Fréttayfirlit

FréttFrétt
12. júní 2019

Bilaður rafall í Hellisheiðarvirkjun

Við reglubundið viðhald á einni af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar nú á dögunum kom í ljós bilun í rafal við vélina. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir tekur viðgerð um tvo mánuði. Gufuaflsvirkjanirnar á Hengilssvæðinu – á Nesjavöllum og Hellisheiði – hafa verið reknar í tæpa tvo áratugi án þess að svona skemmda hafi orðið vart....

Lesa nánar
FréttFrétt
6. júní 2019

Að breyta gróðurhúsalofti í grjót

Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið...

Lesa nánar
FréttFrétt
5. júní 2019

Þrír nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar

Á síðustu dögum hafa þrjú verið ráðin í stjórnendateymi Orku náttúrunnar (ON) og munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir. ON hefur verið leiðandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla allt frá stofnun fyrirtækisins, árið 2014. „Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu...

Lesa nánar
FréttFrétt
27. maí 2019

Endurreisn lífríkis í Andakílsá

Föstudaginn 24. maí var 30 þúsund laxaseiðum komið fyrir í tveimur sleppitjörnum við Andakílsá. Þetta er liður í endurreisn lífríkis árinnar í kjölfar aurburðar sem varð sumarið 2017 vegna viðhalds og ástandsmats á stíflumannvirkjum Andakílsárvirkjunar. Síðsumars 2017 var hluti þeirra laxa sem skiluðu sér aftur í ánna tekinn í klak og eru seiðin...

Lesa nánar