Hvernig ber ég mig að?

  1. Sækja um ON-lykilinn.
  2. Við sendum hann í pósti þér að kostnaðarlausu eða þú sækir hann til okkar á Bæjarháls 1.
  3. Virkja lykilinn fyrir notkun á Mínum síðum ON með því að tengja greiðslukort við lykilinn.
  4. Sækja ON hleðsluappið fyrir Android eða iOS og fylgjast með stöðunni á hlöðunum okkar.
Sækja um ON lykilinn

Hvað kostar að fá ON lykilinn?

Það kostar ekkert og þú greiðir ekkert mánaðargjald.

Hvernig panta ég ON lykilinn?

Þú fyllir út umsókn um ON lykilinn og við sendum þér lykilinn í pósti. Þegar þú ert komin(n) með hann í hendurnar ferðu á Mínar síður ON, skráir gilt greiðslukort og virkjar lykilinn.

Hvernig virkja ég ON lykilinn?

Þú virkjar ON lykilinn inni á Mínum síðum ON. Þar þarft þú að skrá þig inn, velja rafbílar og að virkja lykil. Það að virkja lykil þýðir að þú þarft að tengja hann við greiðslukort, fyrr er hann ekki orðinn virkur.

Get ég komið á Bæjarháls og náð í ON lykilinn?

Já, þú getur komið til okkar og fyllt út umsókn í sjálfsafgreiðslutölvu. Lykillinn er svo afhentur yfir afgreiðsluborðið fyrir þig til að virkja hann á Mínum síðum ON.

Hvenær er ON lykillinn orðinn virkur?

Um leið og búið er að skrá gildan greiðslumáta á Mínum síðum ON og virkja lykilinn er hægt að nota hann í hleðslum ON.

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Kostnaðurinn er mismunandi mv. hvar hlaðið er. Verð í 50kW DC hraðhleðslum er 50 kr/kWh. en 65kr./kWh þegar hlaðið er á 150 kW DC hraðhleðslum.

Ef hlaðið er á litlu 22kW AC stöðvunum okkar kostar það 25 kr. /kWh og 0,5kr./mín

Rafbíll settur í hleðslu í hlaðinu heima