lausnir sem styðja við loftslagsmarkmið heimsins, bæði með eigin verkefnum og með því að styðja samstarfsaðila eins og Carbfix og Climeworks. Loftslagsráðstefnur á borð við COP29 eru kjörinn vettvangur til að sýna fram á hvernig íslensk fyrirtæki eins og Orka náttúrunnar geta verið í fararbroddi í loftslagsmálum.“

Árni og Hjálmar ásamt Snorra Hafsteini Þorkelssyni, framkvæmdastjóri fjármála og Örnu Pálsdóttur, forstöðukonu nýsköpunar auðlinda hjá Orkuveitunni, móðurfélagi ON en þau sóttu einnig ráðstefnuna.
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar, tóku þátt í COP29 loftslagsráðstefnunni í Baku í síðustu viku. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á nauðsyn þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að fjármagna nýjar lausnir til að draga úr losun, s.s. notkun skipa sem nota raf- eða lífeldsneyti.
Þýðingarmikið framlag til loftslagsmála
Orka náttúrunnar hefur lagt mikla áherslu á loftslagsmál og baráttuna gegn loftslagsvánni með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið er nú að vinna að innleiðingu mælikvarða Science Based Targets initiative (SBTi), sem mun tryggja að markmið ON í loftslagsmálum standist vísindalegar forsendur um að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C.
Þá er Jarðhitagarður Orku náttúrunnar heimili Carbfix og Climeworks, tveggja fyrirtækja sem hafa vakið athygli alþjóðasamfélagsins fyrir lausnir í kolefnisförgun. Uppruna Carbfix má rekja til samstarfs við ON sem enn stendur og meðal samstarfsverkefna fyrirtækjanna er Silfurbergsverkefnið. Hreinsistöðin Steingerður er hluti af því verkefni en markmiðið með hreinsistöðinni er að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar sem er síðan dælt niður í basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þegar Steingerður verður komin í rekstur markar það stórt skref í átt að því að gera Hellisheiðarvirkjun nær sporlausa og gæti hún því orðið fyrirmynd að því hvernig jarðvarmavirkjanir um allan heim geta dregið úr kolefnislosun sinni.
Vettvangur fyrir nýjar lausnir
„COP29 er mikilvægur vettvangur fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar til þess að efla samstarf á alþjóðavísu og miðla okkar þekkingu,“ segir Árni Hrannar Haraldsson. „Við erum stolt af því að geta sagt frá okkar verkefnum, eins og Steingerði, og taka þannig þátt í að móta þá stefnu og framtíðarsýn sem verður til á svona ráðstefnum.
Orka náttúrunnar mun áfram leggja sitt af mörkum til að þróa lausnir sem styðja við loftslagsmarkmið heimsins, bæði með eigin verkefnum og með því að styðja samstarfsaðila eins og Carbfix og Climeworks. Loftslagsráðstefnur á borð við COP29 eru kjörinn vettvangur til að sýna fram á hvernig íslensk fyrirtæki eins og Orka náttúrunnar geta verið í fararbroddi í loftslagsmálum.“

Árni og Hjálmar ásamt Snorra Hafsteini Þorkelssyni, framkvæmdastjóri fjármála og Örnu Pálsdóttur, forstöðukonu nýsköpunar auðlinda hjá Orkuveitunni, móðurfélagi ON en þau sóttu einnig ráðstefnuna.
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!