News
•
Sep 30, 2025
Vísindaveisla í Höllinni
Vísindaveisla í Höllinni



Orka náttúrunnar tók þátt í Vísindavöku Rannís um síðustu helgi þar sem gestir gátu fræðst um hvernig við nýtum auðlindirnar okkar á ábyrgan hátt og framleiðum bæði heitt vatn og rafmagn í virkjunum okkar.
Með okkur á Vísindavöku var móðurfélag ON, Orkuveitan, ásamt hinum dótturfélögunum, Veitum og Carbfix. Auk þess voru bæði Jarðhitasýningin og Elliðaárstöð sem heyra undir móðurfélagið líka með. Viðburðurinn tókst afskaplega vel og var aðsókn góð og heimsóttu gestir á öllum aldri Vísindavöku í ár.
Það er Rannís sem stendur fyrir Vísindavöku en þar stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem fremsta vísindafólk landsins sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt. Vísindavaka er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.
Áhugi á verkefnum okkar og Orkuveitunnar allrar var mikill og gátu gestir tekið þátt í blindandi mælaskiptum Veitna, kynnt sér vísindin á bakvið ljósleiðara hjá Ljósleiðaranum, kíkt á mismunandi steina í smásjá Jarðhitasýningarinnar, lært um ferðalag dropans og hringrás vatnsins hjá Elliðaárstöð, kynnt sér hvernig Carbfix bindur CO2 varanlega og tekið þátt í skemmtilegum leik hjá okkur hjá ON.
Við þökkum Rannís kærlega fyrir að skipuleggja þennan vel heppnaða viðburð og öllum gestunum sem heimsóttu okkar í básinn okkar og fræddust um starfsemi okkar.
Við hlökkum til Vísindavöku að ári!


Orka náttúrunnar tók þátt í Vísindavöku Rannís um síðustu helgi þar sem gestir gátu fræðst um hvernig við nýtum auðlindirnar okkar á ábyrgan hátt og framleiðum bæði heitt vatn og rafmagn í virkjunum okkar.
Með okkur á Vísindavöku var móðurfélag ON, Orkuveitan, ásamt hinum dótturfélögunum, Veitum og Carbfix. Auk þess voru bæði Jarðhitasýningin og Elliðaárstöð sem heyra undir móðurfélagið líka með. Viðburðurinn tókst afskaplega vel og var aðsókn góð og heimsóttu gestir á öllum aldri Vísindavöku í ár.
Það er Rannís sem stendur fyrir Vísindavöku en þar stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem fremsta vísindafólk landsins sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt. Vísindavaka er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.
Áhugi á verkefnum okkar og Orkuveitunnar allrar var mikill og gátu gestir tekið þátt í blindandi mælaskiptum Veitna, kynnt sér vísindin á bakvið ljósleiðara hjá Ljósleiðaranum, kíkt á mismunandi steina í smásjá Jarðhitasýningarinnar, lært um ferðalag dropans og hringrás vatnsins hjá Elliðaárstöð, kynnt sér hvernig Carbfix bindur CO2 varanlega og tekið þátt í skemmtilegum leik hjá okkur hjá ON.
Við þökkum Rannís kærlega fyrir að skipuleggja þennan vel heppnaða viðburð og öllum gestunum sem heimsóttu okkar í básinn okkar og fræddust um starfsemi okkar.
Við hlökkum til Vísindavöku að ári!


News

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!