Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Jun 30, 2025

Fyrsta MCS hleðslutengi landsins komið í gagnið

Fyrsta MCS hleðslutengi landsins komið í gagnið

Orka náttúrunnar opnaði á dögunum  fyrsta MCS hleðslutengi (e. Megawatt Charging System) á Íslandi, og eitt af þeim fyrstu í allri Evrópu. Tengið er staðsett í Hleðslugarðinum okkar í Borgarnesi.

Þó ekki sé gert ráð fyrir almennri notkun á tenginu strax og rafknúnir flutningabílar sem nýta MCS tengi séu ekki enn komnir í umferð hér á landi er þessi uppsetning mikilvægur áfangi í innviðauppbyggingu framtíðar. Við viljum sýna að Ísland er tilbúið að taka næsta skref í orkuskiptnum.

„Það er markmið okkar að vera leiðandi í orkuskiptum og byggja innviði sem styðja við nýja tækni, jafnvel áður en hún er komin í almenna notkun hér á landi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu. „Þetta framtak markar mikilvægan þátt í þróun orkuskipta og sýnir vilja ON til að taka frumkvæði, ekki bara innanlands heldur líka á alþjóðavísu,“ bætir Jóhann Ingi við.

Hvað er MCS?

MCS (Megawatt Charging System) er ný tegund hleðslutengis sem þróuð er sérstaklega fyrir rafknúin flutningatæki, s.s. stóra vörubíla og rútur.

Helstu einkenni MCS:

Mjög há afköst – Styður allt að 3.75 MW (þ.e. 3000 A við 1250 V), sem er margfalt hraðari hleðsla en möguleg er með hefðbundnum CCS tengjum.

Hannað fyrir atvinnubíla – Sérstaklega ætlað þungaflutningum með stóra rafhlöðu.

Stærra og öflugra tengi – Gert fyrir miklar rafmagnskröfur og endingargetu.

Alþjóðleg þróun – MCS er þróað af CharIN, samtökunum og stendur að CCS hleðslustaðlinum.

Orka náttúrunnar opnaði á dögunum  fyrsta MCS hleðslutengi (e. Megawatt Charging System) á Íslandi, og eitt af þeim fyrstu í allri Evrópu. Tengið er staðsett í Hleðslugarðinum okkar í Borgarnesi.

Þó ekki sé gert ráð fyrir almennri notkun á tenginu strax og rafknúnir flutningabílar sem nýta MCS tengi séu ekki enn komnir í umferð hér á landi er þessi uppsetning mikilvægur áfangi í innviðauppbyggingu framtíðar. Við viljum sýna að Ísland er tilbúið að taka næsta skref í orkuskiptnum.

„Það er markmið okkar að vera leiðandi í orkuskiptum og byggja innviði sem styðja við nýja tækni, jafnvel áður en hún er komin í almenna notkun hér á landi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, forstöðumaður Sölu og þjónustu. „Þetta framtak markar mikilvægan þátt í þróun orkuskipta og sýnir vilja ON til að taka frumkvæði, ekki bara innanlands heldur líka á alþjóðavísu,“ bætir Jóhann Ingi við.

Hvað er MCS?

MCS (Megawatt Charging System) er ný tegund hleðslutengis sem þróuð er sérstaklega fyrir rafknúin flutningatæki, s.s. stóra vörubíla og rútur.

Helstu einkenni MCS:

Mjög há afköst – Styður allt að 3.75 MW (þ.e. 3000 A við 1250 V), sem er margfalt hraðari hleðsla en möguleg er með hefðbundnum CCS tengjum.

Hannað fyrir atvinnubíla – Sérstaklega ætlað þungaflutningum með stóra rafhlöðu.

Stærra og öflugra tengi – Gert fyrir miklar rafmagnskröfur og endingargetu.

Alþjóðleg þróun – MCS er þróað af CharIN, samtökunum og stendur að CCS hleðslustaðlinum.

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!