Veldu Orku náttúrunnar fyrir heimilið og farartækið

Við seljum umhverfisvæna orku og hvetjum viðskiptavini okkar að nýta betur og nota minna – það er best fyrir umhverfið.

Orka náttúrunnar – fyrir umhverfið

Við framleiðum ekki bara umhverfisvæna orku heldur stundum við líka rannsóknir og nýsköpun til til að tryggja að við komum sem best fram við náttúruna okkar.

Rafmagnsnotkun meðal heimila á mánuði eftir stærð:

Verð á rafmagnsnotkun frá Orku náttúrunnar er 8,1 kr/kWh (6,53 kr/kWh án vsk.)
Skoða verðskrá

Á mánuði greiðir meðal heimili um 3.000 kr.* í rafmagnsnotkun

*Miðað við 8,1 kr/kWh og að notkun á mánuði sé um 350 kWh. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

  • Stórt heimili: 5-6 einstaklingar = 5.000 kr. á mánuði
  • Meðal heimili: 4 einstaklingar = 3.000 kr. á mánuði
  • Lítið heimili: 2-3 einstaklingar = 2.000 kr. á mánuði

Rafbíll og rafmagnsnotkun

Við elskum að koma rafmagninu í umferð. Veldu Orku náttúrunnar fyrir heimilið og fáðu 40% afslátt í hraðhleðslur með ON lyklinum.

Rafmagnsnotkun er um 1.700 kr./mán.* þegar rafbíll er hlaðinn heima

*Miðað við rafmagnsnotkun 8,1 kr/kWh og að árleg notkun sé um 2.500 kWh eða 12.500 km akstur. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu. Kostnaður við rafmagnsdreifingu er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

Kolefnisreiknirinn

Í kolefnisreikni EFLU og Orkuveitu Reykjavíkur getur þú reiknað út kolefnissporið þitt og fengið hugmyndir um hvernig má minnka það enn frekar.
Reikna kolefnissporið mitt

Nýta betur – nota minna

Það er hægt að spara rafmagnið með því að hugsa út í rafmagnsnotkun og neysluhegðun. Hér eru nokkrir sniðugir molar sem koma vonandi að góðum notum.

Notkun eða dreifing?

Rafmagnsreikningurinn sem þú færð frá Orku náttúrunnar er yfir notkun á rafmagni. Kostnaður við dreifingu rafmagns er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir þínu sveitarfélagi.

Pappírslaus viðskipti

Þú getur losnað við tilkynningar- og greiðslugjald með því að velja að greiða rafmagnsreikninginn þinn með greiðslukorti. Á mínum síðum getur þú skoðað reikningana og breytt greiðslumáta.

Spurt og svarað

Af hverju fæ ég reikning frá Orku náttúrunnar?

Áður birtust kröfur frá Veitum og ON á sameiginlegum reikningi fyrir dreifingu á rafmagni og sölu á rafmagni. Nú er auðveldara fyrir þig að að greina á milli hvaðan þjónustan kemur og fyrir hvað er verið að greiða.

Orka náttúrunnar gefur út reikning fyrir rafmagnsnotkun. Reikningur fyrir rafmagnsdreifingu og heitt vatn kemur frá þinni dreifiveitu.

Hver er mín rafmagnsveita?

Viðskiptavinir í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ (norðan Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi:

Í stað þess að fá einn reikning frá OR vegna Orku náttúrunnar og Veitna þá færðu tvo reikninga. Reikning frá Orku náttúrunnar vegna rafmagnsnotkunar og reikning frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og heitt vatn.

Viðskiptavinir utan dreifisvæðis Veitna:

Í stað þess að fá reikning frá OR fyrir þjónustu frá Orku náttúrunnar þá færðu reikning frá Orku náttúrunnar. Reikningur helst óbreyttur frá þinni dreifiveitu.

Af hverju er greitt fyrir rafmagnsnotkun annars vegar og dreifingu hins vegar?

Frá 1. janúar 2006 var öllum frjálst að velja sér raforkusala fyrir rafmagnsnotkun. Hins vegar er dreifing raforku á sérleyfi sem þýðir að notendur eru í viðskiptum við þá dreifiveitu sem tilheyrir þeirra sveitarfélagi.

Hvar get ég séð reikninginn minn?

Einfalt er að nálgast reikningana á mínum síðum. Frá og með janúar 2020 verða reikningar ekki lengur sýnilegir í rafrænum skjölum í heimabanka.

Þarf ég að skrá nýjan greiðslumáta?

Nei, greiðslumátinn helst óbreyttur. Við mælum með að skrá greiðslukort sem greiðslumáta því þá er tilkynningar- og greiðslugjaldið 0 kr. Ef þú greiðir reikninginn í heimabanka greiðir þú 80 kr. en fyrir útprentaðan reikning er gjaldið 300 kr.

Hvernig losna ég við tilkynningar- og greiðslugjald?

Á mínum síðum getur þú valið greiðslukort sem greiðslumáta og þar með afþakkað allan pappír – þannig sparar þú, fyrir þig og umhverfið.

Hvað með áður ógreidda reikninga frá OR?

Allir ógreiddir greiðsluseðlar með gjalddaga 2019 og eldri, hafa verið endurútgefnir af Orku náttúrunnar. Áfallinn innheimtukostnaður, annar en vextir, auk seðilgjalda eru felldur niður og hægt er að greiða nýja reikninga án kostnaðar til 2. febrúar. Við hvetjum þig til að greiða sem fyrst eða hafa samband við okkur og semja um dreifingu greiðslna. Þú getur sent okkur tölvupóst á on@on.is eða í síma 591-2700