Frétt
·
Nov 14, 2025
ON í samstarf um græna uppbyggingu á Grundartanga
ON í samstarf um græna uppbyggingu á Grundartanga



Orka náttúrunnar ásamt Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland, Þróunarfélags Grundartanga, Orkuveitunni og Carbix undirrituðu í gær sameiginlega viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Samstarfið er liður í stefnu stjórnvalda um að festa í sessi samkeppnishæfa og loftslagsvæna stóriðjustarfsemi á Íslandi til framtíðar. Horft verður til uppbyggingar varmavirkjunar og nýtingar glatvarma frá Elkem fyrir nýja og fjölbreytta starfsemi. Einnig að föngun og bindingu kolefnis frá útblæstri verksmiðjunnar.
Viljayfirlýsingin er í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og þeirri framtíðarsýn sem lögð hefur verið til grundvallar atvinnustefnu stjórnvalda, að Ísland sé samfélag þar sem verðmætasköpun er knúin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda og kröftugum vexti útflutnings í atvinnugreinum með háa framleiðni.
Í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kom fram að nú árið 2025 væri að hefjast nýr kafli í stóriðjusögunni, þar sem við látum okkur ekki nægja að framleiðslan byggi á grænni orku heldur ýtum líka markvisst undir endurnýtingu orkunnar og föngun kolefnis frá verksmiðjum, þar sem við virkjum glatvarmann og fjölnýtum auðlindastraumana til margvíslegrar starfsemi. „Þannig stuðlum við að aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun á sjálfbærum grunni. Um þetta snúast þau skref sem við tökum í dag, annars vegar með viljayfirlýsingunni um aukin umsvif á Grundartanga, og hins vegar með þeirri ákvörðun að verja 400 milljónum úr Loftslags- og orkusjóði til styrktar tæknilausnum vegna losunar frá stóriðju.“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun framkvæma úttekt á lagaumhverfi og regluverki er lýtur að orkuendurnýtingu og föngun og bindingu kolefnis. Í kjölfarið verður metið hvort tilefni sé til breytinga til að greiða með almennum hætti fyrir þróun og uppbyggingu iðngarða á Íslandi.
Orka náttúrunnar rekur Jarðhitagarð ON á Hellisheiði þar sem alla daga er verið að nýta auðlindir svæðisins á ábyrgan og ábatasaman hátt. Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON, segir þá reynslu skila sér vel inn í samstarfið. „Sú dýrmæta þekking sem hefur orðið til í Jarðhitagarðinum mun nýtast vel við uppbyggingu varmavirkjunar á Grundartanga og annað sem samstarfið mun fela í sér. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau tækifæri sem í því felast.“
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði samstarfið vera dæmi um það hvernig verkefni Orkuveitunnar og dótturfélaga geti skapað raunveruleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. „Í mínum huga er þetta verkefni sem getur orðið lykillinn að því að auka samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi. Við hjá Orkuveitunni erum að nýta auðlindir Íslands af ábyrgð og þróum nýjar lausnir sem stuðla að kolefnishlutleysi, orkuöryggi og sjálfbærri atvinnuuppbyggingu.“ Sævar nefndi einnig að samkvæmt greiningum Þróunarfélags Grundartanga gæti möguleiki skapast, með auknum umsvifum, á allt að 800 nýjum störfum á svæðinu.
„Við höfum unnið lengi og markvisst að þróun græns iðngarðs hér á svæðinu og nú erum við farin að sjá það komast á framkvæmdastig. Nú þegar eru öflug fyrirtæki starfandi á Grundartanga og mikill áhugi er meðal nýrra fyrirtækja á að koma og starfa hér í samræmi við stefnu græns iðngarðs. Þar má m.a. nefna félög í magnesíumvinnslu, landeldi, grænu eldsneyti og fóðurframleiðslu. Samstarf þessara aðila styrkir verulega grunninn að því að þessi verkefni verði að veruleika á næstunni,“ sagði Guðjón Steindórsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga.

