VAXA Technologies

VAXA Technologies (áður Algeannovation) framleiðir Omega-3 og ræktar smáþörunga í aðstöðu sinni í Jarðhitagarðinum. Nýjustu tækni er beitt við að rækta heilbrigða og næringarríka þörunga sem nýtast til fiskeldis og í fæðubótarefni.

Climeworks

Climeworks nýtir brautryðjendatækni til að fanga CO2 úr andrúmsloftinu og aðskilja kolefni sem er síðan selt. Tæknin er bæði mikilvæg til að minnka CO2 útblástur frá staðbundinni framleiðslu, sem og framlag við að útrýma CO2 útblæstri á heimsvísu. Iðnaður á borð við flug- og skipaflutninga býr enn sem komið er ekki við fýsilega valkosti til móts við jarðefnaeldsneyti. Aðrir valkostir, svo sem endurnýjanlegir orkugjafar, geta einungis dregið útblástur saman um 80%, m.v. bestu sviðsmyndir. Það er því mikilvægt að hafa möguleikann á að fjarlægja kolefni úr lofti.

Kísilsteinefni – geoSilica

Að vera staðsett við hliðina á jarðhitavirkjun er kjörið fyrir framleiðslu geoSilica. Hægt er að vinna margvísleg steinefni úr efnasamsetningu jarðhitavökvans á Hellisheiði. ON hefur stutt við tækni- og vöruþróun geoSilica. Rannsóknir sem sérfræðingar ON gerðu á jarðhitavatninu á Hellisheiði áttu sinn þátt í að fyrsta varan, the Silica Supplement, leit dagsins ljós.

Örverurannsóknir – Háskóli Íslands

Rannsóknir á notkun gas til framleiðslu dýrmætra efnasambanda með bakteríum og örverum.

Stefán Fannar Stefánsson

Sölu- og Viðskiptastjóri