Svæðið

Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð og er staðsettur á svæði Hellisheiðarvirkjunar. Lóðirnar eru frá 0,1 upp í 16,5 hektarar og eru skipulagðar til að mæta mismunandi þörfum fyrirtækja.

Samstarfsaðilar

Landssvæðið er fallegt og óbyggt og stutt í gönguleiðir.  Orka náttúrunnar leggur áherslu á að svæðið sé vel hirt, aðlaðandi og að gengið sé um umhverfið af virðingu.

Við höfum komið upp aðstöðu fyrir vísindafólk, frumkvöðla og fyrirtæki til að framkvæma prófanir með afurðir svæðisins.  Um er ræða gott tækifæri fyrir aðila sem vilja taka fyrstu skrefin áður en þeir hefja rekstur.

Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir svæðið og lóðir tilbúnar fyrir framkvæmdir.

Góðar tengingar við Evrópu og Norður-Ameríku

Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Efnhagsumhverfið á Íslandi er fyrirtækjavænt og menntunarstig hátt.

Frá Íslandi er einungis 3,5 tíma flug til Vestur-Evrópu og 5 tíma flug á austurströnd Bandaríkjanna. Dagleg tengiflug eru tíðari en samanlagður fjöldi tengifluga frá hinum höfuðborgum Norðurlandanna.

Jarðhitagarðurinn er staðsettur við Hellisheiðarvirkjun, í sveitarfélaginu Ölfus. Svæði jarðhitagarðins er 103 hektarar að stærð. Lóðirnar eru frá 0,1 upp í 16,5 hektarar og eru skipulagðar til að mæta mismunandi þörfum fyrirtækja. Ölfus er vaxandi sveitarfélag og státar m.a. af góðu hafnarsvæði í Þorlákshöfn.