Við erum staðsett innan um mosa og hraun í stórbrotinni íslenskri náttúruVið erum staðsett innan um mosa og hraun í stórbrotinni íslenskri náttúru

Við erum staðsett innan um mosa og hraun í stórbrotinni íslenskri náttúru

Upplifðu græna, sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi, Hellisheiðarvirkjun

Jarðhitasýningin er opin alla daga frá 9:00 – 16:00.

Hér fyrir neðan getur þú bókað hljóðleiðsögn. Fyrir hópabókanir sendu okkur póst á syning@on.is

Aðeins 25 km frá miðbæ Reykjavíkur

Sýningin er staðsett í Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu. Tilvalið að sameina heimsókn á sýninguna og útivist. Fallegar merktar gönguleiðir eru á svæðinu.

Flottur viðkomustaður á leiðinni um Suðurland!

Veðurspá fyrir Hellisheiðarvirkjun

Ertu grænn ferðalangur?

Fyrir framan sýninguna er hleðslustöð ON fyrir rafbíla og í versluninni getur þú fundið fjölbreytt úrval vistvænna minjagripa ásamt annarri vöru. Hluti af vörunum eru framleiddar á Hengilssvæðinu.

Kíktu í kaffi og njóttu náttúrunnar

Hvort sem þú ert að fara í göngu um Hengilssvæðið eða á sýninguna þá er tilvalið að kíkja í kaffi, það er opið á kaffihúsinu frá 9-16 alla virka daga.

Á kaffihúsinu getur þú fengið kaffi, te, kalda drykki eða veitingar frá nærumhverfinu m.a. Almari bakara í Hveragerði.

Allt sem þú þarft að vita um jarðhitasýninguna

Hvar er sýningin staðsett?

Jarðhitasýningin er staðsett í Hellisheiðarvirkjun, við Hengilinn, um 25 km austur af Reykjavík.

Hvenær er opið?

Alla  daga frá 09:00 til 16:00.

Er sýningin aðgengileg hreyfihömluðum?

Allir hlutar sýningarinnar eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla.

Hvernig kemst ég þangað?

Akandi, fylgdu þjóðvegi 1 á leið austur, í um 25 km frá miðbæ Reykjavíkur. Næg, gjaldfrjáls bílastæði rétt við innganginn. Fáeinar ferðaskrifstofur bjóða upp á daglegar rútuferðir frá Reykjavík með stoppi á sýningunni sem hluta af Gullna hringnum eða með öðrum Suðurlandsferðum sínum.

Hvað tekur hver skoðunarferð að jafnaði langan tíma?

Skoðunarferð tekur á bilinu 20-30 mínútur, allt eftir áhuga viðkomandi hóps og fjölda spurninga á meðan leiðsögn stendur. Eftir leiðsögn er gestum frjálst að skoða sig um á sýningunni og upplifa náttúruna á svæðinu.

Hvaða hvíti reykur er þetta? Er þetta loftmengun?

Alls ekki! Þetta er 99,63% hrein gufa eða H2O – Vatn.