Fréttir
22. október 2020

Fögnum vetri en förum varlega

Nú þegar veturinn nálgast er vert að huga að bílnum og hvernig best er að búa hann undir kólnandi veðurfar. Við lumum á nokkrum ráðum sem gott er að hafa í huga á þessum árstíma:

  • Þegar kemur að 100% rafmagnsbílum, er best að hlaða þá þegar rafhlaðan er heit þar sem heitar rafhlöður hlaða betur en kaldar. Til dæmis er betra að hraðhlaða í lok ferðar en í byrjun þeirra næstu. Ef þú skýst t.d. á Flúðir, hleður þú þegar þú mætir í stað þess að hlaða áður en þú heldur heim.
  • Þegar kemur að dekkjum þá mælum við ekki með nagladekkjum nema ef aðstæður krefjast þess. Það er líka vert að skoða orkunýtnistuðla dekkja við val á vetrardekkjum.
  • Það borgar sig alltaf að hafa hleðslusnúru með í bílnum til að geta nýtt þær fjölmörgu AC hleðslur sem eru komnar víðsvegar um landið.
  • Mundu að huga að hleðslunni þar sem rafbílar (eins og aðrir bílar) eyða meiri orku í kaldara (þéttara) lofti.

Slökum á hraðanum og munum að brosa – hver er svo sem að flýta sér þessa dagana!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.