Orka náttúrunnar ásamt Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland, Þróunarfélags Grundartanga, Orkuveitunni og Carbix undirrituðu í gær sameiginlega viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Samstarfið er liður í stefnu stjórnvalda um að festa í sessi samkeppnishæfa og loftslagsvæna stóriðjustarfsemi á Íslandi til framtíðar. Horft verður til uppbyggingar varmavirkjunar og nýtingar glatvarma frá Elkem fyrir nýja og fjölbreytta starfsemi. Einnig að föngun og bindingu kolefnis frá útblæstri verksmiðjunnar.
Viljayfirlýsingin er í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og þeirri framtíðarsýn sem lögð hefur verið til grundvallar atvinnustefnu stjórnvalda, að Ísland sé samfélag þar sem verðmætasköpun er knúin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda og kröftugum vexti útflutnings í atvinnugreinum með háa framleiðni.
Í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kom fram að nú árið 2025 væri að hefjast nýr kafli í stóriðjusögunni, þar sem við látum okkur ekki nægja að framleiðslan byggi á grænni orku heldur ýtum líka markvisst undir endurnýtingu orkunnar og föngun kolefnis frá verksmiðjum, þar sem við virkjum glatvarmann og fjölnýtum auðlindastraumana til margvíslegrar starfsemi. „Þannig stuðlum við að aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun á sjálfbærum grunni. Um þetta snúast þau skref sem við tökum í dag, annars vegar með viljayfirlýsingunni um aukin umsvif á Grundartanga, og hins vegar með þeirri ákvörðun að verja 400 milljónum úr Loftslags- og orkusjóði til styrktar tæknilausnum vegna losunar frá stóriðju.“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun framkvæma úttekt á lagaumhverfi og regluverki er lýtur að orkuendurnýtingu og föngun og bindingu kolefnis. Í kjölfarið verður metið hvort tilefni sé til breytinga til að greiða með almennum hætti fyrir þróun og uppbyggingu iðngarða á Íslandi.
Orka náttúrunnar rekur Jarðhitagarð ON á Hellisheiði þar sem alla daga er verið að nýta auðlindir svæðisins á ábyrgan og ábatasaman hátt. Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON, segir þá reynslu skila sér vel inn í samstarfið. „Sú dýrmæta þekking sem hefur orðið til í Jarðhitagarðinum mun nýtast vel við uppbyggingu varmavirkjunar á Grundartanga og annað sem samstarfið mun fela í sér. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau tækifæri sem í því felast.“
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði samstarfið vera dæmi um það hvernig verkefni Orkuveitunnar og dótturfélaga geti skapað raunveruleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. „Í mínum huga er þetta verkefni sem getur orðið lykillinn að því að auka samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi. Við hjá Orkuveitunni erum að nýta auðlindir Íslands af ábyrgð og þróum nýjar lausnir sem stuðla að kolefnishlutleysi, orkuöryggi og sjálfbærri atvinnuuppbyggingu.“ Sævar nefndi einnig að samkvæmt greiningum Þróunarfélags Grundartanga gæti möguleiki skapast, með auknum umsvifum, á allt að 800 nýjum störfum á svæðinu.
„Við höfum unnið lengi og markvisst að þróun græns iðngarðs hér á svæðinu og nú erum við farin að sjá það komast á framkvæmdastig. Nú þegar eru öflug fyrirtæki starfandi á Grundartanga og mikill áhugi er meðal nýrra fyrirtækja á að koma og starfa hér í samræmi við stefnu græns iðngarðs. Þar má m.a. nefna félög í magnesíumvinnslu, landeldi, grænu eldsneyti og fóðurframleiðslu. Samstarf þessara aðila styrkir verulega grunninn að því að þessi verkefni verði að veruleika á næstunni,“ sagði Guðjón Steindórsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga.

Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!


