Fréttir
15. nóvember 2020

Ljósi varpað á Vetrarhátíð

Orka náttúrunnar í samstarfi við Reykjavíkurborg og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um ljósverk á Vetrarhátíð sem haldin er dagana 4. – 7. febrúar næstkomandi. Ein milljón króna er í fyrstu verðlaun og er keppnin opin öllum hönnuðum arkitektum, myndlistarmönnum, tónlistarmönnum, ljósamönnum, tölvunafræðingum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn, hönnun og list í einhverju formi.

Hvatt er til samstarfs milli ólíkra greina og kostur er ef verkið felur í sér gagnvirkni sem kallar á þátttöku gesta Vetrarhátíðar.

Verkin má framkvæma hvar sem er í borgarlandinu en ljósverk Vetrarhátíðar hafa lýst upp vetrarmyrkrið og lífgað upp á borgina á meðan hátíðin stendur yfir.

Orka náttúrunnar er stolt af því að taka þátt í þessu spennandi verkefni og hvetur alla þá sem hafa áhuga að taka þátt.

Skilafrestur rennur út á miðnætti þann 14. desember næstkomandi.

Samkeppni um ljósverk á Vetrarhátíð – ítarleg keppnislýsing