Vinnuhópur á HellisheiðiVinnuhópur á Hellisheiði

Störf í boði

Rúmlega 80 manns starfa hjá Orku náttúrunnar. Hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.

Vilt þú vinna með okkur?

Við leitum að metnaðarfullu og áhugasömu fólki. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, áhugaverð verkefni og skemmtilega vinnufélaga.

Spennandi að vinna með fólki

Hildigunnur Jónsdóttir, forstöðuman Verkefnastofu

Mér finnst spennandi að vinna með fólki, hámarka árangur og starfsánægju, endurskoða og breyta til betri vegar. Breytingastjórnun er afskaplega krefjandi og gefandi vinna.

Nýting auðlinda jarðar á sjálfbæran og ábyrgan hátt er mér hugðarefni og mér finnst ég vera leggja mitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir með því að starfa hjá fyrirtæki í þeim bransa.

Aðbúnaður í vinnunni er með besta móti. Ég er sérstaklega montin af góðu búningsaðstöðunni því það gerir mér kleift að hjóla í vinnuna og nýta þannig ferðatímann til líkamsræktar. Það er áskorun að finna tíma fyrir líkamsrækt þegar börnin eru lítil.

Ég er með mastersgráðu í vélaverkfræði og diplómu í stjórnun sem allt nýtist í starfinu. Ekki síst sú ögun og upplifun sem felst í því að fara í gegnum strembið nám.

Það er mikið lagt upp úr tækifærum til sí-og endurmenntunar hjá ON. Helsta áskorunin er að gefa sér tíma í að skoða það og taka frá tíma í dagsins önn til að skipuleggja það!

Ég hlakka til að mæta í vinnuna og mæli hiklaust með ON sem vinnustað.

Hildigunnur Jónsdóttir, forstöðuman tækniþróunar

Hvernig vinnustaður er ON?

Allir viljugir til að deila sinni þekkingu áfram

Elvar Aron Björnsson, vélfræðingur

Ég er vélfræðingur og nýti það í starfi sem verkplanari hjá virkjunum ON. Í vinnunni skipulegg ég hin ýmsu verk, smá sem stór, stutt fram í tímann og langt fram í tímann ásamt því að afla þeirra varahluta sem vantar í verkin á sem hagkvæmastan hátt. Þessum verkefnum deili ég svo á starfsfólk eða verktaka á svæðinu með hinum ýmsu verkstjórum. Hér er mikið af reynslumiklu fagfólki og allir eru viljugir til að deila sinni þekkingu áfram.

Starfsandinn er hífandi góður að mínu mati! Félagslífið er gott, ekki bara fyrir starfsfólk, heldur er einnig hugsað til maka og barna.

Möguleikarnir á sí- og endurmenntun eru mjög miklir hjá ON. Ef maður er með einhverjar pælingar þá eru þær alltaf teknar til greina og yfirleitt fær maður það í gegn ef það er vit í því.

Tækifærin í starfi geta verið jafn stór og sjálft fyrirtækið, það er bara hvers og eins starfsmanns að komast þangað sem hann vill. Ég sjálfur hef þróast mikið í starfi og tel það góðu samstarfsfólki að þakka.

Elvar Aron Björnsson