News
•
Jul 14, 2025
Mikill áhugi erlendis frá á starfsemi ON - indverskur ráðherra í heimsókn
Mikill áhugi erlendis frá á starfsemi ON - indverskur ráðherra í heimsókn



Áhugi á starfsemi Orku náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu Íslendinga á jarðhita er mikill og fer vaxandi á alþjóðavísu. Sífellt fleiri ríki, fyrirtæki og stofnanir horfa til Íslands, og ekki síst ON, þegar kemur að því að læra af reynslu og lausnum sem byggja á áratuga þekkingu og árangursríkum rekstri jarðvarmavirkjana. Þessi aukni áhugi skapar bæði tækifæri og nýjar víddir í alþjóðlegu samstarfi og þróun verkefna.
Í síðustu viku heimsótti indverski ráðherrann, Shri Hardeep S. Puri (Minister of Petroleum and Natural Gas for India), Hellisheiðarvirkjun ásamt sendinefnd. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér íslenska jarðhitanýtingu og kanna möguleika á samstarfi við íslensk fyrirtæki.
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, kynnti starfsemi ON og framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir gestunum. Hann lagði áherslu á mikilvægi nýsköpunar og alþjóðlegrar samvinnu, og greindi meðal annars frá Glóð – nýsköpunarkjarna í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar. Þar gefst nýsköpunarfyrirtækjum og rannsakendum tækifæri til að þróa lausnir í orkutengdri nýsköpun og hringrásarhagkerfi, í takt við sjálfbæra sýn fyrirtækisins.
Fleiri íslensk fyrirtæki voru einnig með kynningar fyrir indversku gestina:
Kristinn Ingi Lárusson, Chief Commercial/Business Officer hjá Carbfix, fjallaði um fyrirtækið og starfsemi þess og þau tækifæri sem felast í kolefnisbindingu.
Haukur Þór Haraldsson frá Verkís og Daði Þorbjörnsson frá ÍSOR kynntu alþjóðleg jarðhitaverkefni sem fyrirtækin hafa unnið saman að.
Marta Rós Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Baseload Power Iceland, greindi frá þróun verkefna fyrirtækisins á sviði jarðhitanýtingar.
Heimsóknin var afar vel heppnuð og fengu gestirnir góða yfirsýn yfir það öfluga starf sem hefur þróast í kringum nýtingu jarðhita hér á landi.
Það verður spennandi að sjá hvernig þessi vaxandi áhugi erlendis frá þróast og þau tækifæri sem felast í þeirri miklu sérþekkingu sem starfsfólks ON og fleiri íslenskra fyrirtækja býr yfir.
Áhugi á starfsemi Orku náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu Íslendinga á jarðhita er mikill og fer vaxandi á alþjóðavísu. Sífellt fleiri ríki, fyrirtæki og stofnanir horfa til Íslands, og ekki síst ON, þegar kemur að því að læra af reynslu og lausnum sem byggja á áratuga þekkingu og árangursríkum rekstri jarðvarmavirkjana. Þessi aukni áhugi skapar bæði tækifæri og nýjar víddir í alþjóðlegu samstarfi og þróun verkefna.
Í síðustu viku heimsótti indverski ráðherrann, Shri Hardeep S. Puri (Minister of Petroleum and Natural Gas for India), Hellisheiðarvirkjun ásamt sendinefnd. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér íslenska jarðhitanýtingu og kanna möguleika á samstarfi við íslensk fyrirtæki.
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, kynnti starfsemi ON og framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir gestunum. Hann lagði áherslu á mikilvægi nýsköpunar og alþjóðlegrar samvinnu, og greindi meðal annars frá Glóð – nýsköpunarkjarna í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar. Þar gefst nýsköpunarfyrirtækjum og rannsakendum tækifæri til að þróa lausnir í orkutengdri nýsköpun og hringrásarhagkerfi, í takt við sjálfbæra sýn fyrirtækisins.
Fleiri íslensk fyrirtæki voru einnig með kynningar fyrir indversku gestina:
Kristinn Ingi Lárusson, Chief Commercial/Business Officer hjá Carbfix, fjallaði um fyrirtækið og starfsemi þess og þau tækifæri sem felast í kolefnisbindingu.
Haukur Þór Haraldsson frá Verkís og Daði Þorbjörnsson frá ÍSOR kynntu alþjóðleg jarðhitaverkefni sem fyrirtækin hafa unnið saman að.
Marta Rós Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Baseload Power Iceland, greindi frá þróun verkefna fyrirtækisins á sviði jarðhitanýtingar.
Heimsóknin var afar vel heppnuð og fengu gestirnir góða yfirsýn yfir það öfluga starf sem hefur þróast í kringum nýtingu jarðhita hér á landi.
Það verður spennandi að sjá hvernig þessi vaxandi áhugi erlendis frá þróast og þau tækifæri sem felast í þeirri miklu sérþekkingu sem starfsfólks ON og fleiri íslenskra fyrirtækja býr yfir.
News

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!