Veldu Orku náttúrunnar fyrir heimilið og farartækið

Við seljum umhverfisvæna orku og hvetjum viðskiptavini okkar að nýta betur og nota minna – það er best fyrir umhverfið.

Orka náttúrunnar – fyrir umhverfið

Við framleiðum ekki bara umhverfisvæna orku heldur stundum við líka rannsóknir og nýsköpun til til að tryggja að við komum sem best fram við náttúruna okkar.

Rafmagnsnotkun meðal heimila á mánuði eftir stærð:

Verð á rafmagnsnotkun frá Orku náttúrunnar er 8,1 kr/kWh (6,53 kr/kWh án vsk.)
Skoða verðskrá

Á mánuði greiðir meðal heimili um 3.000 kr.* í rafmagnsnotkun

*Miðað við 8,1 kr/kWh og að notkun á mánuði sé um 350 kWh. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

  • Stórt heimili: 5-6 einstaklingar = 5.000 kr. á mánuði
  • Meðal heimili: 4 einstaklingar = 3.000 kr. á mánuði
  • Lítið heimili: 2-3 einstaklingar = 2.000 kr. á mánuði

Rafbíll og rafmagnsnotkun

Við elskum að koma rafmagninu í umferð. Veldu Orku náttúrunnar fyrir heimilið og fáðu 40% afslátt í hraðhleðslur með ON lyklinum.

Rafmagnsnotkun er um 1.700 kr./mán.* þegar rafbíll er hlaðinn heima

*Miðað við rafmagnsnotkun 8,1 kr/kWh og að árleg notkun sé um 2.500 kWh eða 12.500 km akstur. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

Kolefnisreiknirinn

Í kolefnisreikni EFLU og Orkuveitu Reykjavíkur getur þú reiknað út kolefnissporið þitt og fengið hugmyndir um hvernig má minnka það enn frekar.
Reikna kolefnissporið mitt

Nýta betur – nota minna

Það er hægt að spara rafmagnið með því að hugsa út í rafmagnsnotkun og neysluhegðun. Hér eru nokkrir sniðugir molar sem koma vonandi að góðum notum.

Notkun eða dreifing?

Rafmagnsreikningurinn sem þú færð frá Orku náttúrunnar er yfir notkun á rafmagni. Kostnaður við dreifingu rafmagns er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir þínu sveitarfélagi.

Pappírslaus viðskipti

Þú getur losnað við tilkynningar- og greiðslugjald með því að velja að greiða rafmagnsreikninginn þinn með greiðslukorti. Á mínum síðum getur þú skoðað reikningana og breytt greiðslumáta.

Reikningar fyrir rafmagnsnotkun

Orka náttúrunnar gefur út reikninga fyrir rafmagnsnotkun.

Spurt og svarað um reikninga