Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Nov 12, 2025

Klárum orkuskiptin - okkur öllum til heilla

Klárum orkuskiptin - okkur öllum til heilla

Ráðstefna Orku náttúrunnar með yfirskriftinni „Ertu ON í umbreytingu? Klárum orkuskiptin á Íslandi!“ var haldin í gær, 11. nóvember í Hörpu og tókst hún mjög vel.

Markmið ráðstefnunnar var að opna umræðu um næstu skref, áskoranir og tækifæri tengd orkuskiptunum á Íslandi. Sérstök áhersla var lögð á rafbílavæðingu ferðaþjónustunnar og hvernig mismunandi hagaðilar geta hraðað orkuskiptum með nýtingu innviða sem þegar eru fyrir hendi.

Hér er hægt að hlusta á upptöku af ráðstefnunni.

Árni Hrannar Haraldsson bauð gesti velkomna og hélt stutta tölu í upphafi ráðstefnunnar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hélt svo kraftmikið opnunarávarp.

Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá ON tók svo við. Í beittu erindi sínu lagði hún meðal annars áherslu á að lágt hlutfall bílaleigubíla eru rafbílar, sem er þvert á þá þróun sem hefur verið í gangi hjá almenningi þar sem nýskráðir bílar eru flestir rafbílar. Einnig að það ætti að vera vilji til þess hjá okkur Íslendingum að láta ekki ferðamanninn stjórna för í því hvers konar bílar séu fluttir til landsins og notaðir hér næstu árin. Tinna kom einnig inn á að við ættum ekki að þurfa að vera háð framleiðslu annarra þjóða á jarðefnaeldsneyti þegar við eigum alla þessa grænu orku hérlendis. 

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, var næstur á mælendaskránni en hann fjallaði um orkuskipti í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, ​stöðu þeirra í dag og hvað er framundan hjá þeim en Strætó er meðal annars með útboð á hleðsluinnviðum í gangi þar sem gert er ráð fyrir um 110 til 130 hleðslustöðvum í þeim áfanga. Strætó er eitt af þeim fyrirtækjum sem er komið hvað lengst í orkuskiptunum hér á landi.

Næst á sviðið var Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp​ sem hélt erindi á jákvæðu nótunum sem kallaðist „Hoppum inn í framtíðina" þar sem hún fjallaði um skútu- og deilibílahagkerfið og innkomu Hopps á leigubílamarkað en öll farartæki Hopps ganga fyrir rafmagni.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, var svo síðastur fyrirlesara en hann flutti erindið „Háspenna á hálendi.  Orkuskiptin - frá vilja til veruleika“ og fjallaði um vegferð Hölds í orkuskiptunum og samskipti þeirra við stjórnvöld sem honum finnst lítinn árangur hafa borið. Hann segir fyrirsjáanleikann engan í því sem stjórnvöld eru að gera. 

Eftir erindin tóku við umræður í pallborði en þátttakendur í því voru þau Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri ON, Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds og Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Umræðunum stjórnaði Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu hjá ON​.

Í umræðum kom skýrt fram að það sé brýnt að sameina krafta stjórnvalda, fyrirtækja og almennings til að tryggja að Ísland standi vörð um stöðu sína í sjálfbærri orkuöflun og orkuskiptum.

Ráðstefnan þótti vel heppnuð hjá þeim sem hana sóttu og erum við hjá Orku náttúrunnar ánægð með að hafa tekið frumkvæði í því að halda umræðunni um orkuskipti áfram. Þannig vonumst við til að orkuskiptin á Íslandi klárist, okkur öllum til heilla.

 

Ráðstefna Orku náttúrunnar með yfirskriftinni „Ertu ON í umbreytingu? Klárum orkuskiptin á Íslandi!“ var haldin í gær, 11. nóvember í Hörpu og tókst hún mjög vel.

Markmið ráðstefnunnar var að opna umræðu um næstu skref, áskoranir og tækifæri tengd orkuskiptunum á Íslandi. Sérstök áhersla var lögð á rafbílavæðingu ferðaþjónustunnar og hvernig mismunandi hagaðilar geta hraðað orkuskiptum með nýtingu innviða sem þegar eru fyrir hendi.

Hér er hægt að hlusta á upptöku af ráðstefnunni.

Árni Hrannar Haraldsson bauð gesti velkomna og hélt stutta tölu í upphafi ráðstefnunnar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hélt svo kraftmikið opnunarávarp.

Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá ON tók svo við. Í beittu erindi sínu lagði hún meðal annars áherslu á að lágt hlutfall bílaleigubíla eru rafbílar, sem er þvert á þá þróun sem hefur verið í gangi hjá almenningi þar sem nýskráðir bílar eru flestir rafbílar. Einnig að það ætti að vera vilji til þess hjá okkur Íslendingum að láta ekki ferðamanninn stjórna för í því hvers konar bílar séu fluttir til landsins og notaðir hér næstu árin. Tinna kom einnig inn á að við ættum ekki að þurfa að vera háð framleiðslu annarra þjóða á jarðefnaeldsneyti þegar við eigum alla þessa grænu orku hérlendis. 

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, var næstur á mælendaskránni en hann fjallaði um orkuskipti í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, ​stöðu þeirra í dag og hvað er framundan hjá þeim en Strætó er meðal annars með útboð á hleðsluinnviðum í gangi þar sem gert er ráð fyrir um 110 til 130 hleðslustöðvum í þeim áfanga. Strætó er eitt af þeim fyrirtækjum sem er komið hvað lengst í orkuskiptunum hér á landi.

Næst á sviðið var Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp​ sem hélt erindi á jákvæðu nótunum sem kallaðist „Hoppum inn í framtíðina" þar sem hún fjallaði um skútu- og deilibílahagkerfið og innkomu Hopps á leigubílamarkað en öll farartæki Hopps ganga fyrir rafmagni.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, var svo síðastur fyrirlesara en hann flutti erindið „Háspenna á hálendi.  Orkuskiptin - frá vilja til veruleika“ og fjallaði um vegferð Hölds í orkuskiptunum og samskipti þeirra við stjórnvöld sem honum finnst lítinn árangur hafa borið. Hann segir fyrirsjáanleikann engan í því sem stjórnvöld eru að gera. 

Eftir erindin tóku við umræður í pallborði en þátttakendur í því voru þau Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri ON, Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds og Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Umræðunum stjórnaði Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu hjá ON​.

Í umræðum kom skýrt fram að það sé brýnt að sameina krafta stjórnvalda, fyrirtækja og almennings til að tryggja að Ísland standi vörð um stöðu sína í sjálfbærri orkuöflun og orkuskiptum.

Ráðstefnan þótti vel heppnuð hjá þeim sem hana sóttu og erum við hjá Orku náttúrunnar ánægð með að hafa tekið frumkvæði í því að halda umræðunni um orkuskipti áfram. Þannig vonumst við til að orkuskiptin á Íslandi klárist, okkur öllum til heilla.

 

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!