Sniðug orkusparnaðarráð fyrir þig og umhverfiðSniðug orkusparnaðarráð fyrir þig og umhverfið

Sniðug orkusparnaðarráð fyrir þig og umhverfið

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta betur og nota minna því það er hinn raunverulegi sparnaður fyrir alla og ekki síst umhverfið. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa á bak við eyrað því þau eru öll ótrúlega einföld og auðvelt að temja sér og spara peninga í leiðinni.

Fallegasta birtan er dagsbirtan

Það er gott ráð að nýta dagsbirtuna og slökkva ljósin þegar tækifæri gefst. Dagsbirtan er nefnilega alltaf fallegust.

Tökum úr sambandi

Það er kjörið að taka farsíma og önnur hleðslutæki úr sambandi að lokinni hleðslu. Bæði sparar það rafmagnsnotkun og eykur líftíma batterísins.

Lækkum hitann

Þegar þú þværð við 60° í stað 90° minnkar rafmagnsnotkun um helming. Oftast er það nægur hiti til að skila þvottinum tandurhreinum.

Blandarinn

Því smærri bitar sem settir eru í blandarann því skemmri tíma tekur að blanda. Þannig má spara rafmagn.

Þurrkarinn

Ef þú setur þurrt og hrjúft handklæði með blautum þvotti inn í þurrkarann tekur styttri tíma að þurrka þvottinn auk þess sem þurra handklæðið verður mjúkt.

Hleðslutækin

Hleðslutæki fyrir fartölvur, farsíma og spjaldtölvur taka rafmagn þó tækin séu fullhlaðin. Taktu hleðslutækin alveg úr sambandi ef þeirra er ekki þörf.

Slepptu þurrkaranum af og til

Skelltu þvottinum í þurrkarann í 5-10 mínútur og hengdu síðan á þvottagrindina. Þannig verður þvotturinn eins og nýstraujaður þegar hann er orðinn þurr.

Fjöltengi

Tæki taka rafmagn þó þau sé sett í biðstöðu. Slökktu alveg á þeim með því að taka þau úr sambandi eða notaðu fjöltengi með rofa sem hægt er að slökkva á.

Setjum lokið á

Með því að skella loki á pottinn þegar þú eldar sparast mikið rafmagn því það styttir eldunartímann.

Höldum kuldanum á réttum stað

Með því að þrífa reglulega þéttilistann á ísskápnum heldurðu kuldanum betur inn og sparar rafmagn.

Slökkvum ljósin

Það er gamall og góður vani að slökkva á ljósunum  á eftir sér – margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum eins og öðrum.

Ertu að flytja?

Við lumum á góðum ráðum þegar flutt er á milli húsa. Kynntu þér flutningsráðin hér

Velkomin til ON

Við hvetjum þig til að taka upplýsta ákvörðun við val á raforkusala. Okkar hjartans mál eru umhverfismálin og leggjum við áherslu á að fara vel með orkuna, nýta betur og nota minna því það kemur alltaf lang best út bæði fyrir þig og umhverfið.

Við hlökkum til að fá þig í viðskipti!