HengillinnHengillinn

Þú færð betri kjör á rafmagninu

Viðskiptavinir með heimilisrafmagn hjá ON og ON appið/lykil fá betri kjör af rafmagnsnotkun heimilisins og á hleðslustöðvum ON.

Hvernig virkja ég betri kjör?

1. Skrá heimili mitt í viðskipti með rafmagn

Til að flytja heimilisrafmagnið þitt til ON fyllir þú út skráningarform á on.is hér að neðan. Þú færð síðan tölvupóst með helstu upplýsingum.

2. Skrá mig í ON-appið fyrir rafbílinn minn

Þú hleður niður ON-appinu og skráir þig þar inn með rafrænum skilríkjum.

Þegar þú hefur framkvæmt báðar aðgerðir hér að ofan hefur þú virkjað betri kjör og greiðir þar með minna fyrir heimilisrafmagnið og hleðslu á rafbílinn þinn!

Hvað kostar að vera ON?

Mantra Orku náttúrunnar er að nýta betur og nota minna því þannig græða allir og ekki síst náttúran okkar og auðlindin. Meðalstórt húsnæði á Íslandi greiðir í kringum 3.500 kr. fyrir rafmagn á mánuði m.v. að notkunin sé í kringum 350 kWh. Það eru þó ýmsar leiðir til að ná niður notkuninni og lumum við á mörgum góðum ráðum sem við hvetjum viðskiptavin okkar til að kynna sér.

Miðað við 9,96 kr/kWh og að notkun á mánuði sé um 350 kWh. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitarfélagi.

Viðmiðunarverð á rafmagni:

  • Stórt heimili: 5-6 einstaklingar = 6.000 kr. á mánuði
  • Meðal heimili: 4 einstaklingar = 3.500 kr. á mánuði
  • Lítið heimili: 2-3 einstaklingar = 2.300 kr. á mánuði

Skoða verðskrá rafmagns

Rafbíll og rafmagnsnotkun

Rafmagnsnotkun er um 2.000 kr./mán.* þegar rafbíll er hlaðinn heima

*Miðað við rafmagnsnotkun 9,96 kr/kWh og að árleg notkun sé um 2.500 kWh eða 12.500 km akstur. Hjá raforkusölum, eins og ON, er ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

Kolefnisreiknirinn

Í kolefnisreikni EFLU og Orkuveitu Reykjavíkur getur þú reiknað út kolefnissporið þitt og fengið hugmyndir um hvernig má minnka það enn frekar.
Reikna kolefnissporið mitt

Nýta betur – nota minna

Það er hægt að spara rafmagnið með því að hugsa út í rafmagnsnotkun og neysluhegðun. Hér eru nokkrir sniðugir molar sem koma vonandi að góðum notum.

Notkun eða dreifing?

Orka náttúrunnar er raforkusali og því er rafmagnsreikningurinn sem þú færð, eingöngu yfirlit yfir notkun á rafmagni. Kostnaður við dreifingu rafmagns er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir þínu sveitarfélagi.

Pappírslaus viðskipti

Þú getur losnað við tilkynningar- og greiðslugjald með því að velja að greiða rafmagnsreikninginn þinn með greiðslukorti. Á mínum síðum ON getur þú skoðað reikningana og breytt greiðslumáta.

Reikningar fyrir rafmagnsnotkun

Orka náttúrunnar gefur út reikninga fyrir rafmagnsnotkun.

Spurt og svarað um reikninga