Lærdómur við skrifborðLærdómur við skrifborð

Það er auðvelt að skipta og koma í umhverfisvæn viðskipti

Við seljum rafmagn til allra landsmanna, hvar sem er á landinu. Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar góða þjónustu og ráðgjöf þegar kemur að rafmagni.

Velkomin(n) til ON!

Það er auðvelt að skipta og koma í umhverfisvæn viðskipti. Þú getur keypt rafmagn af okkur hvar sem þú býrð á landinu. Sendu okkur þínar upplýsingar og við sjáum um afganginn.

Velkomin(n) í umhverfisvæn viðskipti

Mínar síður ON

Á mínum síðum ON getur þú nálgast helstu upplýsingar um þína orkunotkun og borið saman við sambærileg heimili.

Vissir þú að h​leðslutæki fyrir fartölvur, farsíma og spjaldtölvur taka rafmagn þó tækin séu fullhlaðin. Gott er að taka hleðslutækin alveg úr sambandi ef þeirra er ekki þörf. Þannig má spara talsvert rafmagn.

Reiknivél

Hvað fer mikil orka í að halda mjólkinni kaldri, sjóða kartöflur, baka piparkökur eða þvo eða þurrka þvottinn? Reiknivélin okkar leiðir þig í allan sannleik um rafmagnsnotkun heimilisins.

Reikna þína rafmagnsnotkun

Verðskrá rafmagns 1. mars 2019Verðskrá

Orkuverð ON er 8,05 kr/kWh og samanstendur upphæðin af rafmagnsverði og virðisaukaskatti,
(fyrir almenna notkun án dreifingar og flutnings með sköttum).

ON innheimtir seðilgjald / tilkynningar- og greiðslugjald en gjaldið er breytilegt eftir því hvort um er að ræða greiðsluseðla á pappír eða ekki.

Ath. Raforkulög kveða á um að orkureikningar séu sundurliðaðir í flutning, dreifingu og sölu. Dreifing og flutningur er háð sérleyfi en sala á raforku er frjáls.

Orkumolar ON

Það er hægt að spara mikið, bæði fyrir budduna og umhverfið ef maður hugsar út í rafmagnsnotkun og neysluhegðun. Hér koma nokkrir sniðugir molar sem þú ættir að skoða betur.

Vissir þú…

 • …að ef  þú setur 8 sinnum í viku í þurrkarann kostar það rúmar 10 þúsund krónur á ári.
 • …að það er gott ráð að fullþurrka ekki þvottinn heldur bara skella honum inn í þurrkarann í 10 mínútur og hengja síðan á þvottagrindina. Þannig verður þvotturinn eins og nýstraujaður þegar hann er orðinn þurr.
 • …að það er kjörið að setja þrjú vel þurr handklæði með blautum þvotti inn í þurrkarann. Þannig tekur mun styttri tíma að þurrka auk þess sem handklæðin verða mjúk.
 • …að þegar við eldum með lok á pottum sparast mikið rafmagn.
 • …að það er gott ráð að slökkva á eldavélum nokkrum mínútum áður en maturinn er tilbúinn, sérstaklega ef notast er við hefðbundið helluborð.
 • …að með því að þrífa reglulega þéttilistann á ísskápnum heldurðu kuldanum betur inni og sparar rafmagn.
 • …að því smærri bitar sem settir eru í blandarann því skemmri tíma tekur að blanda. Þannig má einnig spara rafmagn.
 • …að þegar þú þværð við 60° í stað 90° minnkar rafmagnsnotkun um helming.
 • …að það er góður vani að slökkva á ljósunum þegar farið er út úr herbergi.
 • …að það er tilvalið að nýta dagsbirtuna og slökkva ljósin þegar tækifæri gefst. Dagsbirtan er alltaf fallegasta birtan.
 • …að lýsing við inngang veitir öryggi og getur verið ódýr þjófavörn.
 • …að ný tæki, sérstaklega þau sem merkt eru A+++ eru hönnuð þannig að þau þurfa mun minna afl en áður þekktist. Eldri tæki rýrna einnig í gæðum með tímanum og nýta orkuna verr en í upphafi. Því er oft mælt með að skipta út rafmagnstækjum sem orðin eru 10 ára og eldri.
 • …að h​leðslutæki fyrir fartölvur, farsíma og spjaldtölvur taka rafmagn þó tækin séu fullhlaðin. Gott er að taka hleðslutækin alveg úr sambandi ef þeirra er ekki þörf. Þannig má spara talsvert rafmagn.
 • …að mörg tæki taka rafmagn þó þau sé sett í biðstöðu eða „standby“. Mikilvægt er að slökkva alveg á þeim með því að taka þau úr sambandi eða nota fjöltengi með rofa sem hægt er að slökkva á.
 • …að það er kjörið að taka farsímana úr sambandi að lokinni hleðslu. Bæði sparar það rafmagnsnotkun og eykur líftíma batterísins en hleðslan endist lengur ef síminn helst hlaðinn í milli 40-80%.
 • …að frystikistan notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri.
Feðgin lesa í sófa