Fréttir
26. október 2020

Nýjar hleðslustöðvar á Þingvöllum

Nýlega opnuðum við nýjar hleðslustöðvar við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Um er að ræða eina 50kW hraðhleðslustöð auka tveggja 22kW.

„Hér erum við að bæta þjónustuna við ferðalanga á rafmagnsbílum en við tökum eftir því að æ fleiri nýta sér þann fararkost“,

segir Einar Á. E. Sæmundsen Þingvallaþjóðgarðsvörður, en þetta verkefni hefur verið langþráð innan þjóðgarðsins enda sífellt fleiri og fleiri sem ferðast um á rafbílum.