Frétt
·
May 13, 2025
Metfjöldi gesta á Fjölskyldudegi ON
Metfjöldi gesta á Fjölskyldudegi ON



Fjölskyldudagur ON var haldinn síðastliðinn sunnudag í Jarðhitasýningunni á Hellisheiði. Viðburðurinn er árlegur og vex með hverju árinu því í ár mættu um 500 manns sem er töluvert meiri fjöldi en undanfarin ár.
Það var margt að upplifa og sjá því til viðbótar við það að gestir gátu upplifað undur jarðhitans í gegnum Jarðhitasýninguna þá voru Stjörnu-Sævar, Vísinda-Villi og Sirkus Íslands á staðnum. Börnin fengu andlitsmálningu og fígúrublöðrur, fóru í jarðhitabingó, grímusmiðju, gátu litað og skemmt sér við ýmsa afþreyingu.
Einnig var formlegt útgáfuhóf Forvitnisbókarinnar á fjölskyldudeginum en Forvitnisbókin er ný fræðslu-, lita- og þrautabók um jarðhitann og frábær fyrir forvitna krakka sem hafa gaman af því að lita. Forvitnisbókin þróaðist út frá Forvitnishorninu í Jarðhitasýningunni, Ninna Þórarinsdóttir teiknaði myndirnar og Kathryn Ann Teeter og teymið á Jarðhitasýningunni skrifaði textann.
Þessar frábæru myndir tala sínu máli og við hlökkum til að sjá fleiri gesti mæta að ári enda erfitt að finna betri og meira fræðandi fjölskylduskemmtun.





Fjölskyldudagur ON var haldinn síðastliðinn sunnudag í Jarðhitasýningunni á Hellisheiði. Viðburðurinn er árlegur og vex með hverju árinu því í ár mættu um 500 manns sem er töluvert meiri fjöldi en undanfarin ár.
Það var margt að upplifa og sjá því til viðbótar við það að gestir gátu upplifað undur jarðhitans í gegnum Jarðhitasýninguna þá voru Stjörnu-Sævar, Vísinda-Villi og Sirkus Íslands á staðnum. Börnin fengu andlitsmálningu og fígúrublöðrur, fóru í jarðhitabingó, grímusmiðju, gátu litað og skemmt sér við ýmsa afþreyingu.
Einnig var formlegt útgáfuhóf Forvitnisbókarinnar á fjölskyldudeginum en Forvitnisbókin er ný fræðslu-, lita- og þrautabók um jarðhitann og frábær fyrir forvitna krakka sem hafa gaman af því að lita. Forvitnisbókin þróaðist út frá Forvitnishorninu í Jarðhitasýningunni, Ninna Þórarinsdóttir teiknaði myndirnar og Kathryn Ann Teeter og teymið á Jarðhitasýningunni skrifaði textann.
Þessar frábæru myndir tala sínu máli og við hlökkum til að sjá fleiri gesti mæta að ári enda erfitt að finna betri og meira fræðandi fjölskylduskemmtun.





Fréttir

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!

Viltu fá fréttir frá okkur?
Fáðu nýjustu fréttir frá okkar fjölbreyttu starfsemi, beint í pósthólfið þitt!


