News
•
Jul 11, 2025
Jarðvarmahlaup ON í hjarta Hengilsins var frábærlega vel heppnað
Jarðvarmahlaup ON í hjarta Hengilsins var frábærlega vel heppnað



Jarðvarmahlaup Orku náttúrunnar fór fram í gær við frábærar aðstæður í hjarta Hengilsins. Veðrið lék við þátttakendur sem nutu einstakrar náttúruupplifunar í þessu einstaka hlaupi sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
Ræst var við Hellisheiðarvirkjun og lá 13 km hlaupaleiðin inn í Sleggjubeinsdal, upp í Sleggjubeinsskarð og meðfram Skarðsmýrarfjalli. Hlauparar komu svo aftur niður að virkjuninni, þar sem gleði og mikilfenglegt útsýni tóku á móti þeim á leið í markið.
Hlaupið var öllum opið og þátttaka ókeypis, en takmörkuð við 500 manns. Fljótlega varð uppselt í hlaupið og stemningin var frábær, bæði á meðal hlaupara og áhorfenda.
Jarðvarmahlaup ON er nú komið á kortið hjá hlaupurum sem eitt eftirminnilegasta náttúruhlaup ársins en tilgangur hlaupsins var að vekja athygli fólks á þessu stórbrotna útivistarsvæði í bakgarði höfuðborgarinnar sem og að hvetja sem flest til að nýta svæðið til að hlaða orkuna í fallegri náttúrunni.
Þau sem vilja gera það geta kíkt á áhugaverðar gönguleiðir og kort hér.
Fyrstu keppendur í mark í hlaupinu voru:
Karlar: Tími:
1. Ingvar Hjartarson 00:56:06
2. Benedikt Óli Sævarsson 00:58:03
3. Gunnar Birnir Ólafsson 00:58:31

Konur: Tími:
1. Jóhanna Ólafs 01:03:22
2. Daría Jósefsdóttir 01:12:39
3. Elsa Hannesdóttir 01:14:24




Jarðvarmahlaup Orku náttúrunnar fór fram í gær við frábærar aðstæður í hjarta Hengilsins. Veðrið lék við þátttakendur sem nutu einstakrar náttúruupplifunar í þessu einstaka hlaupi sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
Ræst var við Hellisheiðarvirkjun og lá 13 km hlaupaleiðin inn í Sleggjubeinsdal, upp í Sleggjubeinsskarð og meðfram Skarðsmýrarfjalli. Hlauparar komu svo aftur niður að virkjuninni, þar sem gleði og mikilfenglegt útsýni tóku á móti þeim á leið í markið.
Hlaupið var öllum opið og þátttaka ókeypis, en takmörkuð við 500 manns. Fljótlega varð uppselt í hlaupið og stemningin var frábær, bæði á meðal hlaupara og áhorfenda.
Jarðvarmahlaup ON er nú komið á kortið hjá hlaupurum sem eitt eftirminnilegasta náttúruhlaup ársins en tilgangur hlaupsins var að vekja athygli fólks á þessu stórbrotna útivistarsvæði í bakgarði höfuðborgarinnar sem og að hvetja sem flest til að nýta svæðið til að hlaða orkuna í fallegri náttúrunni.
Þau sem vilja gera það geta kíkt á áhugaverðar gönguleiðir og kort hér.
Fyrstu keppendur í mark í hlaupinu voru:
Karlar: Tími:
1. Ingvar Hjartarson 00:56:06
2. Benedikt Óli Sævarsson 00:58:03
3. Gunnar Birnir Ólafsson 00:58:31

Konur: Tími:
1. Jóhanna Ólafs 01:03:22
2. Daría Jósefsdóttir 01:12:39
3. Elsa Hannesdóttir 01:14:24




News

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!