Hleðsluáskrift ON fyrir sérbýli

Hleðsluáskrift ON er einfaldur kostur því þú greiðir mánaðarlega áskrift og þarft ekki að fjárfesta í kostnaðarsamri hleðslustöð.

Hleðslulausn fyrir heimilið

Sérbýli, einbýlishús, raðhús og parhús – við höfum lausn fyrir þig.  Hleðsluáskrift ON uppfyllir þarfir þínar og býður hleðslustöðvar sem henta þörfum hvers og eins.

 

Hvað er innifalið í Hleðsluáskrift ON?

  • Nútíma hleðslustöð, þriggja fasa 22kW
  • Leiðbeiningar um notkun
  • Rekstur og allt viðhald
  • 24/7 svörun í þjónustuveri ON
  • Þjónustukerfi ON og ON lyklar fyrir notendur

Verð fyrir Hleðsluáskrift ON er frá 2.900 kr. á mánuði. Hægt er að segja áskriftinni upp með litlum fyrirvara og enginn binditími er á henni.

Skoða ítarlegri upplýsingar um hleðsluáskrift fyrir sérbýli

Hvernig er ferlið?

  • Hægt er að fá ráðgjöf  hjá sérfræðingum ON sem veita rafverktökum hönnunarleiðbeiningar
  • Rafverktaki leggur grunnlögn frá rafmagnstöflu og setur upp dokku þar sem hleðslustöð er fyrirhuguð
  • Uppsetning grunnlagnar er greidd af húseiganda skv. tilboði rafverktaka*
  • Tæknimaður ON setur upp hleðslustöð og veitir leiðbeiningar um notkun
  • Hleðslustöðin er á sama raforkumæli og heimilið
*Viðmiðunarverð fyrir slíka vinnu er 75-150 þúsund krónur miðað við 6 metra lögn og borun í gegnum 1 vegg. ON hvetur til að leita tilboða hjá löggildum rafverktökum.

Hafa samband

Hafðu samand við okkur ef þú hefur áhuga á að vita meira um Hleðsluáskrift ON eða vilt panta áskrift.

Velkomin til ON!

Fá ráðgjöf varðandi Hleðsluáskrift ON