Minnkum kolefnissporiðMinnkum kolefnissporið

Minnkum kolefnissporið

Það er ekki í boði að breytast ekki og þess vegna ætlar Orka náttúrunnar að vera mikilvægur hluti af lausninni gegn hamfarahlýnun jarðar.

Þetta getum við gert:

  • Hugsað vel um auðlindirnar og sýnt náttúrunni virðingu
  • Lagað til eftir okkur og grætt upp landið
  • Kolefnisbundið með skógrækt
  • Breytt koltvísýringi í grjót með hjálp Carbfix
  • Eflt þróun og græna nýsköpun til að fullnýta jarðhitann á sjálfbæran hátt
  • Valið endurnýjanlega orkugjafa umfram aðra
  • Verið til fyrirmyndir í umhverfismálum og hvatt aðra til að minnka sitt kolefnisspor

Kolefnishlutlaus fyrir 2030

Jarðhitavirkjanir okkar eru með eitt minnsta kolefnisfótspor í sínum flokki – en við viljum gera betur og vera fyrirmynd annarra í umhverfismálum. Vinnsla rafmagns með jarðhita veldur losun lofttegunda, sem koma upp með gufunni á jarðhitasvæðum, og koltvísýringur (CO2) er þar á meðal.

Orka náttúrunnar skrifaði undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar í nóvember 2015.

Lesa meira

Hvað eru kolefnisspor og af hverju skipta þau máli?

Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Losun koltvísýrings (CO2) frá jarðhitavirkjunum Orku náttúrunnar er lítil miðað við annars konar rafmagnsframleiðslu:

Jarðhiti: 7,5 gr. af CO2 á kWh
Kol: 800 gr. af CO2 á kWh

Íslenskt verkvit minnkar kolefnisspor!

Orka náttúrunnar hefur þróað og byggt upp einstakt vélaverkstæði þar sem viðgerðir á búnaði virkjunarinnar eru gerðar með gæðum á heimsmælikvarða. Þar með helst þekkingin á Íslandi með aukinni verðamætasköpun í störfum, en auk þess drögum við úr kolefnisspori starfseminnar með því að gera við þungan og umfangsmikinn búnað á staðnum í stað þess að flytja í viðgerð til útlanda eins og áður þurfti að gera.

Bætt orkunýting

Með því að framleiða fleiri orkueiningar í formi raforku og heits vatns úr sama auðlindastraumi þá er unnt að minnka kolefnisspor á hverja orkueiningu. Með bættri orkunýtingu er því ekki aukið né minnkað við losun heldur aukin þau verðmæti sem skapast frá auðlindastraumnum sem veldur losuninni. Orka náttúrunnar rekur í dag tvær fullkomnustu jarðhitavirkjanir landsins með tilliti til orkunýtni þar sem bæði rafmagn og heitt vatn er framleitt úr háhitaauðlindinni.

Carbfix – gas í grjóti

Kerfisbundin kolefnisförgun við Hellisheiðarvirkjun ON hófst árið 2014 eftir að Carbfix-aðferðin hafði verið þróuð í samstarfi við OR, Háskóla Íslands og erlent tækni- og vísindafólk. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og er Carbfix mikilvægur þáttur í markmiði Orku náttúrunnar að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2030.

Carbfix er binding koltvísýrings (CO2) í berg og snýst um að skila jarðhitalofttegundum aftur niður í bergið þaðan sem það kom. Þannig verða þær þar að steini og eiga ekki lengur þátt í hlýnun jarðar. Þessi aðferð, að binda gas í grjót, hefur vakið mikla athygli víða um heim því í henni felast miklir möguleikar til framtíðar, fyrir Orku náttúrunnar, fyrir önnur jarðhitafyrirtæki, annan iðnað á Íslandi og annars staðar í heiminum; tækifæri til að minnka kolefnisspor iðnaðar verulega.

Nánar um Carbfix

Græn nýsköpun í Jarðhitagarði ON

Orka náttúrunnar leitar stöðugt nýrra lausna til að fullnýta jarðhitann með tilliti til orkuframleiðslu og framleiðslu annarra verðmæta. Í Jarðhitagarði ON er pláss fyrir fjölbreytta starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar ON á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti. Þetta eru t.d. lausnir til að skapa verðmæti úr þeim koltvísýringi sem kemur upp með jarðgufunni. Með því er bein losun gróðurhúsalofttegunda minnkuð og koltvísýringur nýttur í aðrar vörur eins og matjurtarrækt, gosdrykki og vistvænt eldsneyti.

Hellisheiðarvirkjun

Orkuskipti í samgöngum

Við höfum sett okkur það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og stuðla þannig að minna kolefnisspori. Árið 2014 hófum við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla með fyrstu hraðhleðslunni í Reykjavík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og varða hleðslustöðvar ON nú hringinn í kringum landið.