Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Jun 30, 2023

ON og Carbfix stíga mikilvæg skref í átt að sporleysi Hellisheiðarvirkjunar

ON og Carbfix stíga mikilvæg skref í átt að sporleysi Hellisheiðarvirkjunar

Fyrsta skóflustungan að hreinsistöðinni Steingerði við Hellisheiðarvirkjun var tekin í dag en með tilkomu hennar tekst að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni frá virkjuninni.


Framkvæmdir við byggingu nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun hófust í dag þegar þau Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar tóku fyrstu skóflustungu að stöðinni, sem mun bera heitið Steingerður.

Fyrsta sporlausa jarðvarmavirkjun heims

Skóflustungan markar upphaf framkvæmda vegna Silfurbergsverkefnisins svokallaða sem er samstarfsverkefni Carbfix og Orku náttúrunnar. Markmið þess er að reisa öflugri hreinsistöð sem mun, ásamt núverandi hreinsistöð, fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dæla því niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Stefnt er að gangsetningu Steingerðar árið 2025 og verður Hellisheiðarvirkjun þar með nær sporlaus, fyrst jarðvarmavirkjana á heimsvísu.

Mikilvægt að vera hluti af lausninni

„Það er Orku náttúrunnar mikilvægt að vera hluti af lausninni gegn hamfarahlýnun jarðar. Það er því mikið ánægjuefni þegar Hellisheiðarvirkjun verður farin að framleiða nánast sporlaust og nýta jarðvarmann á sjálfbæran hátt,“ segir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON.

Núverandi hreinsistöð á Hellisheiði sem var tekin í gagnið árið 2014 fangar um 30% koldíoxíðs og 75% brennisteinsvetni frá virkjuninni. Verkefnið hlaut árið 2021 600 milljóna króna styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.

Getur haft áhrif á heimsvísu

„Það er afar ánægjulegt að framkvæmdir við byggingu Steingerðar séu að hefjast enda höfum við unnið lengi að þessum áfanga með ON. Þetta hjálpar okkur á vegferð okkar við að kynna Carbfix tæknina sem er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinana,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.

Um ON:

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn á ábyrgan og umhverfisvænan hátt til allra landsmanna. Markmiðið er að gæta hagsmuna auðlinda landsins og viðskiptavina fyrirtækisins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þar með styður fyrirtækið við nýsköpun, ábyrga nýtingu auðlindarinnar og flýtir fyrir orkuskiptum með minna vistspori, samfélaginu öllu til heilla.

Um Carbfix:

Carbfix er brautryðjandi á heimsvísu í bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. Fyrirtækið hefur síðan 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni sem er örugg, sannreynd, varanleg og hagkvæm. Stefnt er að frekari innleiðingu hennar bæði á Íslandi og erlendis. Nánari upplýsingar um fyrirtækið, tækni þess og verkefni má finna á carbfix.com.


Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.

Fyrsta skóflustungan að hreinsistöðinni Steingerði við Hellisheiðarvirkjun var tekin í dag en með tilkomu hennar tekst að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni frá virkjuninni.


Framkvæmdir við byggingu nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun hófust í dag þegar þau Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar tóku fyrstu skóflustungu að stöðinni, sem mun bera heitið Steingerður.

Fyrsta sporlausa jarðvarmavirkjun heims

Skóflustungan markar upphaf framkvæmda vegna Silfurbergsverkefnisins svokallaða sem er samstarfsverkefni Carbfix og Orku náttúrunnar. Markmið þess er að reisa öflugri hreinsistöð sem mun, ásamt núverandi hreinsistöð, fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dæla því niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Stefnt er að gangsetningu Steingerðar árið 2025 og verður Hellisheiðarvirkjun þar með nær sporlaus, fyrst jarðvarmavirkjana á heimsvísu.

Mikilvægt að vera hluti af lausninni

„Það er Orku náttúrunnar mikilvægt að vera hluti af lausninni gegn hamfarahlýnun jarðar. Það er því mikið ánægjuefni þegar Hellisheiðarvirkjun verður farin að framleiða nánast sporlaust og nýta jarðvarmann á sjálfbæran hátt,“ segir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON.

Núverandi hreinsistöð á Hellisheiði sem var tekin í gagnið árið 2014 fangar um 30% koldíoxíðs og 75% brennisteinsvetni frá virkjuninni. Verkefnið hlaut árið 2021 600 milljóna króna styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.

Getur haft áhrif á heimsvísu

„Það er afar ánægjulegt að framkvæmdir við byggingu Steingerðar séu að hefjast enda höfum við unnið lengi að þessum áfanga með ON. Þetta hjálpar okkur á vegferð okkar við að kynna Carbfix tæknina sem er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinana,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.

Um ON:

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn á ábyrgan og umhverfisvænan hátt til allra landsmanna. Markmiðið er að gæta hagsmuna auðlinda landsins og viðskiptavina fyrirtækisins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þar með styður fyrirtækið við nýsköpun, ábyrga nýtingu auðlindarinnar og flýtir fyrir orkuskiptum með minna vistspori, samfélaginu öllu til heilla.

Um Carbfix:

Carbfix er brautryðjandi á heimsvísu í bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. Fyrirtækið hefur síðan 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni sem er örugg, sannreynd, varanleg og hagkvæm. Stefnt er að frekari innleiðingu hennar bæði á Íslandi og erlendis. Nánari upplýsingar um fyrirtækið, tækni þess og verkefni má finna á carbfix.com.


Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!